Ægir - 01.01.1987, Side 40
hafði tiltölulega stöðugt gildi.
Skreiðarverðlagið sem sagt er frá
í fyrri grein, á 14du og 15du öld-
inni, fyrst 8 vættir (320) fiskar í
kúgildi, síðan 6 vættir (240 fiska)
og komið í 31/2 vætt (140 fiska)
móti kúgildi, þegar hér hefst
sagan á öðrum tug 15du aldar, og
það verðlag hélzt fram yfir miðja
15du öldina, ef ekki út öldina.
Þessi verðþróun var vitaskuld
afleiðing af markaðsverði á
skreiðarmörkuðum í Englandi og
Norður-Evrópu. Erfiðara er að
gera sér grein fyrir markaðsverði
í Englandi, en svo segja fræði-
menn (Gísli Gunnarsson) að þar
hafi gilt á 14du öld 4 vættir korns
móti skreiðarvætt.
En markaðssveiflur hafa ekki
allar komið fram í verðlagi
skreiðar reiknað í kúgildinu hér-
lendis. Sjálfsagt mörg sveiflan
alveg farið fram hjá okkur.
Bæði korn-ogskreiðarmarkað-
urinn var bundinn miklum sveifl-
um. Þjóðirnar lágu í styrjöldum
og allskyns pólitískum hagsmuna-
átökum, og sókn í fisk var sveiflu-
kennd t.d. á íslandsmið, fjöldi
skipa annað árið, en sárafátt hitt
árið, og markaðssvæði lokuðust
og opnuðust eftir því sem stóð í
ból kónga og verzlunarsambanda
þessara umbrotaára í norðan-
verðri Evrópu.
í Sailing trawlers er þrívegis
getið skreiðarverðs á 16du öld-
inni, og þá í peningum.
Árið 1538 er skreiðarverð sagt
vera 100 skreiðarþorskar á 34s.
8d. eða lestarverð (1200 fiska)
£20. 4s. Árið 1580 var lestarverð
á skreið hinsvegar ekki nema
£12, en árið 1600 var skreiðar-
lestin aftur komin í £20.
Þá er og einu sinni í Sailing
trawlers getið verðs á löngu, og
freistast maður til að halda það
misritað, það er sagt vera 90s.
hundraðið 1538, eða meira en
2Vi sinnum hærra en hundrað af
þorski sama ár.
Ef um 1 .fl. skreið var að ræða,
18 tommu fisk, þá átti skreiðar-
þorskur að leggja sig á eitt kíló og
þau 25 kg sem jamesverjar
keyptu þá að vera eins og 25
skreiðarþorskar, og þetta verð á
skreiðarþorskum £1. 6s. 6d.,
svarar þá hvorki meira né minna
en til £63. 12s. verðs á skreiðar-
lest, og væri þá meira en þrefalt
hærra en ofannefnt gangverð á
16du öldinni þegar það var hæst
samkvæmt ofansögðu £20 lestin.
Þetta getur sem sé ekki hafa verið
skreið, jafnvel þótt þeir hefðu
keypt hann á markaði í London,
en sumt af varningi þeirra var
keypt frá London.
Víkur þá sögunni aftur að kosti
þeirraJamesverja, ogþáostinum.
Það voru ekki neinar smáræðis-
birgðir, sem þeir tóku með sér af
osti, enda geymdist hann vel.
Hérlendis áttu stórbændur og
biskupsstólarnir oft fullar
skemmur af osti. Þeir af James
hafa tekið með sér í „hina löngu
sjóferð", eins og íslandsferð var
kölluð: „wey and haulfofcheys,"
og það hlýtur að merkja 2/2 tonn
af osti. Þá er komið að þeim
birgðunum, sem ætlaðar voru
bæði til að létta skipshöfninni
lífið, og eins íslenzkum höfðingj-
um.
Þeir tóku með sér 44 „butts" af
bjór, en það er hvorki meira né
minna en 24948 lítrar. Þótt á
reikningnum séu kaupin tilgreind
í „butt," sem var á/na, sem tók
568 lítra, þá hafa þeir eflaust skipt
þessu í tunnur (barrels) og kvartel
(bushels) í flutningi og sölu.
Hannes Pálsson, hirðstjóri
1423-25 lét mikið af bjórdrykkju
og víndrykkju íslenzkra höfð-
ingja, segir þá drekka frá sér alla
döngun og löngun til að berjast
við Englendinga fyrir sinn danska
kóng.
Því dugleysi hefur ekki aðeins
valdið víndrykkjan. íslendingar
vildu ensku kaupskipin hingað,
það var allt annað líf fyrir þjóð-
ina, að eiga kost á þessari
verzlun, hjá hinu aðeigaalla sína
verzlun undir Norðmönnum og
Dönum.
Ekki var bjórinn dýr í innkaup-
um, 3 pottar á 1 pence. Þeir
gleymdu heldur ekki að taka með
víndropa fyrir íslendinga að væta
með kverkarnar. Vínið keyptu
þeir í enn stærri ámum en
bjórinn, eða „tuns" en þær ámur
tóku 252 gallow eða 1134 lítra og
32 -ÆGIR