Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1987, Page 24

Ægir - 01.11.1987, Page 24
640 ÆGIR 11/87 en niestu munaði þó um karfa- miðin, sem fundust við Nýfundna- land sumarið og haustið 1958. Það sem eftir lifði af því ári veiddu íslenskir togarar um 80 þús. tonn af karfa á þessum nýju miðum og miðað við verð á karfa nam útflutningsverðmæti aflans um 255 milljónum króna, en þetta ár var veitt til karfaleitar 830 þús. krónum eða 0.3% af þeirri upphæð. Verðmæti aflans var jafnt allri þeirri upphæð, sem varið vartil hafrannsókna, síldar- leitar, leitar að nýjum fiskimið- um, þróunará nýjum síldveiðiað- ferðum, leitar að humri og rækju og veiðitilrauna á árunum 1956- 1967. Fylgst var með ástandi annarra helstu nytjastofna svo sem þorsks, ýsu, ufsa, steinbíts, grá- lúðu, skarkola, rækju, humars og hörpudisks auk helstu tegunda í hvalveiðunum. Árið 1975 birti stofnunin skýrslu um ástand fiskstofna á íslandsmiðum og vegna þess að ýmsum þótti dregin upp nokkuð dökk mynd af ástandinu, hlaut hún í fjölmiðlum nafnið Svarta skýrslan. Varð þetta upphafið að miklum umræðum um stjórnun fiskveiða og hagkvæmasta nýt- ingu nytjastofna og er nú svo komið að allar veiðar eru háðar takmörkunum og leyfum og leggur stofnunin á hverju ári fram tillögur um æskilegan hámarks- afla af hverri tegund. Þorskrannsóknirnar á sjötta og sjöunda áratugnum sýndu greini- lega að hin stóraukna sókn á íslandsmiðum hjó meir og meir í hrygningarstofninn. Á árunum 1945-49 hrygndi hver þorskur t.d. 2.5 sinnum að meðaltali á ævinni, en einungis 1.3 sinnum á árunum 1970-74 og einnig beindist sóknin í æ ríkari mæli í smáfiskinn. Hin Iíffræðilegu gögn um ástand þorskstofnsins voru því veigamikil rök í allri umræðu um stækkun fiskveiðilögsögunnar á árunum 1952-75. Meðan íslendingar réðu ekki á eigin miðum var reynt að stækka möskva í botnvörpu til þess að létta á sókninni í smáfiskinn. byrjun sjöunda áratugar voru þy' gerðar víðtækar rannsóknir her við land varðandi áhrif mismun- andi möskvastæðar í botnvörpu og dragnót og fékkst við það talsverð friðun á smáfiski. Uppúr miðjum sjöunda áratug hófust kerfisbundnar rannsóknir á veiðarfærum; má þar nefna sem dæmi hönnun veiðarfæra, slit- þolsprófanir, aðferðir til að hindra seiðadráp í rækjuvörpum, athuganir á afdrifum fisks er sleppur gegnum möskva, sökk- hraða nóta o.s.frv. Samfara hinni stórauknu loðnuveiði í lok sjöunda ára- tugarins hófust kert'isbundnar rannsóknir á loðnustofninum og loðnuleit til aðstoðar við flotann og var þar m.a. byggt á hinm miklu reynslu er fengist hafði við síldarleitina. Loðnukvótinn var síðan ákveðinn í samræmi vi niðurstöður þessara rannsókna.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.