Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1987, Blaðsíða 24

Ægir - 01.11.1987, Blaðsíða 24
640 ÆGIR 11/87 en niestu munaði þó um karfa- miðin, sem fundust við Nýfundna- land sumarið og haustið 1958. Það sem eftir lifði af því ári veiddu íslenskir togarar um 80 þús. tonn af karfa á þessum nýju miðum og miðað við verð á karfa nam útflutningsverðmæti aflans um 255 milljónum króna, en þetta ár var veitt til karfaleitar 830 þús. krónum eða 0.3% af þeirri upphæð. Verðmæti aflans var jafnt allri þeirri upphæð, sem varið vartil hafrannsókna, síldar- leitar, leitar að nýjum fiskimið- um, þróunará nýjum síldveiðiað- ferðum, leitar að humri og rækju og veiðitilrauna á árunum 1956- 1967. Fylgst var með ástandi annarra helstu nytjastofna svo sem þorsks, ýsu, ufsa, steinbíts, grá- lúðu, skarkola, rækju, humars og hörpudisks auk helstu tegunda í hvalveiðunum. Árið 1975 birti stofnunin skýrslu um ástand fiskstofna á íslandsmiðum og vegna þess að ýmsum þótti dregin upp nokkuð dökk mynd af ástandinu, hlaut hún í fjölmiðlum nafnið Svarta skýrslan. Varð þetta upphafið að miklum umræðum um stjórnun fiskveiða og hagkvæmasta nýt- ingu nytjastofna og er nú svo komið að allar veiðar eru háðar takmörkunum og leyfum og leggur stofnunin á hverju ári fram tillögur um æskilegan hámarks- afla af hverri tegund. Þorskrannsóknirnar á sjötta og sjöunda áratugnum sýndu greini- lega að hin stóraukna sókn á íslandsmiðum hjó meir og meir í hrygningarstofninn. Á árunum 1945-49 hrygndi hver þorskur t.d. 2.5 sinnum að meðaltali á ævinni, en einungis 1.3 sinnum á árunum 1970-74 og einnig beindist sóknin í æ ríkari mæli í smáfiskinn. Hin Iíffræðilegu gögn um ástand þorskstofnsins voru því veigamikil rök í allri umræðu um stækkun fiskveiðilögsögunnar á árunum 1952-75. Meðan íslendingar réðu ekki á eigin miðum var reynt að stækka möskva í botnvörpu til þess að létta á sókninni í smáfiskinn. byrjun sjöunda áratugar voru þy' gerðar víðtækar rannsóknir her við land varðandi áhrif mismun- andi möskvastæðar í botnvörpu og dragnót og fékkst við það talsverð friðun á smáfiski. Uppúr miðjum sjöunda áratug hófust kerfisbundnar rannsóknir á veiðarfærum; má þar nefna sem dæmi hönnun veiðarfæra, slit- þolsprófanir, aðferðir til að hindra seiðadráp í rækjuvörpum, athuganir á afdrifum fisks er sleppur gegnum möskva, sökk- hraða nóta o.s.frv. Samfara hinni stórauknu loðnuveiði í lok sjöunda ára- tugarins hófust kert'isbundnar rannsóknir á loðnustofninum og loðnuleit til aðstoðar við flotann og var þar m.a. byggt á hinm miklu reynslu er fengist hafði við síldarleitina. Loðnukvótinn var síðan ákveðinn í samræmi vi niðurstöður þessara rannsókna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.