Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1987, Side 26

Ægir - 01.11.1987, Side 26
642 ÆGIR 11/87 Sigurður Tómas Garðarsson: Fiskmarkaðir Það var á fiskmarkaðinum í Hafnarfirði, sem ritstjóri Ægis kom að máli við mig um ritun þessa greinarstúfs. Ég hef sjálf- dæmi um efnið og þykir viðeig- andi að láta gamminn geisa í hug- leiðingum um fiskmarkaði. Frumkvæðið um fiskmarkaði á íslandi má segja að hafi komið frá Hafnfirðingum. Af einurð og framsýni tóku útvegsmannafélag- ið, hafnarstjórn og bæjarstjórn Hafnarfjarðar af skarið í sam- stilltu átaki og ýttu af stað einni mestu breytingu sem orðið hefur í verslun með sjávarfang hér inn- anlands í áratugi. Viðerum ímiðjum klíðum þess aðlögunartíma sem eðlilega fylgir breyttu formi innlendra fiskvið- skipta og sjáum nýjar hliðar þess á hverjum degi. Skiptar skoðanir eru um ágæti fiskmarkaðanna. Ég verð að viðurkenna hlutdrægni mína í þessu efni og mun því lítt halda á lofti rökum þess hóps er tínir til hin neikvæðu áhrif, en leggja meiri áherslu á jákvæðu atriðin, þó að þau séu ekki þrauta- laus í mörgum atriðum hefur verð þess fisks sem seldur hefur verið á íslensku fiskmörkuðunum verið samhengislaust í munstri milli þeirra fjögurra þátta sem mestu skipta þ.e. framboðs, eftirspurn- ar, gæða og stærðar. Á þessu bar meira í upphafi, en nú síðustu vikur hafa menn talið sig sjá breytingu á, þó ekki sé hún ein- hlít. Kerfi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins sem við erum vön, tekur auðvitað tillit til gæða og stærðar fisktegunda, en gefur af aug- Ijósum ástæðum ekki möguleika til verðlagningareftirframboði og eftirspurn, sem segja má að séu þriðji og fjórði fóturinn undir þeim stól er efnahagslegt jafn- vægi sjávarútvegsins situr á og eru ekki síður en stærð og gæði fiskfangs veigamiklir þættir. í þessum efnum bera menn þróun- ina auðvitað saman við vitneskju sína á erlendum uppboðsmörk- uðum, þar sem stærð, gæði og framboð/eftirspurn fisktegunda eru jafn rétthá atriði og órjúfan- leg, þannig að ef einn þáttinn vantar þá veltur stóllinn um koll. Við verðum því að gera ráð fyrir að þróunin hérfari í sömu átt, og að verðmunstrið fari í svipaðan farveg, þar sem framboð og eftir- spurn bætist inn í íslenska fisk- verðið. Fiskverð á suðvesturhorni landsins hefur hækkað umtals- vert eftir að fiskmarkaðir tóku að starfa. Sumar fisktegundir hafa hækkað um og yfir 100% á meðan aðrar hafa hækkað mun minna. Partur af þessari hækkun er vegna verðlagshækkunar í landinu, en stærstur hlutinn er vegna tilkomu fiskmarkaðanna. Það má lengi deila um réttmæti þessara hækkana og vissulega er hægt að fallast á að verðið se orðið allt of hátt fyrir hefðbundna fiskvinnslu. Þó þarf það ekki að vera. Það ræðst af verðlaginu ' framtíðinni þ.e. hvort frambo eykst og verð lækkar í kjölfarið- En í stöðugri vinnslu með breyti- legu verði er von til þess að rneð- alverðið verði viðunandi. Ótv'- ræð hagræðing er af hráefnis- kaupum fiskvinnslufyrirtækja 3 uppboðsmarkaði. Af þeirri ástæðu getur vinnslan greitt hærra fjsk' verð en ef keyptur er afli í skipt>- förmum eins og tíðkast hefur hingað til og gert er að stærsturn hluta í landinu. Nýlega samþyk aðalfundar LÍÚ, um að Verö- lagsráð taki aftur upp ákvarðana- töku um lágmarks fiskverð er þvl 1 hrópandi mótsögn við hagsmum útgerðarinnar og kemur eins og skrattinn úr sauðaleggnum. fessi samþykkt mun tefja fyrir þe|n1 afkomubata til beggja að' a' útgerðar og fiskvinnslu, sem fylgir fjölgun fiskmarkaða í lanc^ inu og auknu fiskmagni, sem se er hjá þeim. Sjómenn og útgerðir þeirra skipa sem á síðustu mánuðum hafa landað afla sínum á tis' markaðina eru að vonum )a kvæðir gagnvart þessari þróum Þeir hafa sérstaklega notið þejS hve lítill hluti af lönduðum atia kemur enn inn á uppboðsmar - aðina. Afkoma þeirra hefurven góð þrátt fyrir misjöfn aflabrög

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.