Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1987, Blaðsíða 26

Ægir - 01.11.1987, Blaðsíða 26
642 ÆGIR 11/87 Sigurður Tómas Garðarsson: Fiskmarkaðir Það var á fiskmarkaðinum í Hafnarfirði, sem ritstjóri Ægis kom að máli við mig um ritun þessa greinarstúfs. Ég hef sjálf- dæmi um efnið og þykir viðeig- andi að láta gamminn geisa í hug- leiðingum um fiskmarkaði. Frumkvæðið um fiskmarkaði á íslandi má segja að hafi komið frá Hafnfirðingum. Af einurð og framsýni tóku útvegsmannafélag- ið, hafnarstjórn og bæjarstjórn Hafnarfjarðar af skarið í sam- stilltu átaki og ýttu af stað einni mestu breytingu sem orðið hefur í verslun með sjávarfang hér inn- anlands í áratugi. Viðerum ímiðjum klíðum þess aðlögunartíma sem eðlilega fylgir breyttu formi innlendra fiskvið- skipta og sjáum nýjar hliðar þess á hverjum degi. Skiptar skoðanir eru um ágæti fiskmarkaðanna. Ég verð að viðurkenna hlutdrægni mína í þessu efni og mun því lítt halda á lofti rökum þess hóps er tínir til hin neikvæðu áhrif, en leggja meiri áherslu á jákvæðu atriðin, þó að þau séu ekki þrauta- laus í mörgum atriðum hefur verð þess fisks sem seldur hefur verið á íslensku fiskmörkuðunum verið samhengislaust í munstri milli þeirra fjögurra þátta sem mestu skipta þ.e. framboðs, eftirspurn- ar, gæða og stærðar. Á þessu bar meira í upphafi, en nú síðustu vikur hafa menn talið sig sjá breytingu á, þó ekki sé hún ein- hlít. Kerfi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins sem við erum vön, tekur auðvitað tillit til gæða og stærðar fisktegunda, en gefur af aug- Ijósum ástæðum ekki möguleika til verðlagningareftirframboði og eftirspurn, sem segja má að séu þriðji og fjórði fóturinn undir þeim stól er efnahagslegt jafn- vægi sjávarútvegsins situr á og eru ekki síður en stærð og gæði fiskfangs veigamiklir þættir. í þessum efnum bera menn þróun- ina auðvitað saman við vitneskju sína á erlendum uppboðsmörk- uðum, þar sem stærð, gæði og framboð/eftirspurn fisktegunda eru jafn rétthá atriði og órjúfan- leg, þannig að ef einn þáttinn vantar þá veltur stóllinn um koll. Við verðum því að gera ráð fyrir að þróunin hérfari í sömu átt, og að verðmunstrið fari í svipaðan farveg, þar sem framboð og eftir- spurn bætist inn í íslenska fisk- verðið. Fiskverð á suðvesturhorni landsins hefur hækkað umtals- vert eftir að fiskmarkaðir tóku að starfa. Sumar fisktegundir hafa hækkað um og yfir 100% á meðan aðrar hafa hækkað mun minna. Partur af þessari hækkun er vegna verðlagshækkunar í landinu, en stærstur hlutinn er vegna tilkomu fiskmarkaðanna. Það má lengi deila um réttmæti þessara hækkana og vissulega er hægt að fallast á að verðið se orðið allt of hátt fyrir hefðbundna fiskvinnslu. Þó þarf það ekki að vera. Það ræðst af verðlaginu ' framtíðinni þ.e. hvort frambo eykst og verð lækkar í kjölfarið- En í stöðugri vinnslu með breyti- legu verði er von til þess að rneð- alverðið verði viðunandi. Ótv'- ræð hagræðing er af hráefnis- kaupum fiskvinnslufyrirtækja 3 uppboðsmarkaði. Af þeirri ástæðu getur vinnslan greitt hærra fjsk' verð en ef keyptur er afli í skipt>- förmum eins og tíðkast hefur hingað til og gert er að stærsturn hluta í landinu. Nýlega samþyk aðalfundar LÍÚ, um að Verö- lagsráð taki aftur upp ákvarðana- töku um lágmarks fiskverð er þvl 1 hrópandi mótsögn við hagsmum útgerðarinnar og kemur eins og skrattinn úr sauðaleggnum. fessi samþykkt mun tefja fyrir þe|n1 afkomubata til beggja að' a' útgerðar og fiskvinnslu, sem fylgir fjölgun fiskmarkaða í lanc^ inu og auknu fiskmagni, sem se er hjá þeim. Sjómenn og útgerðir þeirra skipa sem á síðustu mánuðum hafa landað afla sínum á tis' markaðina eru að vonum )a kvæðir gagnvart þessari þróum Þeir hafa sérstaklega notið þejS hve lítill hluti af lönduðum atia kemur enn inn á uppboðsmar - aðina. Afkoma þeirra hefurven góð þrátt fyrir misjöfn aflabrög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.