Ægir - 01.03.1989, Side 11
3/89
ÆGIR
119
kiptir útflutningurinn þannig i
Vlðskiptalöndum:
Miölútflutningur
Bretland
Pólland
Alsfr
Finnland
Frakkland
Sv'þjó5
Ftanmörk
FJngverjaland
;-Þýskaland
[ekkóslóvakía
^'Þýskaland
Sviss
P°rtúga|
Holland
-'-Kórea
Kína
F*reyjar
lapan
Taiwan
KHgeria
-lHúpnesía
Bamtals
1988 (1987 ísviga):
40.452
37.562
23.098
18.505
14.108
9.704
7.824
7.696
5.474
2.632
1.810
1.549
1.000
516
341
54
41
40
18
(37.054)
(31.737)
(31.160)
(16.924)
(21.888)
(7.666)
(3.478)
(96)
(2.084)
(5.160)
(1.869)
(20)
(72)
(200)
(18)
172.424 (159.426)
P’
lns og fram kemur í þessum
útflutningstölum hafa tvö aðal-
markaðslönd fiskmjöls, Bretland
og Pólland, styrkst á árinu. Að
auki jóskt útflutningur til Tékkó-
slóvakíu. Ungverjaland kemur inn
sem stór kaupandi. Athygli vekur
hið mikla magn sem flutt var út til
Alsír. Þetta er nýr markaður fyrir
íslendinga en óvíst er með áfram-
haldandi útflutning þangað. Út-
flutningur til Svíþjóðar og Finn-
lands dróst verulega saman. Hefur
mjölútflutningur til Svíþjóðar
dregist saman um 65% frá árinu
1986. Er aðallega um að kenna
öflugum áróðri gegn notkun
fiskmjöls, sem sænskir bændur
hafa e.t.v. notað í óhófi vegna
hagstæðst verðs samanborið við
annað mjöl.
Framleiðsla fiskmjöls í heim-
inum jókst lítið á árinu. Er hún
talin hafa verið nálægt 6,3 milljón
tonn. Eftirspurn var hins vegar
mun meiri. Af þessu leiddi að sú
verðþróun sem hófst í upphafi árs
1987 með því að verð á fiskmjöli
fóru að þokast upp, hélst fram á
mitt árið 1988, en þá fór verð
lækkandi aftur. íslenskir loðnu-
mjölsframleiðendur fylgdu þessari
verðþróun mjög vel. Fyrirfram-
sölur verksmiðjanna voru að
mestu gerðar, þegar verð var
hækkandi. Þegar það mjöl var
síðan afgreitt í lok ársins eftir að
vertíðin var komin á fullt skrið,
fellur verð íslenska mjölsins ekki
með heimsmarkaðsverðinu. Þessi
verðþróun sést vel á línuritinu sem
sýnir verðþróun á S-Ameríkumjöli
á Hamborgarmarkaði árin 1987
og 1988 umreiknuðu í 70 próteina
mjöl, samanborið við verð á
íslensku loðnumjöli afgreiddu árið
1988.
Höfundur er formaður Sambands
fiskmjölsframleiöenda.