Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1989, Blaðsíða 32

Ægir - 01.03.1989, Blaðsíða 32
140 ÆGIR 3/89 Sjávarútvegur Taiwan liggur suðaustur af meginlandi Kína og samanstendur af Taiwan-eyju og áttatíu og þremur öðrum misstórum eyjum. Eftir síðari heimstyrjöld var efnahagur þjóðarinnar nánast í rúst en í dag er Taiwan eitt af iðnaðarundrum heims og komið í hóp helstu fiskveiðiþjóða. Útgerð og aflabrögð Fiskveiðar voru í mikilli lægð á Taiwan eftir stríð, en um 1950 hófst samstarf við Bandaríkin um stækkun og þróun fiskskipaflotans og vinnslunnar í landi. Arið 1961 var fiskveiðiflotinn kominn upp í rúm 5.800 mótorskip samtals 83.600 brúttólestir. Heildaraflinn það árið var 312 þús. tonn sem var fjórum sinnum meira en veiddist árið 1950. í dag eru um 14 þús. fiskiskip af ýmsum stærðum og gerðum á Taiwan samtals um 530 þús. brúttólestir. Heildarafl- inn var kominn upp í rúm milljón tonn árið 1985 og hefur enn aukist. Þetta er um ellefu sinnum meira en 1950. Taiwönsk fiskiskip sækja mikið á mið fjarri heimaslóðum og veiða út um allt Kyrrahaf, á Atlants- hafi, Indlandshafi og jafnframt við Suðurskautsland- ið. Um sjöhundruð fiskiskip veiða á fjarlægum miðum og hafa Taiwanar komið sér upp meira en sextíu þjónustu- og vinnslustöðvum í löndum nærri hinum fjarlægari miðum. Djúpsjávarveiðar eru orðnar stór hluti af heildarveiðum Taiwána eða um 42 prósent. Árið 1945 veiddust á djúpsjávarmiðum einungis 83 tonn sem var um 0.5 prósent af heildar- veiðum. Árið 1965 voru þær komnar upp í 136 þús. tonn eða um 35.6 prósent. í árslok 1987 voru djúp- sjávarveiðarnar komnar í tæp 443 þús. tonn eða um 42 prósent eins og áður sagði. Hlutur djúpsjávarveiða í heildarveiðum helstu fiskveiðiþjóða er mismunandi eins og sjá má. Hjá Sovétmönnum er hann um 40 prósent, japönum 18 prósent og Suður-Kóreu- mönnum 24 prósent. Einnig hefur orðið mikil aukn- ing á veiðum á grunnslóð við Taiwan. Framleiðsla Um 211.000 manns vinna við sjávarútveg í Tai- wan. Mikið er unnið í landi við verkun og fullvinnslu Rækja og túnfiskur eru helstu útflutnings- afurðir í sjávarútvegi Taiwana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.