Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1989, Page 32

Ægir - 01.03.1989, Page 32
140 ÆGIR 3/89 Sjávarútvegur Taiwan liggur suðaustur af meginlandi Kína og samanstendur af Taiwan-eyju og áttatíu og þremur öðrum misstórum eyjum. Eftir síðari heimstyrjöld var efnahagur þjóðarinnar nánast í rúst en í dag er Taiwan eitt af iðnaðarundrum heims og komið í hóp helstu fiskveiðiþjóða. Útgerð og aflabrögð Fiskveiðar voru í mikilli lægð á Taiwan eftir stríð, en um 1950 hófst samstarf við Bandaríkin um stækkun og þróun fiskskipaflotans og vinnslunnar í landi. Arið 1961 var fiskveiðiflotinn kominn upp í rúm 5.800 mótorskip samtals 83.600 brúttólestir. Heildaraflinn það árið var 312 þús. tonn sem var fjórum sinnum meira en veiddist árið 1950. í dag eru um 14 þús. fiskiskip af ýmsum stærðum og gerðum á Taiwan samtals um 530 þús. brúttólestir. Heildarafl- inn var kominn upp í rúm milljón tonn árið 1985 og hefur enn aukist. Þetta er um ellefu sinnum meira en 1950. Taiwönsk fiskiskip sækja mikið á mið fjarri heimaslóðum og veiða út um allt Kyrrahaf, á Atlants- hafi, Indlandshafi og jafnframt við Suðurskautsland- ið. Um sjöhundruð fiskiskip veiða á fjarlægum miðum og hafa Taiwanar komið sér upp meira en sextíu þjónustu- og vinnslustöðvum í löndum nærri hinum fjarlægari miðum. Djúpsjávarveiðar eru orðnar stór hluti af heildarveiðum Taiwána eða um 42 prósent. Árið 1945 veiddust á djúpsjávarmiðum einungis 83 tonn sem var um 0.5 prósent af heildar- veiðum. Árið 1965 voru þær komnar upp í 136 þús. tonn eða um 35.6 prósent. í árslok 1987 voru djúp- sjávarveiðarnar komnar í tæp 443 þús. tonn eða um 42 prósent eins og áður sagði. Hlutur djúpsjávarveiða í heildarveiðum helstu fiskveiðiþjóða er mismunandi eins og sjá má. Hjá Sovétmönnum er hann um 40 prósent, japönum 18 prósent og Suður-Kóreu- mönnum 24 prósent. Einnig hefur orðið mikil aukn- ing á veiðum á grunnslóð við Taiwan. Framleiðsla Um 211.000 manns vinna við sjávarútveg í Tai- wan. Mikið er unnið í landi við verkun og fullvinnslu Rækja og túnfiskur eru helstu útflutnings- afurðir í sjávarútvegi Taiwana.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.