Ægir - 01.03.1989, Síða 16
124
ÆGIR
3/89
sín og afkomu á saltfiskverkun
mundu finna óþyrmilega fyrir
þeirri þróun. - Enginn trúir að sú
verði reyndin.
EINANGRUÐ FISKKER
Lokaorb
Nýlokið er miklu saltfiskári. Fram-
leiðsla og útflutningur var lítið eitt
minni en metárið 1987. Saltfisk-
framleiðendur lögðu hart að sér á
árinu, þótt afraksturinn sem í
budduna kom hafi ekki verið til að
hrópa húrra fyrir. En á meðan
ráðamenn þjóðarinnar leita leiða
til þess að leysa aðsteðjandi
vandamál íformi verðbólgu, tolla,
óraunhæfs gengis o.fl. verður
áfram dreginn fiskur úr sjó og
áfram verður fiskur saltaður, því
að ekki er annað séð en að á
næstu árum verði söltunin áfram
einn af hornsteinum sjávarútvegs-
ins, ef sjónarmið um hámörkun
hagnaðar og velmegunar í landinu
fá að ráða. Saltfiskframleiðendur
sjálfir mega ekki heldur láta stund-
arerfiðleika valda því að menn
missi sjónar á tilgangi og styrk
samtaka sinna. í hinni hörðu sam-
keppni sem nú ríkir mun það m.a.
ráða úrslitum fyrir vöxt og viðgang
saltfiskiðnaðarins að langtíma
sjónarmið fái að ráða í fram-
leiðslu- og sölumálum.
Sölusamband ísl. fiskframleiðenda,
Bjarni Sívertsen.
Fiskker 350
Þetta nýjasta ker hentar
vel í trillur, smábáta og
vinnsluna. Það ermeð út-
búnað fyrir handlyftara
og veltibúnað.
Fiskker 660
Alhliða ker fyrir:
•gámaflutninga
• línu- og netabáta
• togara
•saltfiskvinnslu
•aðra vinnslu í landi
Blóðvatnsvandamálið
hefur verið leyst.
Fiskker 1.000
Stærstu kerin á markaðn-
um og burðarmeiri en
fiskker 660.
Þau henta vel við salt-
fiskvinnslu, síld og fleira.
BovQarptail hft.
SEFGARÐAR 3, 170 SELTJARNARNES, SÍMI 612211