Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1989, Page 36

Ægir - 01.03.1989, Page 36
144 ÆGIR 3/89 Björn Jóhannesson: Enn um úthafsveidar á laxi /. Inngangsorð thafsveiðar á laxi eru stundaðar af tveim þjóðum við norðanvert Atlantshaf: Færeyingum innan 200 mílna lög- sögu og Grænlendingum á 40 mílna hafssvæði frá ströndinni. Þessi lönd semja um vissan árlegan kvóta við laxalöndin, þ.e. þau ríki sem framleiða sjógöngu- seiði, annaðhvort í sínum laxám eða í seiðaeldisstöðvum. Sjógöngu- seiði hafa ekki verið framleidd af náttúrunni né í eldisstöðvum í Færeyjum eða á Grænlandi. A s.l. sjö árum hef ég birt nokkrar greinar í innlendum og erlendum tímaritum og dag- blöðum um skaðleg áhrif úthafs- veiða á heimaveiðar laxalandanna (í N-Ameríku: Kanada; í Evrópu: Noregi, vesturströnd Svíþjóðar, Skotlandi, Bretlandi, írlandi og ís- landi). í þessum umfjöllunum hef ég lagt áherslu á tvö megin atriði: 1) í fyrsta lagi, að það er fræði- lega með öllu útilokað að meta framlag einstakra laxalanda til úthafsveiðanna, eða að meta hvert tjón einstök heimalönd laxins þola vegna úthafsveiðanna. Ástæð- ^..nokkrar og auðsæjar, og mun ég ekki tíunda þær hér. En þrátt fyrir þennan óyfirstíganlega annmarka leggja hérlendir „laxa- sérfræðingar" umtalsverða vinnu í að merkja misjafnlega gæðarýr sjógönguseiði í því skyni að afla tölulegra upplýsinga um áhrif úthafsveiða á laxagengd að ís- landi. Slík viðleitni er þó vitaskuld unnin fyrir gýg og má auðkennast sem dæmigerð Kleppsvinna. En laxa-áhugamenn og pólitíkusar kippast við og lýsa áhyggjum, þegar íslensk laxamerki finnast í úthafsfiskum Færeyinga eða Grænlendinga. Slíkt er þó naum- ast undrunarefni, því að bersýni- lega leggur ísland margar þús- undir laxa á ári til þessara veiða, þó að ótækt sé að afla áreiðan- legra tölulegra upplýsinga um þetta framlag. 2) í öðru lagi - og það er megin efni þessarar greinar - hef ég greint frá reikniaðferð til að áætla, á grundvelli aflaskýrslna og til- tækra rannsóknaniðurstaðna, hver heildaráhrif úthafsveiðanna eru, annarsvegar á laxveiðar Kanah*1 og hinsvegar á samanlagðar veiðar Evrópulandanna. Ég sé nu, að fyrsta framsetning á formúl1' minni mun hafa verið óþarfleg3 flókin og óárennileg fyrir þá sen1 skortir hæfni til að skilja töluleg3 útreikninga. Þó var framsetning formúlunnar ítarleg og rökrétt. En nú tel ég að mér hafi tekist að ein* falda dæmið, þannig að það set*1 að vera skiljanlegt þeim sem ha*‘ til að bera miðlungs dómgreie eða þar fyrir ofan. Því tel e® ómaksins vert að greina enn einu sinni frá matsaðferð minni.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.