Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1989, Síða 50

Ægir - 01.03.1989, Síða 50
158 ÆGIR Séð fram eftir togþilfari. Ljósmyndir með grein: Tæknideild/ IS. megin, þá vinnslusalur með fiskmóttöku aftast. Til hliðar við fiskmóttöku er vélarreisn s.b.-megin og vél- arreisn og ketilrými b.b.-megin. Aftast á neðra þilfari er stýrisvélarrými fyrir miðju, verkstæði s.b.-megin og hjálparvélarrými b.b.-megin. Á efra þilfari eru þilfarshús, að mestu samfelld meðfram báðum síðum, og togþiIfarið þar á milli með lokuðum gangi framantil. í s.b.-þiIfarshúsi eru íbúðir framantil, þá stigahús (stakkageymsla) sem veitir aðgang að vinnuþilfari, og þar aftan við dælu- rými, og aftantil á þilfari er skorsteins- og stigahús. í b.b.-þilfarshúsi er fremst geymsla og stigagangur, sem tengir saman þvottaaðstöðu á neðra þilfari og íbúðarými á bakkaþilfari, en þar fyrir aftan ísvéla- klefi, veiðarfærageymsla, dælurými og aftantil á þil- fari skorsteins- og stigahús. Vörpurenna kemur í fram- haldi af skutrennu og greinist hún í fjórar bobbinga- rennur, sem liggja í gangi fram að stefni, þannig að unnt er að hafa tvær vörpur undirslegnar og tilbúnar til veiða. Yfir afturbrún skutrennu er toggálgi, en yfir frambrún skutrennu er pokamastur (bipodmastur), sem gengur niður í skorsteins- og stigahúsin. BakkaþiIfar er heilt frá stefni aftur að skipsmiðju, en þar greinist það í tvennt og liggur meðfram báðum síðum aftur að pokamastri. Á bakkaþiIfari er lokuð yfirbygging frá stefni aftur að skipsmiðju. Fremst í henni er geymsla en íbúðir þar fyrir aftan. Aftast á brúarþiIfari er brú skipsins sem hvílir á reisn. Fremst í reisn er andveltigeymir. Á brúarþaki er ratsjár- og Ijósamastur. Vélabúnadur: Aðalvél skipsins er MAK, sex strokka fjórgengisvél með forþjöppu og eftirkælingu, sem tengist gegnum kúplingu niðurfærslu- og skiptiskrúfubúnaði frá Ulstein. í skipinu er búnaður til brennslu á svartolíu með seigju allt að 200 sec R1. 3/»9 Tæknilegar upplýsingar (aðalvél með skrúfubúnaði): Gerð vélar 6M453C Afköst 1840 KWvið 600 sn/mín Gerð niðurfærslugírs 1500 AGSC-KP2S Niðurgírun ....... 4.59:1 Gerð skrúíubúnaðar 85/4 Efni í skrúfu NiAI-brons Blaðafjöldi 4 Þvermál 3500 mm Snúningshraði 131sn/mín Skrúfuhringur ........ Ulstein Á niðurfærslugír er tveggja hraða aflúttak, sef snýst 1500 sn/mín við hvort sem er 600 eða 540 sn/n11'1 á vél. Við aflúttakið tengist 960 KW (1200 3 x 380 V, 50 Hz riðstraumsrafall frá Stamford a gerð MSC 734-C. í skipinu er ein hjálparvél frá Scania af gerð DSI

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.