Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1990, Síða 11

Ægir - 01.01.1990, Síða 11
1/90 ÆGIR 3 Síberíu úr flugvélum, einkum til að athuga siglingaleiðir, færar ísbrjótum. í Eystrasalti fylgjast Svíar og Finnar með hafísnum, en bjóðir þessar og einkum hinir síðarnefndu hafa löngum stundað vetrarsiglingar af lagni og þekk- ingu. Finnar eru miklir sérfræð- ingar í smíði hafísbrjóta og smíða jafnvel fyrir Rússa. Landhelgisgæsla íslands hefur einungis yfir að ráða einni flugvél, sem unnt er að fljúga langar leiðir á ísaslóðir. Hún er er stór og rúmgóð. Ekki er hún búin sér- stökum tækjum til hafískönnunar, en vanefni í þeim efnum vinnast upp með áhuga og vandvirkni Landhelgismanna, skipherra og áhafnar. Þeir leggja sig í líma við að gaumgæfa eins vel og aðstæður leyfa, hvar hafísjaðar er eða stakir jakar á siglingaleiðum. Oft er skyggni slæmt og könnun einungis möguleg í lágflugi. Landhelgismenn skrá hjá sér jafnóðum á fluginu allt markvert um hafísinn, t.d. þéttleika haf- issins á tilteknum svæðum, b-e.a.s. upplýsingar um hve mikið at hafsvæðinu er þakið ísi. Skip- herra sem ræður ferðinni verður að haga seglum eftir vindi, ef svo mætti segja. Könnunin er þó í stórum dráttum skipulögð fyrir t>rottför samkvæmt nýjustu upp- ýsingum og spám frá Veðurstof- unni um veður á miðum og júpum. Er þá ákveðið, hvort fara eigi í vesturátt fyrst eða beint norður. Ælþjóðleg tákn um hafís eru notuð við teikningu hafískorta. Þau voru samþykkt eftir margra ara starf nefndar, sem vann að samraemingu gildandi tákna í " a^slöndunum". Táknunum er Vst í dálitlu hefti, sem atvinnu- menn við ískönnun þurfa að kunna. En hafísinn er vissulega marg- areytilegur og kannaður misjafn- ega vel. Það er því ekki þörf á notkun allra tákna, t.d. við lýsingu á ysta hafísjaðri í Grænlands- sundi. Engu að síður þurfa íslenskir ískönnuðir Landhelgis- gæslu íslands að kunna ýmislegt fyrir sér við gerð kortanna. Skip- herrar og áhafnir öðlast margra ára reynslu við athugun á hafís og vinna meira þjóðþrifastarf en margur hyggur. Hafískönnun er tíðari, ef ís er nálægt landi eða á miðum. Alltaf er þó leitast við að láta ekki langan tíma líða milli athugana, þótt ísinn hafi ekki verið til trafala. Það eykur þekkingu manna á hafísn- um. Auk formlegrar hafískönn- unar sem hér hefur verið nefnd til- kynna Landhelgismenn til Veður- stofu, ef þeir hafa orðið varir við hafís á ferðum sínum annarra erinda. Hatis. Afsprengi lot'ts og hafs.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.