Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1990, Side 16

Ægir - 01.01.1990, Side 16
8 ÆGIR 1/90 NOAA METEOR SPOT METEOSAT LANDSAT GOESE Æ fleiri, veðurtungl fylgjast með hafís. ina og giska á hreytingu hafíss og breytingar næstu dægur. Er þá einkum notast við veður- og vinda- spár frá Evrópsku rannsóknastofn- uninni í langtímaspám og íslensku spárnar um veður næsta sólar- hring. Lokaorð Hér að ofan er stuttlega greint frá daglegri hafísþjónustu Veður- stofunnar. Hafísdeild er eins konar samnefnari þeirrar starfsemi, én starfið er unnið í náinni samvinnu við veðurspádeild Veðurstofunn- ar, en deildarstjóri hennar er Markús Á. Einarsson. Er þar á bæ einvalalið áhugasamra samstarfs- manna, sem bæði tekur við hafís- upplýsingum og gefur þær áfram. Hafísrannsóknadeild vinnur um síðir úr öllum fyrrnefndum upplýs- ingum og er hafíslýsingin gefin út í ársriti, sem nefnist „Hafís við strendur íslands". Aðalhöfundur að hinum mikilvægu skýrslum er Eiríkur Sigurðsson veðurfræðingur í hafísrannsóknadeild. Áskrift er ókeypis og eru þeir sem óska þess að fá skýrslurnar beðnir að láta skrá sig hjá hafísdeild Veðurstof- unnar. Höfundur er deildarstjóri hafísrann- sóknadeildar Veðurstofu íslands. Veðurtunglamynd af íslandi. Hafís við Grænland og skýjabreiður í grennd við landið.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.