Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1990, Síða 20

Ægir - 01.01.1990, Síða 20
12 ÆGIR 1/90 Útflutningur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeildar SÍS 1989 Ægi hafa borist fréttatilkynn- ingar frá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og Sjávarafurðadeildar SIS um útflutning þeirra á árinu 1989 og fer hér á eftir samantekt úr þeim. Sölumiðstöðin Árið 1989 reyndist þriðja mesta útflutningsár að magni til í sögu Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, sem stofnuð var 1942, en hin metárin voru '79 og '80. Heildarútflutningur SH 1989 nam 96 þúsund tonnum sem er um 20% magnaukning miöað við 1988 að verðmæti tæplega 15 milljarðar íslenskra króna, sem er 42% verðmætaaukning. Fram- leiðsla frystihúsa SH árið 1989 varð liðlega 92 þúsund tonn á móti tæpum 92 þúsund tonnum á árinu áður. Hæst verð í Bandaríkjunum Til Bandaríkjanna, sem skila að staðaldri hæsta fiskverði fyrir framleiðsluvörur SH, jókst magnið úr tæplega 24 þúsund tonnum '88 í rúmlega 27 þúsund '89. Frystur fiskur seldist til Bandaríkjanna fyrir 4.063 milljónir króna '88, en '89 fyrir 5.885 milljónir, sem þýðir 45% verðmætaaukning. Veruleg söluaukning í V-Evrópu Veruleg söluaukning náðist í Vestur-Evrópu á s.l. ári, en magnið jókst úr 30 þúsund tonnum '88 í 36 þúsund sem er 20% aukning og verðmætaaukn- ingin úr 3.341 milljón króna í 4.766 milljónir kr. í fyrra sem er 43% aukning. Samdráttur varð á breska markaðinum þar sem veisnandi efnahagsástand hefur t.d. dregið úr kaupmætti almenn- ings og þar með sölu á fiskréttum skyndibitaveitingahúsa, auk þess sem framboð minnkaði af þorski, vegna söluaukningar í Banda- ríkjunum og Frakklandi. Þá hafði mikill útflutningur af óunnum fiski mikil áhrif, enda fer stór hluti af honum í vinnslu í beinni sam- keppni við frystar afurðir frá ís- landi. Fisksala dótturfyrirtækis SH í París jókst verulega á árinu eða fór úr tæpuni 9 þúsund tonnum '88 í tæp 14 þúsund tonna og verð- mætaaukning frá '88 varð 83%. Útflutningur S.H. 1988 og 1989 Þús. tonn I 1988 □ 1989 36,2 Milljónir króna 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 Bandaríkin V-Evrópa Asía A-Evrópa Útflutningur S.H. 1988 og 1989 5.885 1988 □ 1989 4.766 4.063 ■ 3.341 2.272 m 1 ^ 775 Bandaríkin V-Evrópa Asía A-Evrópa

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.