Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1990, Page 34

Ægir - 01.01.1990, Page 34
26 ÆGIR 1/90 LÖG OG REGLUGERÐIR REGLUGERÐ um stjórn botnfiskveiða 1990 I. KAFLI Heildarafli 1. gr. Árið 1990 skulu leyfi til botn- fiskveiða miðast við að afli úr helstu botnfisktegundum verði: 1. Þorskur 260 þús. lestir 2. Ýsa 65 þús. lestir 3. Ufsi 90 þús. lestir 4. Karfi 80 þús. lestir 5. Crálúða 30 þús. lestir Afli samkvæmt ofangreindu mið- ast við óslægðan fisk með haus. Vegna ákvæða í reglugerð þess- ari um veiðiheimildir sóknar- marksskipa, reglna um tilfærslu milli fisktegunda og flutning milli ára og ákvæða um afla smábáta, gæti heildarþorskafli á árinu 1990 orðið um það bil 300 þús. lestir og heildargrálúðuafli um það bil 45 þús. lestir. II. KAFLI Fokkar fiskiskipa 2. gr. Flokka skal öll íslensk fiskiskip í útgerðarflokka. Skal hvert fiskiskip vera í sama útgerðarflokki og það var 1989, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 551, 20. desember 1988. Heimilt er þó að flytja fiskiskip milli útgerðarflokka 2-8 verði breyting á sérveiðiheimildum þess og skal samráðsnefnd þá gera til- lögu til ráðherra um breytingu á veiðiheimildum þess. Með sama hætti skal samráðsnefnd gera til- lögu um veiðiheimildir nýs skips sem kemur í stað tveggja eða fleiri skipa, sem tekin hafa verið úr rekstri. Útgerðarflokkar eru þessir: 1. Togarar 2. Bátar án sérveiðiheimilda 3. Síldarbátar 4. Humarbátar 5. Humar- og síldarbátar 6. Rækjubátar 7. Skelbátar 8. Loðnuskip Fiskiskip í útgerðarflokki 2, bátar án sérveiðiheimilda, sem stærri eru en 100 brl., og ein- göngu stunda veiðar með vörpu skulu flokkuð sérstaklega með til- liti til sóknardagafjölda. Við ákvörðun aflahámarks skal miðað við stærðir skipa, sbr. 7. gr. Við stærðarflokkun fiskiskipa skal miðað við gildandi mæl- ingarbréf Siglingamálastofnunar ríkisins fyrir skipið 1. janúar 1986. Sama gildir sé miðað við lengd skips. Komi nýtt eða nýkeypt skip í stað eldra skips skal miða við gildandi mælingarbréf eldra skips- ins 1. janúar 1986. Við ákvörðun aflahámarks fyrir útgerðarflokk 1, togara, skal það ákveðið sérstaklega fyrir togara 39 metra og styttri annars vegar og hins vegar fyrir togara lengri en 39 metrar. Miða skal við mestu lengd skipsins, sbr. 4. mgr. Við ákvörðun aflahámarks fyrir útgerðarflokk 1, togara, skal land- inu skipt í tvö svæði: Svæði 1: Frá Eystra-Horni vestur og norður um að Látrabjargi. Svæði 2: Frá Látrabjargi norður og austur um að Eystra-Horni. Við svæðaflokkun togara skal miðað við verstöð sem togari er gerður út frá, þegar reglugerð þessi öðlast gildi. Öll frystiskip er frysta eigin afla um borð skulu við ákvörðun aflahámarks teljast til svæðis 1. Heimilt er að víkja frá ofan- greindum ákvæðum um mörk veiðisvæða, sé það nauðsynlegt vegna sérstöðu veiðiskips. III. KAFLI Aflamarksskip 3. gr. Aflamarksskipi skal úthlutað aflamarki í eftirgreindum fiskteg- undum: þorski, ýsu, ufsa, karfa og grálúðu, skv. ákvæðum 6. og 8. gr. laga nr. 3, 8. janúar 1988, um stjórn fiskveiða 1988-1990. Aflamark hvers skips skal til- greint í heilu tonni og er miðað við slægðan fisk með haus að karfa undanskildum. Þegar breyta skal óslægðum fiski í slægðan skal margfalda magn þorsks, ýsu og ufsa með 0.80 en grálúðu með 0.92. Þegar breyta skal slægðum fiski í óslægðan skal margfalda magn þorsks, ýsu og ufsa með 1.25 en grálúðu með 1.09. Ráðuneytið skal ákveða reikni- stuðul til útreikninga á afla skipa, sem vinna eigin afla um borð. Við línuveiðar í janúar, febrúar, nóvember og desember reiknast 50% aflans ekki til aflamarks fiski- skips, en réttur línuskips til fram- sals skerðist sem svarar öllum línuafla skipsins á þessum tímabil- um. Þorskur og ufsi smærri en 50 cm, ýsa smærri en 45 cm og karfi innan 500 gr. telst ekki að tveimur þriðju hlutum með í aflamarki fiskiskips, enda fari fiskur undir þessum lágmarksmörkum ekki yfir 10% af afla þessara fisktegunda í veiðiferð og fyrir liggi staðfesting frá matsmönnum eða vigtar- mönnum um magn, skv. reglum er ráðherra setur. Þetta gildir ekki um afla, sem hausaður er um borð í veiðiskipi. Allur fiskur, sem veiddur er á handfæri, telst til afla- marks. Allan afla af ofangreindum teg- undum, án tillits til stærðar eða í hvaða veiðarfæri hann fæst, sem fluttur er óunninn á erlendan markað skal reikna til aflamarks með 15% álagi, sbr. þó 6. mgr. hér á ofan.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.