Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1990, Blaðsíða 37

Ægir - 01.01.1990, Blaðsíða 37
1/90 ÆGIR 29 13. gr. Ráðuneytið getur sett nánari reglur um framkvæmd varðandi úthlutun botnfiskveiðileyfa. 14. gr. Ráðherra er heimilt að takmarka framsalsheimildir skipa, sem sér- stök leyfi fátil veiða á flatfisk með dragnót. 15. gr. Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 3 8. janúar 1988, um stjórn fiskveiða 1988-1990. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála. 16. gr. Reglugerð þessi er sett sam- kvæmt ákvæðum laga nr. 3, 8 janúar 1988 um stjórn fiskveiða 1988-1990, til þess að öðlast gildi 1- janúar 1990 og birtist til eftir- breytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Sjá varútvegsráðuneytið, 19. desember 1989. Halldór Asgrímsson. Arni Kolbeinsson. reglugerð um veiðar á úthafsrækju 1990 1. gr. Reglugerð þessi tekur til veiða á rækju, sem veidd er utan viðmið- unarlínu, sbr. lög nr. 81/1976, að undanskildu svæði við Eldey, sem aö sunnan markast af línu, sem dregin er réttvísandi 245° frá Reykjanesaukavita, að vestan markast svæðið af 23°40 V og að norðan af 64°05 N. Rækjuveiðar á Dohrnbanka vestan 26°V skulu undanþegnar ákvæðum reglugerðar þessarar samkvæmt nánari reglum settum í 'eyfisbréfi. Ráðherra getur ennfremur akveðið í leyfisbréfi að rækju- veiðar á ákveðnum svæðum skuli undanþegnar ákvæðum reglu- gerðar þessarar með ákveðnum skilyrðum. 2. gr. Á árinu 1990 skulu leyfi til úthafsrækjuveiða miðast við, að heildarrækjuafli á svæði skv. 1. mgr. 1. gr. fari ekki yfir 23 þúsund lestir. 3. gr. Eftirgreindir skipaflokkar eiga kostá úthafsrækjuveiðileyfi 1990: 1. Loðnuskip. Skip, sem flokkuð eru sem loðnuskip, á grund- velli 2. gr. reglugerðar frá 19. desember 1989, um stjórn botnfiskveiða 1990. 2. Sérhæfð rækjuveiðiskip. Skip, sem áttu kost á að verða sér- hæfð rækjuveiðiskip á árinu 1989, sbr. 1.-3. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 553 29. des- ember 1988, um veiðar á úthafsrækju 1989. 3. Önnur rækjuveiðiskip. Skip, sem úthlutað var veiðirétt- indum á grundvelli 5. mgr. 5. gr. og 6. gr. reglugerðar nr. 553, 29. desember 1988, um veiðar á úthafsrækju 1989. 4. gr. Velja skal fyrir hvert loðnuskip, sbr. 1. tl. 3. gr., á milli botnfisk- veiði leyfis með aflamarki og rækjuveiðileyfis með aflamarki. Velji loðnuskip árið 1990 rækjuveiðileyfi skal því úthlutað sama rækjuaflamarki og skipinu var úthlutað á árinu 1989 og jafn- fram 90 lestum af þorski. 5. gr. Velja skal fyrir hvert sérhæft rækjuveiðiskip, skv. 2. tl. 3. gr. á milli veiðiréttinda skv. 2^1 mgr. þessarar greinar og óskerts botn- fiskveiðileyfis skv. 5. mgr. þess- arar greinar. Sérhæfðum rækjuveiðiskipum, sbr. 2. tl. 3. gr., skal skipt í stærð- arflokka og hverju skipi gefinn kostur á rækjuaflamarki eftir stærð sem hér segir: 1. Skip 500 brl. og stærri: 600 lestir 2. Skip 250 brl. og stærri en minni en 500 brl: 500 lestir 3. Skip 200 brl. og stærri en minni en 250 brl.: 400 lestir 4. Skip minni en 200 brl.: 300 lestir Rækjuaflamark hvers rækju- veiðiskips á árinu 1990 skal þó aldrei vera lægra en rækjuafla- mark sama skips árið 1989. Sérhæfðum rækjuveiðiskipum, sem velja rækjuveiðileyfi skv. 2. og 3. mgr. þessarar greinar, skal ennfremur úthlutað einum þriðja hluta af botnfiskaflamarki þeirra og gilda um það aflamark almennar reglur. Botnfiskaflamark þetta skal þó aldrei vera lægra en 165 lestir af þorski fyrir skip skv. tl. 1. og 2. tl. og 85 lestir fyrir skip skv. 3. og 4. tl. 2. mgr. þessarar greinar. Sérhæfðu rækjuveiðiskipi, sem velur að halda fullum botnfisk- veiðiheimildum árið 1990, skal úthlutað sama rækjuaflamarki, sem því hefði verið úthlutað árið 1989, hefði það valið að halda fullum botnfiskveiðiheimildum það ár. 6. gr. Hverju rækjuveiðiskipi skv. 3. tl. 3. gr. skal á árinu 1990 úthlut- að rækjuveiðileyfi með sama afla- marki og skipinu var úthlutað árið 1989. 7. gr. Skylt er að koma með allan rækjuafla að landi og vigta á lönd- unarstað, sbr. reglugerð nr. 567, 28. nóvember, um vigtun sjávar- afla. 8. gr. Við ákvörðun stærðar skipa skv. 5. gr. skal miða við gildandi mælingarbréf 31. desember 1987 frá Siglingamálastofnun ríkisins. Komi skip í rekstur eftir 31. des- ember 1987 skal miðað við fyrsta útgefna mælingarbréf fyrir skipið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.