Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1990, Page 38

Ægir - 01.01.1990, Page 38
30 ÆGIR 1/90 9. gr. Um framsal rækjuafla og botn- fiskafla, skv. 3. mgr. 4. gr. og 4. mgr. 5. gr., gilda ákvæði laga nr. 3/1988, um stjórn fiskveiða 1988- 1990. Einungis er heimilt með sam- þykki ráðuneytisins að flytja rækjuveiðiheimildir stærra fiski- skips til minna skips. 10. gr. Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 3, 8. janúar 1988, um stjórn fiskveiða 1988-1990. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála. 11. gr. Reglugerð þessi er sett sam- kvæmt ákvæðum laga nr. 3, 8. janúar 1988, um stjórn fiskveiða 1988-1990, til að öðlast þegar gildi 1. janúar 1990 og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Sjávarútvegsráöuneytiö, 19. desember 1989. Halldór Ásgrímsson Árni Kolbeinsson. REGLUGERÐ ium veiðar smábáta 1990 1. gr. Reglugerð þessi tekur til veiða báta minni en 10 brl., sem ekki hljóta sérstakt botnfiskveiðileyfi samkvæmt 5. gr. laga nr. 3, 8. janúar 1988 um stjórn fiskveiða 1988-1990, sbr. 2. gr. reglu- gerðar 19. desember 1989, um stjórn botnfiskveiða 1990. 2. gr. Allar botnfiskveiðar báta 6 brl. og stærri skulu háðar sérstökum veiðileyfum, ennfremur þorskfisk- netaveiðar báta undir 6 brl. svo og línu- og handfæraveiðar með afla- hámarki. 3. gr. Bátum, sem eingöngu stunda veiðar með línu og handfærum eru óheimilar veiðar frá og með 1. janúar til og með 15. janúar 1990, ennfremur í tíu daga um páska- helgi og tíu daga um verslunar- mannahelgi og í sjö daga í hvorum mánaðanna júní og október sam- kvæmt nánari ákvörðun ráðherra. Ennfremur frá og með 10. des- ember til og með 31. desember 1990. Heimilt er að veita þessum bátum veiðileyfi með aflahámarki, sé þess óskað sérstaklega skv. ákvæðum 6. gr. enda hafi við- komandi aðili meginhluta tekna sinna af slíkri útgerð. Bátar, sem slík veiðileyfi fá, eiu undanþegnir veiðibönnum samkvæmt 1. mgr. 4. gr. Bátum 6 brl. og stærri sem neta- veiðar stunda, skal úthlutað sér- stöku veiðileyfi með aflahámarki. Aflahámark fyrir báta 6 brl. og stærri en minni en 8 brl. er 65 lestir ósl. Aflahámark báta 8 brl. og stærri er 85 lestir ósl. Heimilt er þó að úthluta bátum stærri en 9.5 brl. sem teknir voru í notkun á árinu 1987 eða síðar, veiðileyfi með allt að 105 lesta aflahámarki miðað við ósl. enda sé rúmtala þessara báta meiri 50 m3 sbr. reglugerð nr. 113, 23. janúar 1988, að mati tæknideildar Fiski- félags íslands, ennfremur bátum sem eru þeim sambærilegir að verði og afkastagetu. Skulu þessir bátar fylgja almennum reglum um netaveiðar, en eru undanþegnir veiðibönnum skv. 1. mgr. 3. gr. 5. gr. Bátum undir 6 brl. eru bann- aðar allar þorskfisknetaveiðar. Þó er heimilt að veita þeim sem þorskfisknetaveiðar hafa stundað á bátum undir 6 brl. á árunum 1987 eða 1988, leyfi til þorskfisk- netaveiða og eru þeir bátar þá undanþegnir veiðibönnum skv. 1. mgr. 3. gr. en skulu að öðru leyti hlíta almennum reglum um neta- veiðar. Fái þeir leyfi til þorskfisk- netaveiða skal þeim veitt botnfisk- leyfi með 55 lesta aflahámarki miðað við ósl. 6. gr. Þeir, sem kost eiga a veiðileyfi með aflahámarki skv. 3.-5. gr., geta sótt um að fá veiðileyfi með aflahámarki, sem byggist á eigin reynslu. Aflahámark þeirra skal þá ákveðið sem 80% af meðaltalsafla tveggja bestu áranna af árunum 1985, 1986 og 1987 eða sem 65% af afla ársins 1987, eftir því hvort hærra reynist, en skal þó aldrei vera hærra en 170 lestir ósl. Sæki aðilar um veiðileyfi skv. þessari grein, skulu þeir leggja fram aflaskýrslur, er sýni afla þeirra árin 1985, 1986 og 1987. 7. gr. Aflahámark er óframseljanlegt. Sjávarútvegsráðuneytið getur heimilað flutning á aflamarki af skipum 10 brl. og stærri til báta undir 10 brl., ef sérstaklega stendur á, að fenginni umsögn Landssambands smábátaeigenda, sveitarstjórnar og stjórnar sjó- mannafélags á viðkomandi stað. Aflahámark hvers báts skal til- greint í heilum tonnum. Sé aflahámark ákveðið í veiði- leyfi samkvæmt 3.-6. gr., gildir það um allar botnfiskveiðar hlut- aðeigandi báts allt árið 1990. Aflahámarki skal úthlutað í þorskígildum og tekur það til veiða á þorski, ýsu og ufsa. Þegar þorskígildi er reiknað skal miðað við eftirfarandi verðmætahlutföll: þorskur 1.00 ýsa 1.19 og ufsi 0,56. 8. gr. Þegar breyta skal óslægðum fiski í slægðan skal margfalda magn þorsks, ýsu og ufsa með 0.80 en þegar breyta skal

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.