Ægir - 01.01.1990, Qupperneq 41
1/90
ÆGIR
33
Arnar KE 260. Ljósmynd: Ragnar Ragnarsson.
Fiskilest:
Fiskilest er um 55 m3 að stærð, óeinangruð, en
steypt upp á síður. Lestin er útbúin fyrir kör, samtals
28 stk. 660 lítra. Aftantil á lesterein losunarlúga með
álhlera á karmi.
Vindubúnaður, losunarbúnaður:
Vindubúnaður er vökvaknúinn (háþrýstikerfi) frá
Lindhart Hydraulik og er um að ræða tvær togvindur
(splittvindur), eina netatromlu og kapstan, en auk
t>ess er skipið búið tveimur geymslutromlum frá
Grenaa fyrir dragnótatóg, og þremur vindum frá Sjó-
vélum hf. fyrir losunarbómu.
A togþilfari aftan við hvalbak eru tvær togvindur,
hvor búin einni tromlu (200 mmo X650 mmo X1000
mrn), sem tekur um 660 faðma af 1 Vi" vír, og knúin
af einum Danfoss OMV 500 vökvamótor um gír, tog-
atak vindu á miðja tromlu er 2.4 tonn og tilsvarandi
dráttarhraði 67 m/mín.
A togveiðum er komið fyrir vörputromlu, aftantil á
t°gþilfari, Vindan hefur tromlumálin 250 mmo
X1000 mmo x 1750 mm, knúin af Danfoss OMV
500 vökvamótor um gír. Á dragnótaveiðum eru tog-
vindur notaðar til að draga inn tógið, en það síðan
sPólað inn á sérstakar geymslutromlur, aftantil á tog-
þilfari, sem taka um 1200 faðma af 26 mm tógi hvor.
Vindur fyrir losunarbómu eru: ein 1.5 tonna los-
unarvinda, knúin af Danfoss OMSW 800 vökva-
mótor, ein 1.5 tonna bómusveifluvinda, knúin af
Danfoss OMSW 800 vökvamótor; og ein 2ja tonna
bómulyftivinda, knúin af Partek 800 vökvamótor.
Fremst s.b.-megin á togþilfari er 3ja tonna kapstan
með lóðréttum koppi, notaður sem pokavinda og
fyrir legufæri.
Rafeindatæki o. fi:
Ratsjá: Koden MD-3030, 48 sml með dagsbirtuskjá
Seguláttaviti: Neptun, RK-8, þakáttaviti
Sjálfstýring: Scan Steering
Loran: Koden LR 768
Leiðarriti: Koden LTD-200, með
innbyggðum loran
Dýptarmælir: Skipper 802, pappírsmælir
Dýptarmælir: JMC, gerð V10, litamælir
Sonar: Skipper S11 3
Örbylgjustöð: Sailor RT 143, 55 rása
(duplex)
Örbylgjustöð: Sailor RT 2048, 55 rása
(simplex)
Af öðrum búnaði má nefna tvo 6 manna Viking
gúmmíbjörgunarbáta, annar með Olsen sjósetningar-
búnaði, flotgalla og neyðartalstöð.