Ægir - 01.01.1990, Qupperneq 43
1/90
ÆGIR
35
Rafkerfi skipsins er 24 V jafnstraumur. Upphitun er
með Sólo-eldavél og kælivatni vélar. Fyrir neysluvatn
eru rafdrifnar dælur. Fyrir vélarrúm er Halon 1301
slökkvikerfi.
Vindubúnaður, losunarbúnaður:
Aftan við stýrishús er togvinda frá Vélaverkstæði
Sig. Sveinbjörnssonar hf., búin tveimur tromlum og
knúin af einum Denison vökvaþrýstimótor um
snekkjudrif.
Línuvinda er frá Sjóvélum hf. og netavinda frá
Rapp Hydema. Fyrir bómu á frammastri er losunar-
vinda og bómuvinda.
Rafeindatæki o.fl.:
Ratsjá: Furuno FR360 MKII, 24 sml
Seguláttaviti: Bergen Nautik, þakáttaviti
Sjálfstýring: Neco 528
Loran: Furuno LC 90
Leiðarviti: Furuno GD 170, litaskjár
Dýptarmæiir Furuno FCV 201, litamælir
Örbylgjustöð: Sailor RT 2048, 55 rása (simplex)
Örbylgjustöð: lcom, IC-M80
Af öðrum búnaði má nefna kallkerfi og vörð, tvo
sex manna gúmmíbjörgunarbáta, annar DSB með
Olsen sjósetningarbúnaði og hinn Dunlop; flotgalla
og Callbuoy neyðartalstöð.
Tjaldanes ÍS 522
16. júní 1988 afhenti Slippstöðin hf. á Akureyri
nýtt 23ja rúmlesta eikarfiskiskip, sem ber smíða-
númer 49 hjá stöðinni. Skip þetta sem hlaut nafnið
Bjarnveig RE 98 og var upphaflega í eigu Fiskrétta hf.,
Reykja vík, var selt til Þingeyrar í mars s. I. og heitir nú
Tjaldanes ÍS 522. Eigandi skipsins er Hólmgrímur Sig-
valdason á Þingeyri, og er hann jafnframt skipstjóri.
Almenn lýsing:
Bolur skipsins er smíðaður úr eik, en yfirbygging úr
áli, samkvæmt reglum Siglingamálastofnunar ríkis-
ms. Fremsti hluti þilfars er með reisn en undir þilfari
er skipinu skipt með tveimur þverskipsþilum í þrjú
rými. Fremst undir þilfari er lúkar, þá fiskilest og vél-
arrúm aftast. í lúkar eru fjórar hvílur og eldunar-
aðstaða, olíukynt Sóló eldavél, kæli- og frystiskápur.
Fiskilest er búin tréuppsti11ingu. í vélarrúmi eru tveir
brennsluolíugeymar í síðum, en ferskvatnsgeymir er
fremst í lest ásamt keðjukassa. Aftantil á þilfari er vél-
arreisn og þiIfarshús, en fremst í því er stýrishús og
Mesta lengd ........................ 15.54 m
Lengd milli lóðlína ................ 13.66 m
Breidd (mótuð) 3.80 m
DÝPt (mótuð) ........................ 1.98 m
Lestarrými .................... um 24 m!
Brennsluolíugeymar ................... 2.8 m3
I erskvatnsgeymir 1.0 m3
Brúttótonnatala ....................... 21 BT
Rúmlestatala .......................... 23 Brl
Skipaskrárnúmer ..................... 1944
aftantil, s.b.-megin, er salernisklefi. Á frammastri er
bóma fyrir losunarvír, og samtengt frammastri er gálgi
vegna krabbaveiða.
Tjaldanes ÍS er skipið hét Bjarnveig RE 98. Mynd tekin í
reynslusiglingu. Ljósmynd: Slippstöðin hf.