Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1990, Síða 18

Ægir - 01.03.1990, Síða 18
126 ÆGIR 3/90 Theodór S. Halldórsson: Útflutningur Sölusamtaka og starfsemi lagmetis 1989 Útflutningur ársins 1989 Útflutningur S.L. á síðastliðnu ári nam í ísl. krónum 1.306 þús., sem er liðlega 22% aukning frá fyrra ári. Magnið var 3324 nettó tonn af lagmeti, en þar af voru framleidd rúm 200 tonn í erlendri verksmiðju. Að heildarsölu var árið 1989 það stærsta í útflutningi frá upp- hafi, hinsvegar einnig með erfiðari árum. Alls var flutt út lagmeti frá 10 verksmiðjum, sem dreifðareru um allt land. Skipting framleiðslu á milli verksmiðja var eins og taflan sýnir. Eins og sést í töflunni er verk- smiðjan K. Jónsson & Co. hf. lang- stærst í heildarútflutningi, eða með um það bil 43%, en árið 1988 var sú verksmiðja með u.þ.b. 58%. í öðru sæti er Niður- suðuverksmiðjan hf. á ísafirði, sem framleiðir niðursoðna rækju fyrir 154 milljónir króna, en sú verksmiðja ásamt K. Jónssyni & Co., framleiddu stærstan hluta þeirrar niðursoðnu rækju, sem flutt var út. Aðrar verksmiðjur skipta útflutningnum á milli sín, en allar hafa þær sína sérvinnslu. Alls var flutt út 21 tegund af lag- meti á árinu. Eins og undanfarin ár var niðursoðin rækja sú tegund sem mest var flutt út af, en á árinu var farið að pakka rækju í glös hjá Arctic hf. á Akranesi auk hefð- bundinnar pakkningar í áldósir. Á milli ára dróst hinsvegar saman sala á rækju, vegna að- gerða Grænfriðunga gegn íslenskum sjávarafurðum, en sá áróður kom illilega niður á sölu lagmetis almennt, aðallega í V- Þýskalandi. Síldarafurðir voru, eins og fyrri ár, stór liður í útflutningi S.L., en flutt voru út u.þ.b. 1300 nettó tonn. Þær afurðir, sem framleidd- ar voru úr síld, eru gaffalbitar, „matjes"-síldarflök, kippers, kald- reykt síldarflök, síldarflök í ýmsum sósum og síldarkæfur. Sala á kavíar úr grásleppu- hrognum jókst nokkuð frá árinu áður. Eins og áður var Frakklands- markaður stærstur, en þar á eftir komu V-Þýskaland og Bandaríkin. Mjög hörð samkeppni er við erlenda framleiðendur í sölu þess- arar afurðar og má búast við að hún aukist á árinu 1990. Söluaðilum hefur fjölgað án þess að neysla hafi aukist á hinum ýmsu rnörkuðum. Fyrir íslenskar verksmiðjur hefur samkeppnis- aðstaða versnað, þar sem íslensk hrogn sem hráefni, hafa verið mun hærra verðlögð en frá öðrum löndum, svo sem Kanada og Nor- egi. Það kerfi, sem hefur verið við lýði hér í útflutningi á söltuðum grásleppuhrognum, hefur brugðist og fyrir löngu kominn tími til að fella úr gildi ákvæði um lágmarks- verð og láta markaðslögmálin ráða. Þá væru íslenskir grásleppu- sjómenn og framleiðendur full- unninnar vöru ekki í þeirri slæmu stöðu, sem þeir eru nú. Soðin voru niður um 123 nettó tonn af lifur á árinu, sem er svipað og á árinu 1987 en á árinu 1988 féll framleiðsla niður í 61 tonn vegna verkfalla og hráefnisskorts. f.o.b. verðmæti/000 nettó kg^ Fiskiðjan ARCTIC hf. 141.443 256.419 Egilssíld hf. 39.896 108.543 Hafnarsíld 69.221 261.288 Húsvísk matvæli hf. 48.643 90.469 P/F Kovin 27.668 251.311 K. Jónsson & Co. hf. 562.613 1.281.058 Lifrarsamlag Vestmannaeyja hf. 43.164 162.790 Niðursuðuverksmiðjan hf. 154.710 303.973 Norðurstjarnan hf. 121.301 390.136 Ora hf 73.842 146.575 Pólstjarnan hf. 20.732 53.621 Aðrir 2.947 18.049^ Samtals: 1.306.180 3.324.232

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.