Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1990, Page 19

Ægir - 01.03.1990, Page 19
3/90 ÆGIR 127 Hægt er að auka sölu og fram- le'ðslu þessarar afurðar, þó hafa beri í huga samkeppni og verðlag. Aðrar vörutegundir voru seldar í minna magni, svo sem silungur, i°ðna, svil og loðnukavíar, svo eitthvað sé nefnt. Hvað varðar nýjar vörutegund- lr; sem voru fluttar út frá Sölusam- (ökum lagmetis, má nefna að haf- 'nn var útflutingur á Tarama, sem ef grískur salatréttur, framleiddur Ur þorskhrognum og er það gert hjá Pólstjörnunni á Dalvík. Enn- fremur var hafinn útflutningur á sfldarbitum í austurlenskum sósum. Sú framleiðsla var þróuð í Horðurstjörnunni hf. í Hafnarfirði °8 fyrst flutt út til Austurríkis og V- Þýskalands. Markaðsstarf Stærstu markaðir fyrir íslenskt a8rneti hafa undanfarin ár verið í ^Æýskalandi, Frakklandi, Sovét- r'kjunum og Bandaríkjunum og eélst það svo á árinu. Þó varð ^erulegur samdráttur til V-Þýska- ands vegna áróðurs Grænfrið- Unga. Féll salan á þann markað niður í i/3 af fyrri sölu. Eftir að aróðri Grænfirðunga linnti náðist auka sölu á ný, og var hún í árslok um 60% af fyrri sölu. Astæður þess að sala á lagmeti ^fr svo mikið tjón af áróðri Græn- riðunga voru fyrst og fremst þær, að stjórnvöld á íslandi svöruðu ^ki þeim áróðri, sem beintvarað lslenskri iðnaðarvöru fyrr en of seint. En v-þýski markaðurinn rnun eins og áður verða einn sá ^nikilvægasti fyrir íslenskt lagmeti, enda Þjóðverjar miklir lagmetis- ramleiðendur sjálfir. Hns og áður hefur komið fram, Seldi SL verulegt magn grásleppu- r°gnakavíars til Frakklands, en auk hans var seld niðursoðin [^ja, síldarflök og Tarama. rakklandsmarkaður býður upp á ^öguleika til aukins útflutnings á lagmeti. Á s.l. ári var þar kynntur niðursoðinn lax og er markaður þar fyrir hann ásamt fleiru. Sala til Sovétríkjanna dróst nokkuð saman á árinu, eða um 20%. Selt var fyrir 5 milljónir dala, samanborið við 6 milljónir árið áður. Þrátt fyrir samdrátt var útflutn- ingurinn innan þess viðskiptasátt- mála, sem í gildi er á milli ríkis- stjórna íslands og Sovétríkjanna. Miklar breytingar eru innan stjórn- kerfis Sovétríkjanna, og vel þarf að fylgjast með þeim, eins og í öðrum löndum A-Evrópu. Sá viðskipta- rammi, sem í gildi er, rennur út í lok ársins 1990 og má álykta að ef byggja á framtíðarviðskipti á sama grunni og gert hefur verið, þurfi að endurnýja rammasamninginn. Sala til Bandaríkjanna hefur gengið mjög misjafnlega síðastliðin ár. Salan hefur dregist saman sam- fara því er bandaríkjadalur féll í verði og reyndist S.L. dýrkeypt að halda sínum hlut uns gengið fór að styrkjast á ný. Útlit fyrir árið 1990 lofar hinsvegar góðu og hafa þegar verið gerðir fyrirfram samningar hvað það varðar. Hvað aðra markaði varðar, þá flutti S.L. út lagmeti til 26 landa og skiptist það þannig: V-Evrópa 64% A-Evrópa 24% Bandaríkin 9% Asía 3% 100% S.L. tók þátt í nokkrum vörusýn- ingum á árinu auk almennra kynn- inga. Helstu vörusýningar, sem sýnt var á, voru ANUGA í V- Þýskalandi, European Product Show í Kóreu og Boston Seafood Show í Bandaríkjunum. Rekstur og afkoma \ heild var árið 1989 erfitt rekstr- arár og iðnaðurinn í heild rekinn I með halla. Til eru margar skýr- ingar á verri afkomu og verða ekki tíundaðar hér. Er um að ræða bæði rekstrarleg skilyrði hér heima og ytri skilyrði á þeim markaðssvæðum, sem flutt var út til. Markaður fyrir lagmeti S.L. hefur í gegnum árin flutt út það sem kalla má hefðbundnar lagmetisvörur, sem allar eru fram- leiddar sem merkjavara, annað- hvort undir eigin vörumerkjum eða einkamerkjum annarra. Vöruþróun innan iðnaðarins hefur verið lítil. Til að bæta sam- keppnisaðstöðu íslensks lagmetis- iðnaðar þarf að eiga sér stað veru- legt átak í vöruþróun þannig að við séum ekki ávallt með sömu vörur og samkeppnisaðilar og þá að markaðssetja á eftir þeim. Sölu- stofnun lagmetis setti upp sérstaka tæknideild á árinu 1988, til að bæta gæði og efla vöruþróun. Til að byrja með hefur tæknideildin fyrst og fremst stuðlað að aukinni gæðastýringu innan verksmiðj- anna, samkvæmt stöðlum, sem gilda innan Evrópubandalagsins. Vöruþróun hefur ekki komist á það skrið, sem ætlað var í upp- hafi, og hamlar þar einkum fjár- skortur. Nú þegar samdráttur er í fisk- veiðum, er enn brýnna að full- vinna betur þann afla, sem á land berst og til þess þarf að sinna vöru- þróun í mjög auknum mæli. Á hverju ári kemur fram ný tækni í umbúðagerð og framleiðslu, sem styttir líftíma hverrar vörutegund- ar. Því þarf að koma til ákveðin og skipuleg vöruþróun samfara stærri rekstrareiningum, og þannig er hægt að auka enn útflutning á lag- metisvörum, auk þeirra hefð- bundnu tegunda, sem fluttar hafa verið út hingað til. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri S.L.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.