Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1990, Page 38

Ægir - 01.03.1990, Page 38
146 ÆGIR 3/90 fremri brún skutrennu er pokamastur, samtengt síðu- húsum. Hvalbaksþilfar úr áli nær frá stefni aftur að skips- miðju. Aftast á þilfarinu er brú skipsins, einnig úr áli. Á brúarþaki er ratsjár- og Ijósamastur. Vélabúnaður: Aðalvél skipsins er frá MAN B&W Alpha, sex strokka fjórgengisvél með forþjöppu og eftirkælingu. Vélin tengist niðurfærslu- og skiptiskrúfubúnaði frá Alpha, með innbyggðri kúplingu. Utan um skrúfu er stýrishringur frá Alpha. Tæknilegar upplýsingar (aðalvél með skrúfubúnaði): Cerö vélar 6L 23/30 D-KV Afköst 725 KW við 800 sn/mín Gerð niðurfærslugírs 39KV8 Niðurgírun 3.864:1 Gerð skrúfubúnaðar .. VB 640 Efni í skrúfu NiAI-Brons Blaöaíjöldi 4 Þvermál skrúfu 2400 mm Snúningshraði skrúfu . 207 sn/mín * Stýrishringur Alpha * Skrúfuhraði 191 sn/mín miðað við 739 sn/mín á aðalvél. Á niðurfærslugír eru þrjú aflúttök, eitt fyrir rafal og tvö útkúplanleg fyrir vökvaþrýstidælur vindna, snún- ingshraði 1500 sn/mín við 739 sn/mín í aðalvél. Raf- all er frá Leroy Somer af gerð LSA 46 L7, 156KW (195KVA), 3x380 V, 50Hz. Vökvaþrýstidælur eru frá Abex Denison af gerð T6ED - 052-035 (tvöfaldar) og skila um 395l/mín við 1500 sn/mín og 210 bar þrýst- ing hvor. í skipinu er ein hjálparvél frá Caterpillar af gerð 3306 DIT, sex strokka fjórgengisvél með forþjöppu, sem skilar 161 KW við 1500 sn/mín. Vélin knýr 145 KW (181 KVA), 3x380 V, 50Hz riðstraumsrafal frá Caterpillar af gerð SR4. Auk áðurnefndrar hjálparvélar er Ijósavél frá Hatz, gerð 3M 40H, 20 KW við 1500 sn/mín, sem tengist 27.2 KW (34 KVA), 3x380 V,50Hz riðstraumsrafal frá MECC Alte SPA, álagssvörn við 11.3 KW. Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá Scan Steer- ing, gerð MT-3500/85, snúningsvægi 4200 kpm, og tengist stýrishring. Skipið er búið lOOha vökva- knúinni hliðarskrúfu (að framan), frá Alkometal með Volvo vökvaþrýstimótor af gerð F11-250, skrúfa 3ja blaða með föstum skurði, þvermál 730 mm. í skipinu er ein skilvinda frá Alfa Laval af gerðinni MAB-103 fyrir brennsluolíukerfið. Ræsiloftþjöppur eru tvær frá Atlas Copco af gerðinni LT 730, afköst 19 m3/klst við 30 bar þrýsting hvor. Fyrir vélarúm og loft- notkun véla er einn rafdrifinn blásari, afköst 10000 m3/klst. Rafkerfi skipsins er 380 V riðstraumur fyrir mótora og stærri notendur og 220 V riðstraumur til Ijósa og almennrar notkunar í íbúðum. Rafalar eru útbúnir fyrir skammtímasamfösun. Landtenging er í skipinu, 380 V, með 25 KVA landtengispenni. Tankmælikerfi er af gerðinni Vainger 85/201 5 DNSO. Fyrir vélarúm er Halon 1301 slökkvikerfi. íbúðir eru hitaðar upp með miðstöðvarofnum, sem fá varma frá kælivatni aðalvélar í gegnum varmaskipti og 15 KW rafmagnskatli frá Egor. Upphitun á fersk- vatni tengist sama kerfi. íbúðir eru loftræstar með rafdrifnum blásara með hitaelementi, en auk þess eru sogblásarar fyrir snyrtingar. Vinnuþilfar er loftræst með rafdrifnum blásara afköst4500 m3/klst. í skipinu er ferskvatnsþrýstikerfi frá ESPA með 50 I kút. Fyrir vökvaknúinn vindubúnað og hliðarskrúfu er vökvaþrýstikerfi með 2000 I vökvageymi og tveimur áðurnefndum dælum, drifnum af aðalvél um gír. Auk þeirra er ein rafdrifin dæla, Denison T6C-022, drifin af 45 KW rafmótor, sem er varadæla fyrir vindubúnað og fyrir átaksjöfnunarbúnað togvindna. Fyrir losun- arkrana er sambyggð rafknúin vökvadæla. Fyrirfiski- lúgur, skutrennuloku, færibönd o.þ.h. er sjálfstætt vökvaþrýstikerfi frá Landvélum með rafdrifinni dælu, Rexroth 1PV 2V41X/32R þrýstistýrðri dælu, afköst 46 l/mín, knúin af 11 KW mótor. Stýrisvél er búin tveimur rafdrifnum dælum. Fyrir lest og ísklefa er kælikerfi frá Buus Köleteknik. Kæliþjappa er af gerðinni Bock AM-4-466-4-S, kæli- miðill Freon 502. íbúðir: Undir neðra þilfari, í framskipi, eru tveir tveggja manna klefar. í íbúðarrými á neðra þilfari er einn tveggja manna klefi og vélstjóraklefi fremst, og einn tveggja manna klefi b.b.-megin ásamt snyrtingu með salerni og sturtu og þar fyrir aftan er hlífðarfata- og þvottaherbergi með salerni. S.b.-megin aftan við svefnklefa er borðsalur og þar fyrir aftan er eldhús með matvælageymslu. Skipstjóraklefi ásamt stiga- gangi er á efra þilfari, b.b.-megin undir hvalbak. íbúðir eru einangraðar með steinull og klæddar með plasthúðuðum rakaþéttum plötum. Vinnuþilfar: Tvískipt fiskmóttaka, um 20 m3, er aftast á vinnu- þilfari og er fiski hleypt í hana um tvær vökvaknúnar fiskilúgur í efra þilfari. í efri brún skutrennu er vökva- knúin skutrennuloka. Fiskmóttöku er lokað vatnsþétt

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.