Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1990, Blaðsíða 38

Ægir - 01.08.1990, Blaðsíða 38
434 ÆGIR 8/90 LÖG OG REGLUGERÐIR REGLUGERÐ um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins 1. gr. Hlutverk Verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegsins er að draga úr áhrifum verðsveiflna á sjávarafurðum á þjóðarbúskap- inn. Lögheimili Verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegsins og varnar- þing er í Reykjavík. 2. gr. Ráðherra skipar sjóðnum fimm manna stjórn til fjögurra ára í senn. Skal einn stjórnarmaður skipaður samkvæmt sameiginlegri tilnefningu Landssambands íslenskra útvegsmanna, Sjómannasambands íslands og Farmanna- og fiskimannasambands íslands, einn samkvæmt sameiginlegri tilnefningu hagsmunasamtaka í fiskiðnaði og þrír án tilnefn- ingar. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Náist ekki sam- komulag um sameiginlega tilnefningu fulltrúa í stjórn skipar ráðherra hann án tilnefningar. Ráðherra skipar formann og varaformann sjóðstjórnar og ákveður þóknun sjóðstjórnar. 3. gr. Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins skiptir í eftirtaldar deildir eftir tegundum afurða: 1. Deild fyrir unnar botnfiskafurðir. Undir þá deild falla allar frystar, saltaðar og hertar afurðir úr þorski, ýsu, ufsa, kart'a, grálúðu og öðrum botnlægum fisktegundum svo og ferskar og ísaðar afurðir, enda hafi fiskurinn verið hausaður, flattur eða flakaður eða sætt annarri vinnslu. Utan deildarinnar falla mjöl og lýsisafurðir úr botn- lægum tegundum sbr. 7. tl. sem og reyktar afurðir, meltu- afurðir og afurðir lifrarbræðslu, sbr. 2. mgr. 2. Deild fyrir óunnar botnnfiskafurðir. Undir þá deild fellur ferskur eða ísaður fiskur sem ekki er hausaður, flattur, flakaður eða unninn á annan hátt. 3. Rækjudeild. Undir þá deild falla allar rækjuafurðir, þ.á m. skelflett og heilfryst rækja. 4. Humardeild. Undir þá deild falla allar afurðir humars, þ.á m. bæði slitinn og heill humar. 5. Hörpudiskdeild. Undir þá deild falla hörpuskelfiskafurðir. 6. Síldardeild. Undir þá deild fellur söltuð og fryst síld. Utan deildarinnar falla mjöl- og lýsisafurðir úr síld, sbr. 7 tl. sem og reyktar afurðir, sbr. 2 mgr. 7. Mjöl- og lýsisdeild. Undir þá deild falla afurðir lýsis- og mjölverksmiðja, hvort sem þær eru unnar úr hráefni úr botnlægum tegundum eða úr loðnu, síld eða öðrum uppsjávarfiskum. Verðjöfnunin nær til afurða hvort sem þær eru unnar úr innlendu eða erlendu hráefni. Verðjöfnunin nær ekki til afurða er falla utan ofangreindra deilda, svo sem loðnu- hrogna og frystrar loðnu. Þá nær verðjöfnun ekki til reyktra fiskafurða, fiskmeltu eða afurða lifrarbræðslu. Hafi fram- leiðsluverðmæti einhverrar tegundar sjávarafurða sem ekki sætir verðjöfnun samkvæmt þessari grein á næstliðnum þremur árum að meðaltali numið meiru en 1% af heildar- verðmæti útfluttra sjávarafurða skal sjóðstjórn gera tillögu til ráðherra um fyrirkomulag verðjöfnunar að því er þá aturö varðar, m.a. hvort fella skuli verðjöfnun undir einhverja þa deild sem fyrir er eða hvort ný deild skuli stofnuð. Teljj sjóðstjórn sérstaka ástæðu til að láta verðjöfnun taka 11 afurða sem ekki ná ofangreindum verðmætismörkum ge!ur hún gert tillögu um það til ráðherra. Verðjöfnun nær ekki til niðursoðinna eða niðurlagðra sjávarafurða. 4. 8r- Deildir Verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegsins hafa aðskilmn fjárhag. Inneign á nafni framleiðanda við eina deild sjóðsins getur því ekki komið til útgreiðslu þótt útgreiðslutilefni se vegna útflutnings sama framleiðanda á afurðum er undit aðra deild falla sbr. þó 2 mgr. 11. gr. 5' gr' • fl Sjóðstjórn skal fyrir 25. hvers mánaðar gera tillögur m ráðherra um það hlutfall af andvirði sjávarafurða sem inn- og útgreiðslur skulu miðast við vegna útflutnings sjávar- afurða í komandi mánuði. Skulu greiðslur í sjóðinn eða ur honum ávallt vera þær sömu fyrir allar afurðir hverrar deildar- Við tillögugerð sína skal sjóðstjórn annars vegar taka mið af markaðsverði afurða er undir viðkomandi deild falla en hins vegar af grundvallarverði þeirra, þ.e. meðaltalsverði þeirra síðustu fimm árin, sbr. þó 7. gr. Skal Þjóðhagsstofnun falið að afla upplýsinga um markaðsverð og annast útreikn- inga á grundvallarverði. Crundvallarverð skal vera eintalt meðaltal af afurðaverði síðustu sextíu mánaða, talið frá °S með þeim mánuði sem tillagan er gerð í. Skal við þanfl meðaltalsreikning taka tillit til almennra verðlagsbreytinga i þeim löndum sem eiga gjaldmiðil í gjaldeyriskröfunni sem við er miðað við staðvirðingu. 6' gr' ,. :| Sjóðstjórn skal við tillögugerð sína ákveða 3-5% verðni um grundvallarverðið og skal gerð tillaga um innborgun et markaðsverð er hærra en grundvallarverð að viðbættu verð- bili en um útborgun sé markaðsverð lægra en grundvallat- verð að frádregnu verðbili. Skal tillaga um inn- eða útborgun miðast við 50% af mun milli markaðsverðs annars vegar og grundvallarverðs að teknu tilliti til verðbils hms vegar. Sjóðstjórn skal gera tillögu um það hlutfall af f.o.b.-ann- virði sjávarafurða, sem greiða skal í sjóðinn í komandi man uði vegna útflutnings afurða viðkomandi deildar eða sem útgreiðslur úr viðkomandi deild skulu miðast við. Liggi söluverð vöru ekki fyrir t.d. vegna þess að framlemj andi hafi unnið hráefni f eigu erlends aðila gegn endurgjalm fyrir vinnsluna skal áætla f.o.b.-andvirði vörunnar. 7- gr. Ekki skal ákveða sjálfstætt verðjöfnunarhlutfall tYrl, afurðir er falla undir deild fyrir óunnar botnfiskafurðir a grundvelli markaðsverðs og grundvallarverðs þeirra. Ska verðjöfnunarhlutfall þessara afurða ávallt vera það sama og verðjöfnunarhlutfall fyrir afurðir er falla undir deild fyrir unnar botnfiskafurðir. 8' gr' Ráðherra skal að fengnum tillögum sjóðstjórnar ákveða mánaðarlega verðjöfnunarhlutfall afurða er undir einstakaf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.