Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1990, Blaðsíða 16

Ægir - 01.08.1990, Blaðsíða 16
412 ÆGIR 8/90 SJÁVARÚTVEGSSÝNING í LAUGARDALSHÖLL Kristján Ó. Skagfjörð hf. Saga Elst af þeim fyrirtækjum sem hér verða kynnt er fyrirtækið Kristján Ó. Skagfjörð. Stofnandinn Kristján Ólafsson Skagfjörð var í upphafi aldarinnar verslunarmaður fyrir vestan, fyrst í Flatey og síðar inni á Patreksfirði. Árið 1912 fékk Kristján verslunarleyfi, nánar til- tekið 27. apríl 191 2, og hóf eigin rekstur. í fyrstu umboðssölu með ferðalögum um landið, en síðar eða árið 1916 með aðsetri í Reykjavík. Afskipti Kristjáns Ó. Skagfjörð af sjávarútvegi eru eldri en versl- unarrekstur með vörur til sjávarút- vegs undir eigin nafni. Kristján var stofnandi fiskideildar Fiskifélags- ins á Patreksfirði og var í hópi þeirra manna sem fengu send bréf árið 1911, með beiðni um að leggja grundvöll að fyrstu lands- samtökum sjávarútvegs, Fiskifé- lagi íslands. Einnig var Kristján framkvæmdastjóri útgerðarfélags um tíma. Og þegar Kristján Ó. Skagfjörð var ungur maður fyrir vestan mun hann hafa komið við sögu upphafs hafrannsókna við Island í samstarfi við dr. Bjarna Saemundsson. Vafalaust hefur á ýmsu gengið í fyrirtækjarekstri Kristjáns Ó. Skagfjörðs, en þegar hann lést árið 1951 skyldi hann eftir sig gott fyrirtæki ( fullum rekstri. Fljótlega eftir lát Kristjáns var fyrirtækinu breytt í hlutafélag og hefur síðan verið rekið undir nafninu Kristján Ó. Skagfjörð hf. / dag Starfsemi fyrirtækisins Kristján Ó. Skagfjörð hf. í dag er til húsa að Hólmaslóð 4 út í Örfirisey. Fyrir- tæki sem skömmu eftirfyrri heims- styrjöld var lítil heildsala með 3 starfsmenn, er nú orðið að deilda- skiptu stórfyrirtæki með u.þ.b. 70 starfsmenn. Núverandi fram- kvæmdastjóri Kristjáns Ó. Skag- fjörð hf er Aðalsteinn Helgason. Það er tímanna tákn að stærsta deild þessa gamalgróna fyrirtækis er tölvudeildin. Ekki er sú deild alveg ótengd sjávarútvegi; sem dæmi má nefna að haldið er utan um gagnagrunn sjávarútvegsins hjá Fiskifélagi íslands með VAX- tölvu frá tölvudeild Skagfjörðs. Vafalaust er kunnasta auglý5'111, í íslenskum sjávarútvegi sú seI11 myndin er af hér á síðunni. UpP haflega er þessi mynd bókmerki u tíu ára gömlu Sjómannaalmana með hinum kunnu einkunna orðum veiðarfæradeildar Skag fjörðs: „Þeir fiska sem róa, me veiðarfærin frá Skagfjörð". ^n.n þann dag í dag eftir tíu ár má Ja svona bókmerki stungið un 1 glerplötu í brú skipa víða ul11 landið. Á þetta er minnst hér, Þa[ sem umfjöllun um fyrirtækið her ‘ eftir einskorðast af mestu við vei arfæradeildina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.