Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1990, Page 16

Ægir - 01.08.1990, Page 16
412 ÆGIR 8/90 SJÁVARÚTVEGSSÝNING í LAUGARDALSHÖLL Kristján Ó. Skagfjörð hf. Saga Elst af þeim fyrirtækjum sem hér verða kynnt er fyrirtækið Kristján Ó. Skagfjörð. Stofnandinn Kristján Ólafsson Skagfjörð var í upphafi aldarinnar verslunarmaður fyrir vestan, fyrst í Flatey og síðar inni á Patreksfirði. Árið 1912 fékk Kristján verslunarleyfi, nánar til- tekið 27. apríl 191 2, og hóf eigin rekstur. í fyrstu umboðssölu með ferðalögum um landið, en síðar eða árið 1916 með aðsetri í Reykjavík. Afskipti Kristjáns Ó. Skagfjörð af sjávarútvegi eru eldri en versl- unarrekstur með vörur til sjávarút- vegs undir eigin nafni. Kristján var stofnandi fiskideildar Fiskifélags- ins á Patreksfirði og var í hópi þeirra manna sem fengu send bréf árið 1911, með beiðni um að leggja grundvöll að fyrstu lands- samtökum sjávarútvegs, Fiskifé- lagi íslands. Einnig var Kristján framkvæmdastjóri útgerðarfélags um tíma. Og þegar Kristján Ó. Skagfjörð var ungur maður fyrir vestan mun hann hafa komið við sögu upphafs hafrannsókna við Island í samstarfi við dr. Bjarna Saemundsson. Vafalaust hefur á ýmsu gengið í fyrirtækjarekstri Kristjáns Ó. Skagfjörðs, en þegar hann lést árið 1951 skyldi hann eftir sig gott fyrirtæki ( fullum rekstri. Fljótlega eftir lát Kristjáns var fyrirtækinu breytt í hlutafélag og hefur síðan verið rekið undir nafninu Kristján Ó. Skagfjörð hf. / dag Starfsemi fyrirtækisins Kristján Ó. Skagfjörð hf. í dag er til húsa að Hólmaslóð 4 út í Örfirisey. Fyrir- tæki sem skömmu eftirfyrri heims- styrjöld var lítil heildsala með 3 starfsmenn, er nú orðið að deilda- skiptu stórfyrirtæki með u.þ.b. 70 starfsmenn. Núverandi fram- kvæmdastjóri Kristjáns Ó. Skag- fjörð hf er Aðalsteinn Helgason. Það er tímanna tákn að stærsta deild þessa gamalgróna fyrirtækis er tölvudeildin. Ekki er sú deild alveg ótengd sjávarútvegi; sem dæmi má nefna að haldið er utan um gagnagrunn sjávarútvegsins hjá Fiskifélagi íslands með VAX- tölvu frá tölvudeild Skagfjörðs. Vafalaust er kunnasta auglý5'111, í íslenskum sjávarútvegi sú seI11 myndin er af hér á síðunni. UpP haflega er þessi mynd bókmerki u tíu ára gömlu Sjómannaalmana með hinum kunnu einkunna orðum veiðarfæradeildar Skag fjörðs: „Þeir fiska sem róa, me veiðarfærin frá Skagfjörð". ^n.n þann dag í dag eftir tíu ár má Ja svona bókmerki stungið un 1 glerplötu í brú skipa víða ul11 landið. Á þetta er minnst hér, Þa[ sem umfjöllun um fyrirtækið her ‘ eftir einskorðast af mestu við vei arfæradeildina.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.