Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1990, Blaðsíða 22

Ægir - 01.08.1990, Blaðsíða 22
418 ÆGIR 8/90 SJÁVARÚTVEGSSÝNING í LAUGARDALSHÖLL Fríðrík A. Jónsson hí. Byrjunin Vinnustofa Friðriks A. Jónssonar hóf starfsemi sína 11. mars 1942. í fyrstu rak Friðrik þjónustu fyrireig- endur útvarpstækja og fyrir kvik- myndahús bæjarins, en árið 1946 bættist við sala á radartækjum í skip (togarinn Ingólfur Arnarson mun hafa verið fyrsta fiskiskipið í heiminum sem búið var radar). Má segja að þar hafi framtíð fyrir- tækisins verið ráðin. Fyrirtækið Friðrik A. Jónsson varð vafalaust langþekktast fyrir að vera umboðsaöili fyrir norska fyrirtækið Simrad á síldarárunum, sem það er reyndar enn í dag. Árið 1953 fór Friðrik að selja Simrad- dýptarmæla, sem þar með voru ekki búnir að segja alla sína sögu á Islandsmiðum. í kynningarbækl- ingi sem gefin var út af aðstand- endum sýningarinnar „íslendingar og hafið", árið 1968 segir svo: „25. maí 1954 var fyrsti dýptar- mælirinn af Simradgerð prófaður um borð í varðskipinu Ægi. í júní sama ár fóru fjórir bátar með fyrstu sónartækin til síldveiða, bátar þessir voru frá 30 tonn. Þessi tæki voru handstýrð og mjög ófullkom- in í samanburði við tæki sem við bjóðum í dag. En árangur var greinilegur. ... íslenskir sjómenn voru fljótir að tileinka sér þessa nýju tækni og eru nú viðurkenndir sem brautryðjendur í notkun sónar- tækja, enda verið sóttir heim frá mörgum löndum Evrópu og einnig úr öðrum heimsálfurri, eingöngu til að kynnast þeirri leikni sem sjómenn hér höfðu náð í meðferð þessarar tegundar fiskleitartækja." Reyndar er því við að bæta að Friðrik heitinn ásamt tækni- mönnum frá Simrad og í samvinnu við íslenska síldarskipstjóra þró- uðu asdicið í nothæft fiskleitar- tæki. Áhrif þessa tækis eru flestum kunn, en það jók svo afköst við síldveiðar hér við land að aflinn margfaldaðist. Af nokkrum hefur þessi tími frá stríðslokum og fram til 1955, verið talin marka upphaf annarrar atvinnubyltingar íslend- inga. Fyrst varð iðnbylting á ís- landi með upphafi togaraútgerðar í byrjun aldarinnar og síðan tækni- bylting með tækjavæðingu fiski- skipaflotans 1945-1955. Reyndar er ekkert lát á upptöku fullkomn- ustu tækni á rafeindasviðinu við fiskveiðarnar. Friðrik rak fyrirtækið undir eigin nafni til dauðadags árið 1974, en þá tók núverandi framkvæmda- stjóri við, Ögmundur Friðriksson, sonur Friðriks A. Jónssonar. Rekstur fyrirtækisins var lengi húsa í Skipholtinu, en árið 1988, flutti fyrirtækið í nýtt húsnæði að Fiskislóð 90, eitt fjölmargra þjón' ustufyrirtækja sem hafa verið ao safnast saman í einskonar þj°n' ustumiðstöð sjávarútvegsins, sem nær frá Vélasölunni inni í Ána- naustum, út í Kristján Ó. Skagfjö^ hf úti í Örfirisey. Má segja að þarna sé smám saman að verða ti Laugavegur (eða Kringla) sjávarut- vegsins. Sjá varútvegssýningin Tíðindamaður Ægis gerði -e[ erindi út á Granda og kom við hja Friðriki A. Jónssyni ht'. Þar tek hann smálýsingu hjá Ögmundi framkvæmdastjóra á því hvernig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.