Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1990, Blaðsíða 19

Ægir - 01.08.1990, Blaðsíða 19
414 ÆGIR 8/90 SJÁVARÚTVEGSSÝNING í LAUGARDALSHÖLL^ Hekla hf. Söguágrip Um áramótin 1933-1934 stofn- uðu Sigfús Bjarnason og Magnús Víglundsson fyrirtæki sem þeir gáfu nafnið Heildverslunin Hekla. Fyrirtækið stundaði í fyrstu inn- flutningsverslun með margbreyti- legan varning, aðallega ávexti frá Spáni. Fljótiega keypti Sigfús hlut Magnúsar, og árið 1940 var fyrir- tækinu breytt í hlutafélag í eigu fjölskyldu Sigfúsar og er það rekið á því formi í dag. Árið 1971 var breytt um nafn á fyrirtækinu og þekkja flestir landsmenn það undir nafninu sem þá var tekið upp, Hekla hf. Fyrirtækið sem stofnað var á tímum kreppu í þjóðfélaginu, hefur blómgast vel. Sú meiriháttar bjartsýni sem sýndi sig hjá þessum ungu athafnamönnum sem hösl- uðu sér völl í innflutningsverslun á tímum kreppu í milliríkjaverslun, hefur borið drjúgan ávöxt. í dager Hekla hf eitt af umsvifamestu verslunarfyrirtækjum landsins og teygir sig inn á flest svið viðskipta. Aðalmiðstöð fyrirtækisins er í stórhýsi að Laugavegi 170-174. Alls mun húsnæðið vera yfir 12 þúsund fermetrar að grunnfleti og einn starfsmanna Heklu orðaði það svo, að ef gólf væru sæmilega gróin nægði heyfengurinn til þess að hafa tvær kýr á fóðrum. Núverandi forstjóri Heklu er Ingimundur Sigfússon, sonur Sig- fúsar Bjarnasonar stofnanda fyrir- tækisins. Margir afkomenda Sig- fúsar munu halda tryggð við gamla fyrirtækið og starfa þar innan veggja. Véladeild Heklu A árum seinni heimsstyrjaldar- innar tók Heildverslunin Hekla að auka tengsl sín við Bandaríkin og gerðist umsvifamikill aðili í inn- flutningi á vélum og tækjum. Segja má að þessi viðskipti hafi lagt grunn að stórum hlut Heklu í vél- og tæknivæðingu íslendinga, sem átti sér að mestu stað í og eftir seinni heimsstyrjöld. í þessum pistli er ætlunin að fjalla að mestu um sjóvéladeild- ina, en sjóvéladeild Heklu selur m.a. þá vél sem langalgengust er í íslenska fiskiskipaflotanum. Láta mun nærri um þessar mundir að fimmta hver aðalvél í íslenskum þilfarsfiskiskipum sé af gerðinni Caterpillar (Reyndar má geta þess hér, að tekið hefur verið upp nýtt vörumerki, í stað Caterpillar er komið CAT, með ístrikuðum gulum þríhyrningi. Hjá íslenskum 5JU mönnum heitir vélin þó einfs1 lega „Kata" og á hátíðlegunl stundum „Katrín".). Hekla hefur haft umboð fyr'r CAT á íslandi síðan 1947 og getL,r umbjóðandinn ekki kvartað y,ir árangrinum, auk fyrrgreindHr 20% markaðshlutdeildar aðalvé a í fiskiskipaflotanum, er ótölulegur fjöldi Ijósavéla og annarra hjálpar' véla í íslenskum fiskiskipum a tegundinni CAT. Sjóvéladeildin er nýlega flutt 1 gömlu aðalbygginguna að Lauga' vegi 172, en áður var hún Brautat- holtsmegin. Núverandi fran1' kvæmdastjóri Sjóvéladeildar er Eiríkur Ingólfsson og sölustjóri et Birgir Sveinsson. Sjóvéladeildin snýst ekki ein- 8/90 ÆC.IR 415 80ngu í kringum CAT-vélarnar, þó VlSsulega séu þær stór hluti af starfsemi deildarinnar. íslenskir u,8erðarmenn og sjómenn kann- 3sl v'& önnur merki frá Heklu eins °g t-d. Ulstein Propeller A/S, sem Hmleiðir gíra og skrúfubúnað af ^su tagi. Reyndar flutti Hekla Urn t'aaa inn skip sem smíðuð voru samnefndri skipasmíðastöð. 1 nnig geta Brunton, sem Pekktastir eru fyrir skrúfuhringi og annan skipsskrúfubúnað, Hytek gírar), Fernstrum (utanborðskæl- ark Ingersoll Rand (loftverkfæri o.fl °g Hatz (Ijósavélar). Ekki má gleyma því að stór hluti a s,arfsemi sjóvéladeildar Heklu er bjónusta við viðskiptavinina, utve8un og ísetning varahluta n-s-frv. Þegar útgerðarmenn auPa aðalvél eða Ijósavélar, þá ióta þeir að taka gæði þjónust- Urinar með í reikninginn, en líkur 1 góðrar þjónustu hljóta að vaxa í st'l við fjölda seldra véla. % varútvegssýningin ^ekla tók þátt í síðustu sjávarút- vegssýningu árið 1987 og verður að sjálfsögðu einnig með að þessu sinni. Birgir Sveinsson sölustjóri tjáði Ægi að Hekla yrði með bás í eystri skála. Básinn (E—40) er 70 fermetrar, eða nærri helmingi stærri að grunnfleti en básinn sem Hekla var með á síðustu sjávarút- vegssýningu. Að sögn Heklu- manna verður töluvert í þessa sýn- ingu lagt að þessu sinni. Kemur þar að hluta til áætlun þeirra um að fara af stað með almenna kynn- ingu á fyrirtækinu í kjölfar opn- unar á nýja húsnæðinu. Á sjávarútvegssýningunni verður Hekla með 6 vélar frá CAT, þar á meðal vél af gerð 3208, sem sýnd verður með skrúfubúnaði og skrúfu- hring frá Brunton. Einnig verður sýnd 700 hestafla vél ásamt dælugír frá Hytek. Svo verður á sýningunni ný rafstöð úr „seríu" sem mun vera ein algengasta teg- undin í flotanum í dag. Hekla mun einnig sýna í bás E— 40, bátavél 400 hestafla ásamt bátarafstöð 250 kw og tvær minni bátavélar 250 hestafla ásamt skrúfubúnaði. Ulstein mun svo sýna ýmis módel af framleiðslu- vörum sínum, ásamt sjónvarps- upptökum af virkni þeirra. Öll erlendu fyrirtækin munu eiga full- trúa á svæðinu og þrír til fjórir starfsmenn sjóvéladeildar Heklu munu verða til staðar, þannig að sýningargestir eiga von á að fá allar þær upplýsingar sem þeir telja sig þurfa. Af starfsmönnum sjóvéladeildar Heklu, verða ætíð einhverjir frá þjónustuverkstæð- inu, þannig að núverandi eig- endur og notendur véla og tækja frá Heklu hf geta fengið upplýs- ingar um hvaðeina sem á bjátar og borið sig saman um hvað betur megi fara. Starfsmenn þjónustu- deildar sýna einnig mælitæki og kynna notkun þeirra. Hér hefur einungis verið stiklað á stóru, en sjón er sögu ríkari og vafalaust munu íslendingar, og þó sérstaklega þeir sem að sjávarút- vegi standa, fjölmenna á sjávarút- vegssýninguna í Laugardalshöll dagana 19.-23. September næst- komandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.