Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1990, Blaðsíða 26

Ægir - 01.08.1990, Blaðsíða 26
422 ÆGIR 8/90 Heimsaflinn árin 1987 Aflahæstu þjóðir sömu Sú venja hefur skapast á undan- förnum árum að birta í Ægi, yfirlit yfir heimsaflann, þegar tölur frá FAO hafa legið fyrir. í töflu 1, eru tölur yfir afla helstu fiskveiðiþjóð- anna á árunum 1987 og 1988. Sömuleiðis kemur fram í töflu 2, hvaða fisktegundir eru mikilvæg- astar í heimsaflanum á árabilinu 1985-1988. Heildarafli ársins 1988 var rúm- lega 97 milljónir tonna, en það er umtalsvert meira en spár í fyrra bentu til. Reiknað hafði verið með u.þ.b. 94 milljóna tonna afla og kemur því mikil aflaaukning á árinu 1988 nokkuð á óvart. Þegar lesendur skoða töflu 1, yfir aflahæstu þjóðirnar munu flestir staldra við aflatölur frá Kína. Ekkert lát virðist á aukningu í afla Kínverja og ef eins heldur fram um þessa þróun og verið hefur síðasta áratuginn, mun Kína þegar á árinu 1990 vera orðin mesta fiskveiði- þjóð veraldar. Vöxtur fiskafla Kín- verja á síðasta áratug er ævintýra- legur. Árið 1979 var afli Kínverja 4.054.295 tonn, fimm árum síðar hafði aflinn vaxið í 5.926.793 tonn og á árinu 1988 var aflinn orðinn 10.358.678 tonn. Árleg aflaaukning Kínverja hefur því verið 9.8% síðustu tíu árin. japan og Sovétríkin hafa síðustu áratug- ina verið með langmestan fiskafla allra þjóða heims, að vísu hefur Perú náð því að vera meiri afla, en óstöðugleiki stofnstærðar ansjósu ræður því að þar er um undan- tekningatilfelli að ræða. Nú virðist hinsvegar ný þjóð vera að taka for- ystuna hvað aflamagn varðar. Rétt er þó að vekja athygli á að inni í aflatölum er bæði sjávarfang og fiskur ræktaður í vötnum og eldis- kerjum. Kínverjar hafa alla tíð lagt mikla áherslu á fiskeldi og verið mestu framleiðendur í heimi á því sviði. Á síðustu 7 árum hefur heims- afii vaxið úr rúmum 76 milljónum tonna (1972) í 97.985.300 tonn á árinu 1988. Hefur heildaraflinn því aukist um 27.7% á þessu tíma- bili eða um 4.1 % á ári. Af þessari aukningu er hlutur eldisfisks stærstur. Hefur fiskeldi vaxið á þessu tímabili úr 8.496.200 tonnum 1972 í 13.424.600 tonn á árinu 1988, eða um 58%, sem er árlegur vöxtur um 7.9%. Af 84.560.700 tonnum af sjávarfangi eru 52.862.100 tonn komin úr Kyrrahafi. Atlantshaf leggur til 25.709.100 tonna afla og Ind- landshaf 5.531.400 tonn. Afgangurinn skiptist síðan á ýmis innhöf. Árlegur vöxtur afla úr sjó hefur verið 3.6% á síðustu sex árum. í töflu 1 má sjá að íslendingar hafa hækkað um eitt sæti frá árinu 1987 og voru á árinu 1988 í 14. sæti aflahæstu þjóða heimisins. Þegar síðast voru birtar tölur um heimsaflann í 8.tbl Ægis í fyrra var þess getið að bráðabirgðatölur Norðmanna bentu til þess að ís- lendingar hefðu sennilega í fyrsta sinn í sögunni náð því að verða ofar Norðmönnum á þessum lista. Nú hefur komið í Ijós að Norð- menn vanmátu afla ársins 1988 um rúmlega eitt hundrað þúsund tonn og sýna Norðmenn því enn meiri afla en íslendingar. Áður var getið um miklar sveiflur í afla af ansjósu. í töflu 1 sést að Perú hefur aukið afla milli ára um rúmlega tvær milljónir tonna, sem er jafnvel meira en aflaaukning og 1988 árin Kínverja. Hvernig þróun afla Peru' manna hefur verið síðan 1988 hefur Ægir ekki spurnir af, en e litið er til þróunar síðustu áratuga< þá hefur þessi afli sveiflast mil1 1 og 12 milljóna tonna. Einnig ma benda á að afli Bandaríkjanna minnkar lítillega frá árinu 1987- Bandaríkjamenn hafa á síðustu 1- árum tvöfaldað afla sinn. Á árinu 1977 var afli Bandaríkjanna 2.980.438 tonn, en hafði á árinu 1987 vaxið í 5.986.120 tonn, eða um rúmlega 100%. Að síðustu er rétt að vekja athygl' á minnkandi veiði S-Afríku sem kemur í 19. sæti yfir þær þjóð'r sem mestan afla draga úr sjó. At1 S-Afríku hefur minnkað um töluvert á annað hundrað þúsund tonn fra árinu 1987 og er það í stíl v' minnkandi afla af S-Afríku ansjósu, sem sýnd er í töflu 2 um mikilvæg' ustu fisktegunda sem veiddar eru 1 heiminum. Fregnir hafa borist um mikla ofveiði á þessari tegund úti af ströndum Namibíu og aflinn minnkaði um nærri þriðjung a milli áranna 1987 og 1988. Lík- legt er að íslendingar komi hér vi sögu á næstu árum, en íslenskrt fiskifræðingar fara fljótlega ti starfa suður í Namibíu til a aðstoða nýfrjálsa Namibíumem1 við að koma skipulagi á fiskveiðar og rannsóknir á auðlindum þeirra sem felast í hafinu við strendur landsins. Helstu tegundir í afla 1984-1988 í töflu 2 er samantekt þe55 magns sem veitt var úr tuttugu mikilvægustu fiskstofnum heim5' ins á árunum 1984—1988. Alaskaufsinn trónar á toppnun1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.