Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1990, Qupperneq 8

Ægir - 01.09.1990, Qupperneq 8
460 ÆGIR 9/90 annað hvert skipti, en nýja veður- spá hafa þeir þá ekki getað samið, þó að til þess hefði verið ástæða. En nú stendur til að breyta þessu og skal hér skýrt út hvað veldur að það er orðið fyllilega tímabært. Breytingar á störfum við veður- spár á undanförnum áratugum lýsa sér aðallega í því að hlutverk veðurfræðingsins hefur breyst. Áður varð hann að reyna að ráða spána um allan næsta sólarhring af síðustu veðurkortum án nokk- urrar teljandi utanaðkomandi hjálpar. Nú hefur það gerst, að tölvuspár verða æ áreiðanlegri og þær hafa sýnt gildi sitt allt að því fjóra sólarhringa fram í tímann, að minnsta kosti í grófum dráttum. Þess vegna eru það fáir veðurfræð- ingar sem treysta sér til að rengja tölvuspárnar um hvað muni gerast seinni hluta næsta sólarhrings og síðar. Þeim áhyggjum hefur því verið létt af veðurfræðingnum að miklu leyti. Afleiðingin er sú að veðurspámaðurinn getur einbeitt sér því meira að næsta dægri, næstu 12 tímum eða svo. í því verkefni stendur tölvan honum nefnilega ekki á sporði, og flestir telja að það muni hún ekki gera um alllanga framtíð enn. Vandi spámannsins er sá að gera sér sem allra skýrasta hugmynd um hvað er að gerast í veðrinu á landinu og á því tiltölulega takmarkaða haf- svæði í kring, sem veðrin munu berast frá á þessum hálfa sólar- hring. Hann þarf sem sagt ekki að rannsaka nærri eins stórt kort og áður fyrir hverja spá. Undirbún- ingurinn þarf því ekki að taka eins langan tíma og áður, meðal ann- ars vegna þess, að veðurskeytin frá þessu takmarkaða svæði berast fyrr en frá fjarlægari löndum og höfum. Og svo bætist það við, að fjarskiptahraði hefur aukist á síðari áratugum með tilkomu tölvunnar. Afleiðingin er sú, að um það bil klukkutíma eftir að veðurathug- anir hafa farið fram má heita að veðurfræðingurinn sé búinn að fá öll nauðsynleg veðurskeyti í bili og þá getur hann hafist handa að teikna lægðir og hæðir og veður- belti á þetta kort og semja sína veðurspá. Reyndur veðurfræðing- ur, og við höfum aðeins reynda menn í veðurspánum, getur lokið þessu á hálftíma. Spáin á sem sagt að geta verið tilbúin til lestrar í útvarp og á símsvara einum og Myndin sýnir kortsvæðið sem veðurfræðingur þarf að fá tækifæri að rannsaka sem fyrst og sem best áður en hann gefur út spá. L er stöð á landi, D er veðurdufl, en S er skip. hálfum tíma eftir að veðurathug anir fóru fram. Veðurdufl En þessi aukni hraði er ekki ein asta framförin sem hefur orðið a síðustu áratugum. Veðurfrse ingurinn, sem nú einbeitir sér fyr og fremst að næstu 12 klukku stundum, en treystir mest a tölv- urnar um ____ . framhaldið, hann hefur nú margt í höndunum, sem áður var ekki fáanlegt. Fyrr á árum var það svo, að gögnin á veðurkortun um, sem voru á þriggja stun fresti, voru mjög mismikil. Það var á sex tíma fresti, sem langtle5 veðurskeyti bárust frá hafinu tyrir sunnan okkur og suðvestan, þaðan sem flest veðrin koma. Þa var á athugunartímum 0, 6, 12 °8 18, en kortin klukkan 3,9,15 21 voru miklu ófullkomnari. Núer orðin á þessu mikil breyting- E,n mitt á því hafsvæði, sem skiptir okkur mestu fyrir norðan 50ustu breiddargráðu, er nú kominn heiM floti af svonefndum veðurduflum a reki. Þau senda athuganir a loft' þrýstingi og hita sjálfvirkt upp 1 gervitungl sem yfir fara og þaðan eru þessi skeyti tekin frá móttöku stöðvum á jörðu niðri. Þetta er em helsta orsökin til þess að öll átta veðurkortin, sem við bygg)unl spár okkar á á hverjum sólarhring eru orðin furðu jöfn að gæðum gefa því í hvert skipti möguleika a því að semja algerlega nýja 5Pa', byggða á nýjustu viðburðuni heimi veðranna, ef þörf kre^u,r, f það er ánægjulegt að segja frá Pv u að íslenska veðurstofan á veru legan þátt í fjölgun þessara dut a- Einn veðurfræðingur okkar, F u5, Hrafn Sigurðsson, hefur veri ' fremstu röð á alþjóðavettvangi a byggja upp þetta kerfi, og 1 eS. þessara dufla eru sjósett a íslenskum skipum í Ameríkus'g ^ ingum, auk þess sem við Mö'u annast ýmsar prófanir og með þessum duflum, en sífellt þarr

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.