Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1990, Side 10

Ægir - 01.09.1990, Side 10
462 ÆGIR 9/9O þegar undirritaður steig sín fyrstu skref í þá átt. Með því sem hér hefur verið sagt þykist ég vera búinn að leiða rök að því að fram- vegis sé nauðsynlegt að veður- fræðingurinn hafi að minnsta kosti alltaf aðstöðu til að semja nýja spá á þriggja stunda fresti, þó að vitan- lega komi það oft í Ijós að síðasta spá hafi verið býsna nærri lagi. En til þess að þetta sé hægt, verður að breyta lestrartímum veðurfregna, þannig að þeir verði svo sem einni og hálfri klukkustund á eftir síð- asta alþjóðlega athugunartíma. Einn klukkutími fer í að safna gögnum, en hálftími í að semja spá. Um þetta fara nú fram samn- ingar við Ríkisútvarpið og kemst þetta vonandi í gang um áramót. Þessir veðurfregnatímar eiga þá að verða klukkan 1:30, 4:30, 7:30, 10:30, 13:30, 16:30, 19:30 og 22:30, vonandi undantekninga- laust. Nú kann einhver að spyrja: Er það ekki að vissu leyti afturför, að ein og hálf klukkustund líði frá athugunartíma fram að veðurspá, í stað þess að nú er þessi biðtími stundum ekki nema þrjú kortér eins og 6:45, 12:45 og 18:45? Nei, ég tel að þetta sé heldur framför. Svigrúm veðurfræðings- ins til þess að vinna úr öllum þessum gögnum má ekki vera minna en þetta. En með þessu vinnst það að úrvinnsla þarf ekki að bíða eftir næstu veðurfregnum. í raun er því verið að koma nýjustu upplýsingum á framfæri 3 klst. fyrr en verið hefur. Ef það ger- ist hins vegar einhvern tíma á þessum 90 mínútna biðtíma, að veðurfræðingur fær frétt, sem gefur ástæðu til tafarlausrar aðvörunar um storm, ísingu eða aðra hættu, þá er sjálfsagt að koma þeirri fregn á framfæri og Ríkisútvarpið, sem hefur hjálpað okkur í 60 ár að flytja veðurfréttir endurgjaldslaust, hefur alltaf lýst sig fúst til að rjúfa dagskrána til þess að segja frá slíkum aðvörun- um. En endanlega spáin, vel grunduð, kemur svo á sínum reglulega tíma. Reglan þarf sem sagt að vera: Ný spá á 3ja stunda fresti, en veðuraðvaranir þess á milli eftir þörfum. Hafsvæöin sem spáö er fyrir. Jafnvel sjómenn á grynnri miðum vilja gjarnan vita hvaða veöri er von á úti fyrir. Veðurfregnir á fleiri rásum Hér hefur Ríkisútvarpsins veö minnst með þakklæti. En Pv' miður er það aðeins Rás eitt, sern útvarpar okkar eiginlegu veður fregnum. Þetta hefur verl mörgum sjómönnum þyrnir í aug um. Ungu mennirnir segja marg'r sem svo að Rás 2 sé þeirra stöð og það væri þeim til mikilla þægin a að þurfa ekki að skipta yfir á aðra bylgju í hvert skipti sem von er veðurfregnum. Ég tel þetta ret mæta athugasemd og vildi gjarnan að veðurfregnir yrðu líka sendar a Rás 2 og raunar fleiri stöðvum- n þar er ýmislegt til hindrunar. Pa er kvartað yfir því, að fyrir aöra hlustendur en sjómenn séu veður fréttir ekki nógu líflegt, alþýöl®8 og útgengilegt útvarpsefni, ser staklega vegna þess hvað þær se° stundum langar, oft um 12' mínútur klukkan 10:10 og 18:4:I- Við skulum láta liggja milli hluta hvort þetta er réttmæt aðfinnsla- En hitt er athugandi hvort veður fregnir geta ekki orðið markvissan og gagnlegri með því að stytta Þ3^ lengstu, en bæta aftur nýjum upP lýsingum við þær spár sem stysta^ eru. Ef sá árangur næðist, aetti að að minnsta kosti einni hindrun vera rutt úr vegi fyrir því að veður fregnir séu fluttar á báðum rásum- Lítum aðeins nánar á þetta. Klukkan 10:10 er lesin veður- lýsing frá 46 eða 48 innlendum stöðvum, einum sex útlendum stöðvum og stundum 10 skipum, en klukkan 12:45 er engin veðurlýsing lesin. Væri e nægt að fá nærri því eins gott Y 1 lit yfir veðrið á landinu þó a stöðvum væri fækkað verulega 10:10, en hins vegar tekinn upP lestur á veðurskeytum klukka'1 12:45 og þá fengist aftur jafng0 ^ yfirlit um breytinguna á þrem tímum? Þannig mætti jafna lenh veðurfregnanna yfir sólarhringinn' þannig að hinar lengstu yrðu nær° því eins gagnlegar og áður,

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.