Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1990, Side 14

Ægir - 01.09.1990, Side 14
466 ÆGIR 9/09 Þorgeir Pálsson: Sjálfvirkt tilkynningakerfi fyrir fiskiskip Inngangur Eins og kunnugt er hefur Slysa- varnafélag íslands rekið tilkynn- ingaskyldu íslenskra fiskiskipa í rúma tvo áratugi. Starfsemi til- kynningaskyldunnar fer þannig fram, að skipstjórnarmenn setja sig í samband við næstu strandar- stöð Pósts og síma og gefa upplýs- ingar um hvar þeir eru staddir. Slíkar tilkynningar eru jafnframt sendar, þegar látið er úr höfn eða komið til hafnar. Þessum upplýs- ingum er síðan komið áleiðis til efti rl itsstöðvar tilkynningaskyld- unnar í Reykjavík oftast með telex- skeyti. Á síðustu misserum hafa sjómenn einnig notað farsímann til að koma boðum til tilkynninga- skyldunnar. Um árabil voru þessar upplýs- ingar færðar inn á handskrifuð spjöld, sem var tímafrekt starf auk þess sem upplýsingarnar voru óaðgengilegar. Árið 1988 var þessi vinnsla tölvuvædd, þannig að allar upplýsingar eru nú skráðar í gagnagrunn tölvunnar. í flestum tilvikum vinnur tölvan sjálfvirkt úr telexskeytunum, sem er til mikillar hagræðingar. Eftir sem áður er gagnaflutningurinn frá skipi til lands hægvirkur, þar sem hann byggist á talsambandi. Einnig getur liðið drjúgur tími frá því að tilkynning berst frá skipi til lands þangað til hún kemst til skila í tölvu tilkynningaskyldunnar. Mjög erfitt er að stytta tímann milli tilkynninga, þar sem slíkt hefði í för með sér aukið álag á sjómenn og starfsmenn tilkynninga- skyldunnar og strandarstöðvanna. Tilkynningaskyldan gegnir mikilvægu hlutverki, sem felst einkum í því að safna upplýs- ingum um hvar flotinn er á hverjum tíma og fylgjast með því að skip komi fram. Þessar upplýs- ingar hafa rnikla þýðingu, t.d. þegar slys ber að höndum og finna þarf nærstödd skip, sem geta komið til hjálpar. Þá er ónefnt gildi tilkynningaskyldunnar fyrir fjölskyldur sjómanna, sem leita gjarnan til hennar til að fá upplýs- ingar um ferðir einstakra skipa. Athyglisvert er, að alþjóðasam- þykkt um leit- og björgun, sem gerð var fyrir tilhlutan Alþjóða- siglingamálastofnunarinnnar (IMO) árið 1979, gerir einmitt ráð fyrir, að slík þjónusta skuli tekin upp. Síðla árs 1984 birtist grein í Ægi eftir þann, sem þetta ritar, þar sem lýst var hugmyndum um að tækni- væða tilkynningaskyldu íslenskra skipa, þannig að hún gæti orðið að mestu sjálfvirk. Þá hafði kerfis- verkfræðistofa Verkfræðistofnunar Háskólans unnið um skeið að því að kanna hvernig koma mætti slíku kerfi á laggirnar og hvort slík framkvæmd væri fýsileg frá fjár- hagslegu sjónarmiði. Hér verður gerð grein fyrir þeim árangri, sem náðst hefur á þeim tíma, sem síðan er liðinn. Forsendur sjálfvirks tilkynningakerfis Ljóst er, að nútíma fjarskipta-' staðsetningar- og tölvutækni býðL,r upp á möguleika til að gjörbreyta starfsemi eins og þeirri sem fram ter á vegum tilkynningaskyldunnar- Þessi tækni hefur jafnframt orðio aðgengilegri með hverju ári eftir þvl sem framboð á sjálfvirkum stað; setningartækjum hefur aukist. A undanförnum árum hefur áhugi 3 þessari tækni farið vaxandi og hefut verið unnið að fjölmörgum rann- sókna- og þróunarverkefnum 3 þessu sviði bæði austan hafs °S vestan, sem hafa beinst að því að fylgjast með farartækjum á sjo, 1 lofti og á landi. Á vegum Alþjóða- flugmálastofnunarinnar (ICAO) er nú unnið að undirbúningi að eins- konar sjálfvirku tilkynníngakerfi fyrir flugvélar, sem gert er ráð fyr|r að komist fyrst í notkun í flugi y*'r Norður-Atlantshafi. Hinsvegar hefur almenn notkun þessarar tækni varla hafist enn, m.a. vegna þess hve margbreytilegar kröfur eru gerðar til slíkra kerfa. Hér á landi eru að mörgu ley11 ákjósanleg skilyrði til að beita sjált- virkni til að fylgjast með skipaflota landsmanna. Þannig er til staðar fullkomið Loran-C kerfi, sem getur kost á að gera nákvæma og sjalt- virka staðsetningu nánast hvar sem er í efnahagslögsögu landsins. Þetta kerfi hafa íslensk fiskiskip notað um árabil til staðsetningar á miðunurn-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.