Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1990, Qupperneq 20

Ægir - 01.09.1990, Qupperneq 20
472 ÆGIR 9/90 statt, þegar síðasta tilkynning barst. Fyrri staðsetningar mynda slóða á eftir skipinu, en hraði og stefna þess eru sýnd á talnaformi og með óbrotinni línu fram fyrir skipið. Sjaldgæft er að skeyti tapist í sam- skiptum milli skips og lands, ef skipin eru innan þess svæðis sem landstöðin nær til. Skipstöðin er fullkomlega sjálfvirk og krefst engra afskipta skipsstjórnar- manna. Bilanir hafa reynst mjög fátíðar og hafa í nánast öllum til- vikum stafað annaðhvort af bilun í loftneti eða spennugjafa. Þessum árangri hefur ekki verið náð án fyrirhafnar. Til dæmis hefur reynst nauðsynlegt að gera margvíslegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir truflanir í fjar- skiptum vegna innri og ytri áhrifa. Þá hefur umtalsverð vinna farið í að tryggja, að búnaðurinn þoli áhrif umhverfisins og haldist í gangi þrátt fyrir truflanir. Þá hefur verið unnið að þróun loftneta, sem þola veður og vinda eins og þau gerast á hafi úti og á fjöllum og þannig mætti lengi telja. Fram til þessa hefur fyrst og fremst verið lögð áhersla á að tryggja gangöryggi vélbúnaðar og hugbúnaðar. Hinsvegar hefur undanfarið verið lögð aukin áhersla á að endurbæta og full- komna hugbúnaðinn, enda má segja að þessari vinnu verði seint lokið. Til dæmis eru nú send gögn um hraða og stefnu skipsins, sem gefur mjög góðar upplýsingar um hreyfiástand þess. Þá er unnið að því að koma á fullkominni villuleit fyrir allan texta skeytisins og villu- leiðréttingu fyrir mikilvægasta hluta þess. Jafnframt liggja fyrir fjölmargar hugmyndir um endur- bætur á öðrum hlutum gagnaflutn- ingskerfisins til þess að tryggja öryggi þess og auka afkastaget- una. Þá hefur verið unnið að undirbúningi að framleiðslu skip- stöðvarinnar, en þessari vinnu er nú að mestu lokið. Er ekkert því til fyrirstöðu að hefja raðframleiðslu á þessum búnaði. Stefnt hefur verið að því að verð slíkrar stöðvar verði sambærilegt við verð far- síma, þótt tvöfalt farsímaverð sé nær lagi á þessu stigi í þróun kerf- isins. Ljóst er, að framleiðslu- kostnaður mundi lækka verulega í fjöldaframleiðslu. Með sjálfvirku tilkynningakerfi má fá mjög nákvæmar upplýs- ingar um ferðir skipa. Því er brýnt Mynd 6. Núverandi útbreiðslusvæði sjálfvirka tilkynningakerfisins. að setja reglur um meöterð gagna' sem þannig væri safnað, og hverjit fengju aðgang að þeim. Fyrirmynn að slíkum reglum er t.d. að fir>na 1 flugstjórnarmiðstöð Flugmála stjórnar, sem safnar gögnum ul11 ferðir flugvéla. Framtíðarþróun sjálfvirks tilkynningakerfis Mjög mikil þróun hefur orðið 1 heiminum á sviði gagnafjarskipta milli farartækja og fastra stöðva (mobile data communications) a undanförnum árum. Fá kerfi er enn sem komið er í notkun og fleS| eru mjög dýr í rekstri. INMARSA kerfið gerir t.d. kleift að hafa ta og telexsamband við skip á öHurn heimshöfum. Búnaðurinn og 3 notin eru enn sem komið er sv° dýr, að tiltölulega fá skip nýta ser þessa þjónustu að marki. Svokal' aður Standard C búnaður, sem gefur kost á telexsambandi unl INMARSAT gervihnetti, er nU kominn á markaðinn. Þótt þeS^ búnaður sé mun ódýrari en fm komnustu skipstöðvar í INMAR SAT kerfinu, kostar hann a.m k. há hálfa milljón króna. Þegar afnotagjöld bætast við þennan stofnkostnað er Ijóst, að gervi- hnattatæknin er enn mun dýrarl en fjarskipti, sem byggjast á jarð- bundnum kerfum. Ljóst er, að innan fárra áia verður komið upp kerfum n gagnafjarskipta við öll skip ha? 1 stór og smá. Spurningin snýst þvl ekki um hvort slíku kerfi verður komið upp fyrir íslenska fiskifl°n ann heldur hvenær og hvort sU tækni, sem þróuð hefur verið hér a landi verði nýtt í þessu skyni. Eins og málum er háttað hér á landi er tilkynningaskyldan sú starfsemL sem gæti notað sér þjónustu slík5 gagnakerfis nú þegar. Hinsvegar er ekkert því til fyrirstöðu, a kerfið geti séð um annan gagna", flutning milli skips og lands. reynd er mjög heppilegt að sl'k

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.