Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1990, Side 24

Ægir - 01.09.1990, Side 24
476 ÆGIR 9/90 Jóhann Viðar ívarsson: Hvalamálið: Yfirlit og horíur Byrjar darraðardansinn aftur á næsta ári? Alþjóðahvalveiðiráðið ákveður veiðibann íslendingar hafa frá árinu 1948 verið aðilar að Alþjóðahvalveiði- ráðinu, samstarfsvettvangi ríkja um hvalveiðar í heiminum. Ráðið var stofnað tveimur árum áður af hvalveiðiríkjum, til að tryggja hagsmuni þeirra og skynsamlega nýtingu á þessari auðlind. Hins vegar er öllum viðurkenndum full- valda ríkjum frjáls full aðild að ráðinu um leið og þau óska eftir henni. Nú eru í því 41 ríki. Lang- flest þeirra hafa aldrei stundað hvalveiðar eða eru hætt þeim. Þessi breytta samsetning hval- veiðiráðsins hefur leitt til annarra áherslna í starfi þess en yfirlýstar hvalveiðiþjóðir hefðu viljað. Friðunarsjónarmið hafa átt sívax- andi fylgi að fagna í því. Þá er átt við áherslu á algera friðun hvala, hvað sem líði ástandi stofna og veiðiþoli, vegna þess að það sé einfaldlega ekki rétt að veiða þá. Verndun til viðhalds stofnunum hefur hins vegar verið eitt megin- markmið ráðsins frá upphafi, sem forsenda skynsamlegrar nýtingar þeirra. Þessi þróun í Alþjóðahvalveiði- ráðinu náði hámarki sínu árið 1982, þegar aukinn meirihluti þriggja fjórðu hluta aðildarríkja stóð í fyrsta sinn á ársfundi fyrir algeru banni við hvalveiðum í atvinnuskyni, árin 1986-1990, að báðum árum meðtöldum. Kveðið var á um það í ákvörðuninni að á umræddum árum skyldu fara fram sem víðtækastar rannsóknir á hvalastofnunum, til þess að unnt yrði að meta áhrif bannsins á við- gang og ástand þeirra í lok veiði- stöðvunarinnar, með það fyrir augum að endurskoða bannið. Skyldi heildarúttekt á stofnunum vera lokið eigi síðar er árið 1990. En Ijóst var að mörg ríkjanna töldu þetta ákvæði aðeins vera til mála- mynda til að friða hvalveiðiþjóð- irnar; í raun yrðu hvalveiðar í atvinnuskyni ekki teknar upp aftur í fyrirsjáanlegri framtíð. Steypireyður. Ráðið varð enda ekki mikill hvati rannsókna þessi ár. Einstök ríki tóku sig hins vegar saman um rannsóknir og/eða stunduðu þser ein sér. Þau leggja til flest gögnin sem hvalveiðiráðið á að byggí3 ákvörðun sína um framtíð hval- veiða á. Nú liggur fyrir að alls- herjarmat á hvalastofnum heims getur ekki farið fram á þessu ari eins og vera átti, vegna skorts a upplýsingum um marga þeirra. Vér mótmælum ekki! Einstök aðildarríki hvalveiði- ráðsins höfðu samkvæmt stofnsátt- mála þess rétt til að mótmaela Mynd: Atli Konráðsson■

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.