Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1990, Síða 25

Ægir - 01.09.1990, Síða 25
9/90 ÆGIR 477 Ve|ðibanninu. Gerðu þau það 'nnan tilskilins tíma væru þau ekki undin af því. Japan, Noregur og ovétríkin mótmæltu. Alþingi Sendinga ályktaði hins vegar 2. e fúar 1983 með eins atkvæðis að banninu skyldi ekki mót- u^ælt og eftir því var farið. Fór a(kvæðagreiðsla fram undir þrýst- 'n8i frá bandarískum stjórnvöld- Urri- sem létu í það skína að þau orðið nauðbeygð til að beita s endinga efnahagsþvingunum ef neir mótmæltu banninu og héldu Ve'ðum áfram. ^'ngið ályktaði jafnframt að víð- ®Kar rannsóknir skyldu fara fram a ^valastofnunum við ísland á uuiræddu tímabili, í samræmi við a vörðun hvalveiðiráðsins. Haf- |3nnsóknastofnun var falið að búa 1 a*tlun um þær, sem tilbúin var v-Orið 1985. Hluti áætlunarinnar ' sér veiðar á hvölum og var gerður sérstakur samningur við Hval hf. um að annast þær. Þessi hluti átti hins vegar eftir að draga dilk á eftir sér. Veiðiþáttur rannsóknanna á tímum hvalveiðibanns átti sér rétt- lætingu í áttundu grein stofnsátt- mála Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þar segir að það sé í valdi einstakra ríkisstjórna að veita landsmönnum sínum leyfi til töku hvala í vísinda- skyni, hvað sem annars staðar standi í sáttmálanum. Slík leyfi séu utan áhrifa hans. Hinar svokölluðu vísindaveiðar féllu hins vegar ekki í kramið hjá velflestum aðildarríkja ráðsins. Þegar á ársfundi þess fyrsta ár veiðanna og veiðibannsins álykt- aði það um takmarkanir á þessum rétti einstakra stjórnvalda til að heimila vísindaveiðar. Annars vegar skyldu leyfi til slíkra veiða vera háð umsögn vísindanefndar ráðsins. Hins vegar skyldu afurðir veiðanna fyrst og fremst nýttar í veiðilandinu sjálfu. Ályktun hvalveiðiráðsins árið 1986 var byggð á sjöttu grein stofnsáttmálans, þar sem segir að því sé heimilt að álykta hvenær sem er um alla hluti sem viðkomi hvölum, hvalveiðum og mark- miðum sáttmálans. Ályktanir ráðs- ins eru ekki bindandi fyrir aðildar- ríkin og því stangast sjötta grein út af fyrir sig ekki á við þá áttundu, um sjálfræði stjórnvalda aðildar- ríkja til útgáfu veiðileyfa í vísinda- skyni. Þetta hefði því líklega ekki skipt miklu máli fyrir íslendinga ef ekki hefðu komið til bandarísk lög og það að Bandaríkin eru áhrifa- mesti aðilinn í hvalveiðiráðinu. Þar í landi eru í gildi lagaákvæði sem kveða á um efnahagslegar refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar gagnvart ríkjum sem dragi úr ^refna. Mynd: Jóhann Sigurjónsson.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.