Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1990, Qupperneq 30

Ægir - 01.09.1990, Qupperneq 30
482 ÆGIR 9/90 samræmi við ákvörðun ráðsins og samþykki íslendinga, en ekki hugsaðar til að skjóta sér undan skuldbindingum um að láta af hvalveiðum í atvinnuskyni, eins og andstæðingar veiðanna halda mjög gjarna fram. Skerða afskiptin fullveldi íslendinga? Ekki skal gleymt að rifja upp að íslendingar hafa gjarna litið á hvalveiðideiluna sem tilraun ann- arra ríkja til að skerða fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar til ráð- stöfunar auðlinda innan eigin lög- sögu. Sérstaklega hafa Bandaríkja- menn fengið að heyra að þeir væru að gera þetta með hótunum sínum um viðskiptaþvinganir. Ekki verður skorið úr um réttmæti slíkra fullyrðinga hér, en bent á að finna má rök bæði með þeim og móti. Til að mynda má segja að hótun viðskiptaþvingana til að hafa áhrif á gerðir ríkis innan eigin lögsögu sé augljós íhlutun á sviði, sem það sem fullvalda og sjálfstætt ríki eigi eitt og óskorað að ráða yfir. Það sé grundvöllur þess að hægt sé að tala um fullveldi ríkja á eigin landsvæði. Hins vegar hefur því verið haldið fram að ríki ráði að sjálf- sögðu sjálft við hverja það verslar. Ef því líki ekki framkoma við- skiptalandsins hafi það fullan rétt til að segja því að taki það ekki upp betri hætti muni viðkomandi ríki beina viðskiptum sínum annað. Það verður þó að segja eins og er, að það væri meira í anda þessarar hugmyndar að bandarískir viðskiptamenn íslend- inga tækju þessa ákvörðun sjálfir í samræmi við frjálsa viðskipta- hætti, en ekki alríkisvaldið. Bandaríkjamenn í glerhúsi í deilunni við bandarísk stjórn- völd hafa þau íslensku stundum bent á að Bandaríkjamenn drepi sjálfir tugþúsundir hvala á ári hverju og hafi því manna minnst rétt til að vanda um fyrir öðrum. Þar eiga þau við höfrungana sem villast í net bandarískra túnfisks- veiðimanna og ekki er yfirleitt hirt um hvort drepist. Þetta er réttmæt gagnrýni á Bandaríkin. En hval- veiðisáttmálinn tekur ekki til smá- hvela eins og höfrunga, þannig að Bandaríkin þurfa ekki að svara fyrir þessa fjöldaslátrun í hval- veiðiráðinu. íslensk stjórnvöld hafa einnig tínt til að veiðar frumbyggja falli ekki undir skilgreiningu hvalveiði- ráðsins á atvinnuveiðum. Þeir hafi því getað haldið þeim áfram þrátt fyrir veiðibannið, þar á meðal Bandaríkjamenn sjálfir. Alaska- Eskimóar eru nefnilega banda- rískir ríkisborgarar, eins og gefur að skilja. Því kasti Bandaríkja- menn steinum úr glerhúsi af þess- ari ástæðu líka. Nokkuð er þetta þó langsótt röksemdafærsla að mati ritgerðarhöfundar. Þjóðerni Eskimóanna skiptir engu máli um rétt þeirra til veiðanna, heldur lífsstíll þeirra. Að hengja fiskimann fyrir hvalfangara Snúum okkur nú að áróðurs- herferð alþjóðasamtaka Grænfrið- unga. Á þeim vettvangi er staðan skýrari og afstaða Grænfriðunga mun afdráttarlausar andsnúin veiðunum en bandarfskra stjórn- valda. Við því er líka að búast þar sem sjálf tilvist samtakanna snýst um mál á borð við hvalveiðar. Áróðursherferð þeirra beindist gegn íslenskum sjávarafurðum vegna hins geysilega mikilvægis þeirra í íslenskum útflutningi og atvinnulífi þjóðarinnar. Samtökin brugðu einnig fyrir sig að fisk- iðnaðurinn yrði fyrir árásunum vegna meintra tengsla hans við hvalveiðar íslendinga, til að rétt- læta þær fyrir fólki sem ef til vill velti fyrir sér réttmæti þess að hætta viðskiptum við fiskimenn út af gerðum hvalveiðimanna, vegna þess að þeir voru sömu þjóðar. Jafnframt er næsta víst að sarn- tökin völdu sér andstæðing ettir vexti ef svo má segja. íslendingar urðu skotmark þeirra meðal ann- ars vegna þess að þeir vorU minnsta þjóðin sem stundaði hva - veiðar eftir að bannið tók gildi °S voru viðkvæmastir fyrir árásum a einhæfan útflutning sinn. En íslendingar voru líka fordæmi fyr,r aðrar þjóðir, því þeir voru fyrstir ti að taka upp vísindaveiðar, °S hinir sigldu svo í kjölfarið. * þeirri ástæðu sögðust Grænfrið' ungar sjálfir einbeita sér að baráttu gegn íslandi og er eflaust nokkuð til í því líka. Herferð Grænfriðunga °S umtalsverð áhrif hennar í Vestur- Þýskalandi og Bandaríkjunum sýnir glögglega hve áhrifamikil frjáls félagasamtök einstaklinga geta verið á Vesturlöndum nú a dögum. Þau eru svo voldug a^ þau bjóða stjórnvöldum fullvalda ríkis hiklaust birginn og fara lang1 með að knýja þau til að fara að kröfum sínum. Að mati höfundar er mjög líklegt að íslensk stjórn- völd hefðu látið í minni pokann á endanum og hætt við frekari vís- indaveiðar, ef þær hefðu upphaf' lega verið áformaðar lengur en raunin var og Grænfriðunga' hefðu haldið herferð sinni áfram af sama krafti og þeir gerðu síðustu mánuði hennar. Ársfundurinn 1990: Endurskoðun veiðibanns frestað Á ársfundi Alþjóðahvalveiði- ráðsins í ár, sem haldinn var | Hollandi í byrjun júlí, fór ekk' fram endurmat á hvalveiðibann- inu eins og samþykktin um bannið frá árinu 1982 kvað á um og vonir manna höfðu staðið til hér á landi- Meginástæðan fyrir því að meginhluti fundarmanna vildj ekki endurmeta veiðibannið 3

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.