Ægir - 01.10.1990, Síða 24
528
ÆGIR
10/90
Afkoma fiskiskipa
árið 1989
Friðrik Friðriksson:
Rekstraryfirlit 1989
Afkoma báta var mun skárri á
árinu 1989 en árið áður, átti það
einkum við um 21-50 brl. og
111—200 brl. báta. Afkoma togara
var svipuð og árið 1988, þó nam
vergur hagnaður minni ísfisktog-
ara um 17% 1989 en um 19%
1988. Stærri ísfisktogarar sýndu
hinsvegar betri afkomu eða um
19% 1989 og 17% 1988. Meðal
skýringa á bættri afkomu bátaflot-
ans má taka aukna sölu bátanna á
erlendum mörkuðum og þar með í
flestum tilvikum hærra verð, en
um 35% aflaverðmætis 111-200
brl. báta voru fyrir gámafisk og
erlendrar sölu á árinu 1989. Með-
altekjur 111-200 brl. báta hækk-
uðu um 41% skv. bókhaldi en út-
gerðarkostnaður hinsvegar um
33%. Hlutur launa og launatengdra
gjalda lækkaði einnig eða úr 45%
1988 í um 41% hjá 111-200 brl.
bátum, einnig lækkaði viðhald
umtalsvert eða úr 12% 1988 í 9%
1989. Fjármagnskostnaður nettó,
þ.e. m.t.t. tekjufærslu lækkaði og
var um 10% 1989 en 14% 1988.
Greinilegur bati var hjá Snæfells-
nesbátum, hinsvegar virðist af-
koma norðlenskra báta sem eru
með eigin verkun lítið hafa batnað
enda margir sem verka allan sinn
fisk sjálfir á lágmarksverði. Ef
reiknað er með að um 20% aflans
fari í gáma má ætla að sama
útgerð muni standa undir sér.
Meðalverð innanlands á þorski
var 33.9 kr./kg, en um 80 kr./kg á
gámafiski. Verðmunur er orðinn
gífurlegur og setur mark sitt á
afkomumöguleika þeirra útgerða
sem eru óbundnar að selja þar
sem hæst verð býðst. Afkomu-
munur er enn mikill milli einstakra
báta. Afkoma frystitogara var
svipuð á árinu 1989 og 1988,
þannig sýndu minni frystitogarar
um 24% vergan hagnað 1988 en
um 26% vergan hagnað 1989.
Stærri frystitogarar en 500 brl.
sýndu hinsvegar um 27% vergan
hagnað 1988 en 25% 1989. Eftir
afskriftir og fjármagnsliði sýna
frystitogarar lítilsháttar hagnað,
þeir minni um 2% og þeir stærri
um 2.4%. Tafla 1 sýnir rekstrar-
reikninga eftir stærðarflokkum
1989.
Rekstraryfirlit
eftir stærðarflokkum
Hér á eftir verður gerð grein
fyrir afkomu einstakra stærðar-
flokka á árinu 1989:
Vélbátar
10-20 brl.: Afkoma þessara
báta var svipuð og árið áður.
Fjöldi smábáta hefur stóraukist
undanfarin ár og í þessum flokki
voru alls 194 bátar á liðnu ári.
Árið áður voru þeir 199. Heildar-
tekjur þessara báta námu tæpum
1.4 milljarði króna skv. skýrslum
Fiskifélagsins. Úrtak 37 báta sýndi
um 12% vergan hagnað.
21-50 brl.: Fækkun varð '
stærðarflokki þessum sem aett'
ekki að koma á óvart eftir tap-
rekstur í mörg ár. Alls voru 85
bátar skráðir í stærðarflokknum a
síðasta ári, en 89 árið áður.
Afkoma þessara báta var rriun
betri en árið áður, en um 47 /°
þeirra sýndi um 12.4% vergan
hagnað á árinu en 7% árið áður-
Meðaltekjur úrtaksbáta hækkuðu
um 31 % á árinu en hreinn útgerð-
arkostnaður um 22%. Að meðal-
tali lækkuðu aflahlutur og launa-
tengd gjöld úr 52% 1988 í 48.4%
1989. Veiðarfærakostnaður laekk-
aði úr 7% í tæp 6%. Olíukostn-
aður sem hlutfall tekna var svip-
aður eða um 4% bæði árin, hins-
vegar lækkar hlutdeild viðhalds úr
11% í 8%.
51-110 brl.: Afkoma þe55U
stærðarflokks var svipuð og ári
áður, en hagnaður fyrir afskriftir
og fjármagnskostnað var 9% ari
1989. Talsverð fækkun var í báta-
flokki þessum eða úr 133 bátum
1988 í 124 báta 1989. Að meðal-
tali varð vergur hagnaður þe'rr^
um 9%, sem er svipað og ár>
áður. Meðaltekjur úrtaksskipa
hækkuðu um 24.5% sem var svip-
að og hækkun útgerðarkostnaðar
liða. Margir þessara báta eru í e'8u
vinnslufyrirtækja og fá einung'5
lágmarksverð fyrir afla sinn. Me '
alaldur þessara báta er einn'g
verulega hár, nálgast 30 ár. ð
meðaltali hækkuðu tekjur og