Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1990, Blaðsíða 24

Ægir - 01.10.1990, Blaðsíða 24
528 ÆGIR 10/90 Afkoma fiskiskipa árið 1989 Friðrik Friðriksson: Rekstraryfirlit 1989 Afkoma báta var mun skárri á árinu 1989 en árið áður, átti það einkum við um 21-50 brl. og 111—200 brl. báta. Afkoma togara var svipuð og árið 1988, þó nam vergur hagnaður minni ísfisktog- ara um 17% 1989 en um 19% 1988. Stærri ísfisktogarar sýndu hinsvegar betri afkomu eða um 19% 1989 og 17% 1988. Meðal skýringa á bættri afkomu bátaflot- ans má taka aukna sölu bátanna á erlendum mörkuðum og þar með í flestum tilvikum hærra verð, en um 35% aflaverðmætis 111-200 brl. báta voru fyrir gámafisk og erlendrar sölu á árinu 1989. Með- altekjur 111-200 brl. báta hækk- uðu um 41% skv. bókhaldi en út- gerðarkostnaður hinsvegar um 33%. Hlutur launa og launatengdra gjalda lækkaði einnig eða úr 45% 1988 í um 41% hjá 111-200 brl. bátum, einnig lækkaði viðhald umtalsvert eða úr 12% 1988 í 9% 1989. Fjármagnskostnaður nettó, þ.e. m.t.t. tekjufærslu lækkaði og var um 10% 1989 en 14% 1988. Greinilegur bati var hjá Snæfells- nesbátum, hinsvegar virðist af- koma norðlenskra báta sem eru með eigin verkun lítið hafa batnað enda margir sem verka allan sinn fisk sjálfir á lágmarksverði. Ef reiknað er með að um 20% aflans fari í gáma má ætla að sama útgerð muni standa undir sér. Meðalverð innanlands á þorski var 33.9 kr./kg, en um 80 kr./kg á gámafiski. Verðmunur er orðinn gífurlegur og setur mark sitt á afkomumöguleika þeirra útgerða sem eru óbundnar að selja þar sem hæst verð býðst. Afkomu- munur er enn mikill milli einstakra báta. Afkoma frystitogara var svipuð á árinu 1989 og 1988, þannig sýndu minni frystitogarar um 24% vergan hagnað 1988 en um 26% vergan hagnað 1989. Stærri frystitogarar en 500 brl. sýndu hinsvegar um 27% vergan hagnað 1988 en 25% 1989. Eftir afskriftir og fjármagnsliði sýna frystitogarar lítilsháttar hagnað, þeir minni um 2% og þeir stærri um 2.4%. Tafla 1 sýnir rekstrar- reikninga eftir stærðarflokkum 1989. Rekstraryfirlit eftir stærðarflokkum Hér á eftir verður gerð grein fyrir afkomu einstakra stærðar- flokka á árinu 1989: Vélbátar 10-20 brl.: Afkoma þessara báta var svipuð og árið áður. Fjöldi smábáta hefur stóraukist undanfarin ár og í þessum flokki voru alls 194 bátar á liðnu ári. Árið áður voru þeir 199. Heildar- tekjur þessara báta námu tæpum 1.4 milljarði króna skv. skýrslum Fiskifélagsins. Úrtak 37 báta sýndi um 12% vergan hagnað. 21-50 brl.: Fækkun varð ' stærðarflokki þessum sem aett' ekki að koma á óvart eftir tap- rekstur í mörg ár. Alls voru 85 bátar skráðir í stærðarflokknum a síðasta ári, en 89 árið áður. Afkoma þessara báta var rriun betri en árið áður, en um 47 /° þeirra sýndi um 12.4% vergan hagnað á árinu en 7% árið áður- Meðaltekjur úrtaksbáta hækkuðu um 31 % á árinu en hreinn útgerð- arkostnaður um 22%. Að meðal- tali lækkuðu aflahlutur og launa- tengd gjöld úr 52% 1988 í 48.4% 1989. Veiðarfærakostnaður laekk- aði úr 7% í tæp 6%. Olíukostn- aður sem hlutfall tekna var svip- aður eða um 4% bæði árin, hins- vegar lækkar hlutdeild viðhalds úr 11% í 8%. 51-110 brl.: Afkoma þe55U stærðarflokks var svipuð og ári áður, en hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað var 9% ari 1989. Talsverð fækkun var í báta- flokki þessum eða úr 133 bátum 1988 í 124 báta 1989. Að meðal- tali varð vergur hagnaður þe'rr^ um 9%, sem er svipað og ár> áður. Meðaltekjur úrtaksskipa hækkuðu um 24.5% sem var svip- að og hækkun útgerðarkostnaðar liða. Margir þessara báta eru í e'8u vinnslufyrirtækja og fá einung'5 lágmarksverð fyrir afla sinn. Me ' alaldur þessara báta er einn'g verulega hár, nálgast 30 ár. ð meðaltali hækkuðu tekjur og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.