Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1990, Page 34

Ægir - 01.10.1990, Page 34
538 ÆGIR 10/90 Búnabur til titringsmælinga Almennt Á sviði mælingatækni hefur Tæknideild Fiskifélags íslands og Fiskveiðasjóðs útvíkkað starfsemi sína með nýjum búnaði til titrings- mælinga. í rúmt ár hefur undir- búningur staðið yfir og hefur verið lögð mikil vinna í öflun þessa bún- aðar og frágangs á honum í „heild- arpakka". Við þessu máli var hreyft vegna fyrirspurnar eða beiðni um at- hugun á titringi í ákveðnu skipi. Reyndar hafa slíkar beiðnir áður komið og þegar grannt er skoðað þá er þetta sennilega algengara vandamál en talið er. Hjá deildinni hefur verið til ákveðinn búnaður til upptöku og hljóðgreiningar á hávaða yfir ákveðinni tíðni. Umræddur bún- aður var m.a. notaður til grein- ingar á skrúfuhávaða í síldar- skipum á sjöunda áratugnum. Þessi búnaður getur þó ekki greint tíðni undir 20Hz (riðum), sem er nauðsynlegt þegar um er að ræða titringsvandamál. Titringur í fiskiskipum er flókið svið sem krefst fagkunnáttu, reynslu og mælitækni. Eitt er að geta mælt og greint titring, annað að benda á uppsprettu hans og þriðja að koma með tillögur til úrbóta. Það er von starfsmanna að með tímanum megi byggja upp færni á þessu sviði, þannig að deildin geti veitt ákveðna þjónustu á sviði titringsvandamála. Tæknileg atriði f stórum dráttum má skipta bún- aði til titringsmælinga í þrjá hluta: I Titringsneminn og magnara- I búnaður tengdur honum, er skilar titringsmerkinu frá sér á því formi og styrk sem nauð- synlegur er fyrir frekari úrvinnslu merkisins. II Búnaður til þess að skrá titr- ingsmerkið frá hluta I, þannig að hægt sé að skoða merkið og meta eftir að mæling hefur farið fram. III Titringsgreinir sem tekur við titringsmerkinu, annað hvort samtíma merki beint frá búnaðinum í hluta I, eða mæliupptöku frá skráningar- tækinu sem lýst er í hluta II. Hér verður gerð stutt grein fyrir eiginleikum þessara þriggja þátta. I Titringsneminn er gerður úr piezo-krystal er myndar rafspennu í réttu hluttalli við og af sömu tíöm og hröðun titringsmerkisins, enda er heiti hans í ensku máli accel- erometer (acceleration = hröðun)- Að vísu eru til nemar er maela hraða titringsmerkisins og einmg aðrir er mæla útslagið, en það er þó algengast að mæla hröðunina. Auk magnara þá getur búnaðurinn haft tegurrásir og þannig má t'á bæði hraða og útslag titringssveifl- unnar, þótt einungis hröðun hennar sé mæld. Oft er heppileg* að nota hraða titringsmerkisins, vegna þess að þá mælist til jafn- aðar svipaður styrkur hinna ýmsu tíðniþátta merkisins, en það getur möguleika á meiri mælinákvæmm (sjá mynd 1). II Sem skráningartæki hafa fram að þessu mikið verið notuð sérstök segulbandstæki er geta skráð lag- tíðnimerki og þá gjarnan tTa nokkrum rásum samtímis. I dager á markaðnum búnaður sem teng- ist tölvu og getur skráð á diskling merki frá nokkrum rnælirásum samtímis en þar með eru maeli- gögnin komin á tölvutækt form- Mynd 1: Dæmigerð titringsmæling. Myndin sýnir hröðun, hraða og utsl^S titringssveiflunnar.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.