Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1990, Page 22

Ægir - 01.11.1990, Page 22
582 ÆGIR urinn auki ekki heildarafla lands- manna um einn einasta uggaræfil, og hafi ekki önnur áhrif á afkomu þjóðarbúsins en að auka olíu- kostnað, mannahald og veiðar- færaslit. Það er því sennilega nokkuð til í því sem Þorvaldur Gylfason og fleiri hafa haldið fram, að hagræðingin í nýja kvóta- kerfinu verður hægari helduren ef tekinn hefði verið upp auðlinda- skattur eða veiðileyfasala þegar í stað. Neyðin kennir naktri konu að spinna og yfirvofandi veiði- leyfasala neyðir slök og miðlungs- fyrirtæki til sameiningar við önnur öflugri. í töflunni hér er reynt að meta ástandið eftir að hagræðing hefur náðst fram og birst í bók- haldinu. Ógnar kvótakerfið lífskjörunum? Það er von að einhver spyrji: Ef kvótakerfið skilar í rauninni hag- ræðingu af -þessu tagi, hvað í ósköpunum er þá hægt að hafa á móti því? Hvaða þörf er þá á ríkis- bákni til að innheimta auðlinda- skatt? Svarið við því liggur í töfl- unni hér að framan: Að sönnu vaxa hreinar útflutningstekjur sjávarút- vegsins um 6 milljarða króna á ári og afkoma ætti að batna um eina 15 milljarða. Beinar tekjur al- mennings í landinu af sjávarútvegi minnka hins vegar um 9 milljarða. Það hvort almenningur í landinu hagnast eða tapar á breytingunni, fer svo eftir því hvort meira eða minna af þessum 15 milljörðum ratar inn í íslenska hagkerfið aftur. Það gæti ratað til útlanda í formi neyslu og utanlandsferða, ellegar til kaupa á erlendum verðbréfum. Eitt er dagljóst: Almennur lífs- kjarabati verður mun meiri í land- inu ef veiðigjöldin renna beint til almennings eða eru nýtt til að lækka skatta heldur en ef þau fara fyrst um vasa útgerðarmanna. Enn kynni einhver að spyrja hvort hátekjur kvótaeigendanna myndu ekki að einhverju leyti skila sér í tekjusköttum af rekstri eða sölu varanlegs kvóta. í fyrsta lagi má benda á að fyrirtæki sem hefja rekstur héðan í frá verða að kaupa kvóta á markaðsverði og verða með fjármagnskostnað á móti tekjunum og munu því ekki sýna óvenjulegan hagnað. Um tekjur af kvótasölu eru engin lög til og ekki einu sinni hefðir um kvóta sem menn eignast í upphafi kvóta- kerfisins vegna aflareynslu. Menn sem selja kvóta geta líka keypt skuldabréf og haft vaxtatekjur í stað leigutekna. Slíkar tekjur eru ekki skattskyldar samkvæmt nú- verandi lögum. Jafnvel þótt troðið yrði í þessi göt á skattakerfinu, yrði eftirtekjan í hæsta lagi 40% af árlegu verðmæti veiðiréttindanna. Hagsmunir og aðlögun Eftir margra ára grufl í hagfræði þar sem gert er ráð fyrir að hver oti sínum tota, er ég hvorki hlessa né hneykslaður þótt þeir hjá Lands- sambandi íslenskra útvegsmanna berjist eins og Ijón gegn veiði- gjaldi eða auðlindaskatti eða hvað menn vilja kalla það. Sem hag- fræðingi finnst mér meira að segja praktískt að láta fyrirtæki í sjávar- útvegi hafa kvótann endurgjalds- laust meðan þessi atvinnugrein er að ná sér á strik, um það bil þangað til eigið fé útgerðar og vinnslu verður komið upp í svo sem 70-80% af heildarfjármagni. Mér finnst hins vegar engin ástæða til að auðvelda mönnum að taka stórar fúlgur út úr fyrir- tækjunum. Það er nefnilega hætt við að þeir sem kaupa fyrirtæki af öðrum þurfi að slá lán fyrir greiðslunum með veði í togar- anum eða frystihúsinu eða kvótan- um. Og þar sem ólíklegt er að menn selji hlut sinn í sjávarútvegs- fyrirtæki til þess eins að leggja inn í sparisjóð, er hætt við að þessar viðbótarskuldir sjávarútvegsins verði erlendar skuldir. Við erum 11/90 væntanlega sammála um að ekki er allur munur á því annars vegar að steypa sjávarútveginum í er' lendar skuldir og hins vegar að selja flotann og fiskveiðiréttinn til Spánar, og skal ég segja það her og nú, þótt það sé engin hagfræði- Ég er á móti því að menn geti slegið lán út á veiðiréttindi, því að ég er á móti því að mönnum leyfist að tapa veiðiréttindum úr landi- Þegar allur kvótinn hefur verið veðsettur til útlanda, verður kom- inn tími til að panta lóðir á Jót- landsheiðum. Laun sjómanna Menn hafa kannski tekið eftir því að ég gerði í töflunni þeirri arna ráð fyrir að launakostnaður i útgerð og vinnslu myndi lækka um 20%. En eru sjómenn ekki ráðnir upp á hlut? Þrátt fyrir hluta- skipti tel ég einsýnt að kjör sjo- manna muni ekki standast hag- ræðingaráhlaupið án breytinga- Ég er ekki sérlega vel að mer i guðspjöllunum og veit ekki hver sanngjörn og réttmæt laun sjo- manna eru frekar en ég veit hver eru sanngjörn laun bankamanna- Hitt hef ég fyrir satt, að ef hart er slegist um störf í tiltekinni atvinnu- grein og biðraðir eru eftir plássi eins og eftir skiprúmum á frysti- togurum nú, þá verður að telja það líklegt að launakjör í þessari grein muni slakna þegar til lengri tíma er litið. Ég held að eftirfarandi lýsing sam- ræmist ekki bara hagfræðilegrl greiningu, heldur einnig almennri skynsemi: Þegar skipsrúmum hefur fækkað um þriðjung; Þegar meðalafli togara fer a slaga upp í afla Guðbjargarinnar og Akureyrinnar nú og háseta- hluturinn álíka; Þegar þriðjungur af öllum sjo- mönnum og helmingurinn af frfsk- um frystihúsastelpum á landinu gengur atvinnulaus;

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.