Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1990, Side 23

Ægir - 01.11.1990, Side 23
'1/90 ÆGIR 583 Þegar útgerðin þarf að greiða 25 e&a 30 króna kvótagjald fyrir hvert kí|ó upp úr sjó hvort heldur til Prívatmanna eða ríkisins. Þá verður þess ekki langt að tríða að skiptaprósentan lækki. Menn geta haldið því fram að þessi þróun sem ég lýsi, stríði §egn samningum, en hvernig haldið þið að verði samið í litlu sJávarþorpi þegar bátarnir eða togarinn eru á förum, og ekkert ðlasir við annað en eymd og at- vinnubrestur? Pá munu sjómenn °g fiskverkafólk á landsbyggðinni sfanda með okkur annars flokks begnum á Reykjanesi og Seltjarn- arnesi, sem höfum lítinn kvóta og hálfan atkvæðisrétt, og þá hefur enginn stjórnmálaflokkur efni á því að sækja flokkslínuna á aðal- fundi LÍÚ. Áð klára kvótamálið I vor er leið leystist kvótamálið UPP í tómt rugl á Alþingi. Um það ^eyti kom berlega í Ijós í skoðana- könnun, að almenningur í landinu hafði mjög takmarkaða hugmynd um hvað var að gerast á Alþingi. únungis 1 % svarenda voru hlynntir því að útgerðarmenn eignuðust kvótann, en 35% voru hlynnt „óbreyttri" stjórn, sem jafn- gilti þó að verulegu leyti eignar- hvóta. Könnunin sú arna var því ekki beinlínis fagurt vitni um hæfni áróðursmanna og fjölmiðla til að upplýsa þjóðina. Á síðustu stundu voru sett einhvers konar endurskoðunarákvæði inn í lögin, svona hálfgiIdings plat sem ráða- æönnum gæti þó orðið hált á að nota sér. Einnig var settur upp ein- hvers konar úreldingarsjóður til að dekstra menn til að leggja skipum sem ekki borgar sig að gera út. Ég hafði fram að því haldið að það niyndu menn gera ótilkvaddir og þyrfti ekki að borga fyrir. í raun- 'nni voru engin mál kláruð í vor, því í lögunum stendur jú að þjóðin eigi kvótann þótt útgerðin megi hafa af honum allt gagnið og tekj- urnar. Viðstaddir verða að fyrir- gefa að sem einum af þessari 250 þúsund manna þjóð finnst mér lítið koma til svona eignarhalds. Mér finnst það svona hálfvegis eins og að eiga konu, en láta ein- hvern útgerðarmann hafa allar nytjarnar af henni. Hver heilvita maður sér að það er engin framtíð í svoleiðis hjónabandi. Annað hvort er að tugta kellu og koma henni í hús eða gefa hana upp á bátinn. Til frambúðar eru núver- andi lög engu betri fyrir almenn- ing í landinu heldur en skýlaus eign útgerðarmanna á kvótanum. Og ef við neyðumst til þess í samningum við Efnahagsbanda- lagið að veita útlendingum ein- hver fiskveiðiréttindi, þá er opin- bert veiðileyfagjald að vísu örugg- asti kosturinn, en eignarkvóti útgerðarmanna snöggtum skárri en það millibilsástand sem nú ríkir. Ef gjafakvóti til útgerðar er meginreglan í íslenskri fiskveiði- stjórnun, er eftir miklu að slægjast fyrir útlendinga, en mun síður ef veiðiréttindi eru greidd fullu verði. Við þurfum sem sé að klára kvótamálið. Það verður ekki gert nema taka samhliða afstöðu til vanda fólksins í smáu byggðunum sem ekki getur farið út í stórrekstur og er því væntanlega á góðri leið með að missa frá sér fyrirtækin. Ef við leystum vanda þess með aust- antjaldsaðferðinni og neyðum menn til að fullvinna fiskinn heima, jafnvel þegar það borgar sig ekki, þá verða lífskjör hér á landi lakari en vera þyrfti. Ég játa það hreinskilnislega að ég sé ekki fram úr þeirri klemmu í einu vet- fangi. Ég er heldur ekki fullkom- lega öruggur um það hvernig inn- heimtu opinberra veiðigjalda verður komið við með haganleg- ustum hætti, en hef þó ákveðnar hugmyndir um að það verði líkast til að gera með einhvers konar hlutaskiptum, þannig að útgerðar- menn bjóði í kvótann með því að bjóða hlut af afla til nokkurra ára. Á þessum málum þarf að taka mjög fljótlega, því víða steðjar að vandi. Og ef ekki verður brugðist við af viti, verður kostnaðurinn enn meiri en nú horfir. Höfundur er hagfræðingur. Greinin er byggð á erindi sem flutt var á 49. Fiskiþingi 1990. BOSCH DIESELÞJÓNUSTA BRÆÐURNIR (©) ORMSSON HF Láflmúla 9, sfml: 38820

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.