Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1990, Blaðsíða 30

Ægir - 01.11.1990, Blaðsíða 30
Saltfiskbreiðsla á Kirkjusandi á þriðja áratugnum. Þar er nú verkstæði Strætisvagna Reykjavíkur. Ljósm. M. Ól./Ljósmynds- safn Reykjavíkur. löngu horfin og fjaran þar fyrir neðan er komin undir grjótupp- fyllingu og hraðbraut. Félagið gerði út togarana Þór og Gylfa. Sá fyrrnefndi var seldur ásamt 3A skipa íslenska togaraflotans til Frakklands á heimstyrjaldarár- unum fyrri, en Gylfi var seldur fyrirtæki Ólafs Jóhannessonar á Patreksfirði árið 1933. Rekstri „Defensors" mun hafa lokið upp úr því. Th. Thorsteinsson & Co (Th. Th. f. 26. des. 1856 á Þingeyri), áður meðeigandi í verslun og útgerð tengdaföður síns, Geirs Zöega, hóf um sl. aldamót útgerð og fisk- verkun á Ytra-Kirkjusandi. Um tíma tók hann enska botnvörp- unga á leigu og verkaði afla þeirra og annarra skipa í fiskverkunar- stöð sinni. Á Kirkjusandi var fisk- urinn ýmist þreiddur úti á stakk- stæðum eða þurrkaður inni við lofthita. Th. Thorsteinsson stofn- aði árið 1912 Fiskveiðahlutafé- lagið Braga og lét byggja tvo nýja gufutogara; Baldur og Braga. Hann hóf fyrstur manna hér inn- lenda veiðarfæra- og netagerð „í stórum stíl". „Netagerðin Liver- pool", var til húsa á Vesturgötu 3. Allur fiskur sem barst fiskverkun- arstöðinni á Kirkjusandi kom þangað sjóleiðina fyrst í stað. Var fiskinum ýmist umskipað í land úr veiðiskipunum sem lágu á legunni undan Sandinum, eða fiskurinn var dreginn þangað frá Reykjavík- urhöfn í mannhæðar djúpum prömmum með lofthólfum á síð' unum. Þessa pramma lét Tfu Thorsteinsson smíða sérstaklega ' þessum tilgangi. Munu þeir hafa tekið allt að skipsfarmi af saltfiski- Sama fyrirkomulag hafði Kveld- úlfur síðar við fiskflutninga til °8 frá Melshúsum á Seltjarnarnesi- Síðar var gerð trébryggja a „steinbúkkum" á Ytra-Kirkjusandi- Saltfiskurinn frá Th. Thorsteinsson fékk ýmsar viðurkenningar fyr,r gæði og góða verkun; í Þránd- heimi 1908, Reykjavík 1911 og Kaupmannahöfn 1912. Hann var merkur brautryðjandi á ýmsum sviðum og með mestu athafna- mönnum hér á landi á sinni tíð. Th. Thorsteinsson lést þann 16-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.