Ægir - 01.11.1990, Blaðsíða 30
Saltfiskbreiðsla á Kirkjusandi á þriðja áratugnum. Þar er nú verkstæði Strætisvagna Reykjavíkur. Ljósm. M. Ól./Ljósmynds-
safn Reykjavíkur.
löngu horfin og fjaran þar fyrir
neðan er komin undir grjótupp-
fyllingu og hraðbraut. Félagið
gerði út togarana Þór og Gylfa. Sá
fyrrnefndi var seldur ásamt 3A
skipa íslenska togaraflotans til
Frakklands á heimstyrjaldarár-
unum fyrri, en Gylfi var seldur
fyrirtæki Ólafs Jóhannessonar á
Patreksfirði árið 1933. Rekstri
„Defensors" mun hafa lokið upp
úr því.
Th. Thorsteinsson & Co (Th. Th.
f. 26. des. 1856 á Þingeyri), áður
meðeigandi í verslun og útgerð
tengdaföður síns, Geirs Zöega,
hóf um sl. aldamót útgerð og fisk-
verkun á Ytra-Kirkjusandi. Um
tíma tók hann enska botnvörp-
unga á leigu og verkaði afla þeirra
og annarra skipa í fiskverkunar-
stöð sinni. Á Kirkjusandi var fisk-
urinn ýmist þreiddur úti á stakk-
stæðum eða þurrkaður inni við
lofthita. Th. Thorsteinsson stofn-
aði árið 1912 Fiskveiðahlutafé-
lagið Braga og lét byggja tvo nýja
gufutogara; Baldur og Braga.
Hann hóf fyrstur manna hér inn-
lenda veiðarfæra- og netagerð „í
stórum stíl". „Netagerðin Liver-
pool", var til húsa á Vesturgötu 3.
Allur fiskur sem barst fiskverkun-
arstöðinni á Kirkjusandi kom
þangað sjóleiðina fyrst í stað. Var
fiskinum ýmist umskipað í land úr
veiðiskipunum sem lágu á legunni
undan Sandinum, eða fiskurinn
var dreginn þangað frá Reykjavík-
urhöfn í mannhæðar djúpum
prömmum með lofthólfum á síð'
unum. Þessa pramma lét Tfu
Thorsteinsson smíða sérstaklega '
þessum tilgangi. Munu þeir hafa
tekið allt að skipsfarmi af saltfiski-
Sama fyrirkomulag hafði Kveld-
úlfur síðar við fiskflutninga til °8
frá Melshúsum á Seltjarnarnesi-
Síðar var gerð trébryggja a
„steinbúkkum" á Ytra-Kirkjusandi-
Saltfiskurinn frá Th. Thorsteinsson
fékk ýmsar viðurkenningar fyr,r
gæði og góða verkun; í Þránd-
heimi 1908, Reykjavík 1911 og
Kaupmannahöfn 1912. Hann var
merkur brautryðjandi á ýmsum
sviðum og með mestu athafna-
mönnum hér á landi á sinni tíð.
Th. Thorsteinsson lést þann 16-