Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1990, Side 31

Ægir - 01.11.1990, Side 31
Það hefur verið lítt öfundsvert starf að vera fiskþvottakona og standa úti í öllum veðrum. Myndin er frá fiskverkun H.P.DUUS (í Keflavík). Ljósm. M. Ól./Ljós- myndasafn Reykjavíkur. des. árið 1924. Sonur hans Geir rak togaraútgerð um áratuga skeið. Síðasti togarinn er tilheyrði beirri útgerð; Karlsefni var seldur til Suður-Ameríku (Chile) árið 1989. Laúk þar merkri útgerðar- sögu er spannaði fjóra ættliði. Á Innra-Kirkjusandi haslaði Fiskveiðahlutafélagið ísland sér völl. Félagið var stofnað árið 1907. Hlutafé félagsins nam kr. 105 þús., þar af lögðu Vest- mannaeyingar fram 20 þús. Fram- kvæmdastjóri þess var Jes Zimsen. Á þess vegum var rekin umfangs- rnikil fiskverkun og útgerð um áraþil. Félagið gerði út togarana Mars, Apríl og Maí. Þar var lengi verkstjóri Ingimundur Jónsson („á Sandinum"), síðar einn stofnenda °g eigenda Hauksfélagsins og Dvergs, og jafnframt verkstjóri hjá báðum fyrirtækjum. Félagið gerði alls út 6 togara á starfstíma sínum °g rak að auki tvo aðra á tímabili. Útgerðarfélagið Hrönn sem gerði út togarann Geir hafði fiskverkun um tíma á Kirkjusandi í húsum Th. Thorsteinsson eftir að hann hætti fiskverkun. Framkvæmdastjóri Hrannar var Þorgeir Pálsson. Hann varð einna fyrstur hér á landi til að hefja verkun og útflutn- 'ng á söltuðum grásleppuhrogn- um, í félagi við Jón Pétur Jónsson frá Drangsnesi. Hendrik Ottósson síðar fréttamaður við Ríkisútvarpið varð þó fyrstur til þess árið 1928. Þá flutti hann út um 200 tunnur til Þýskalands. Eftir að Hrönn hætti starfsemi á Kirkjusandi, hóf SÍS rekstur eldra frystihúss síns í þeim húsum. Pau standa enn. Þar hefur um árabil m.a. verið rekin dún- og skinna- móttaka SÍS. Fiskverkun var þó ekki lokið á Kirkjusandi. Tryggvi Ófeigsson haslaði sér þar völl laust fyrir 1950 rneð fjölþætta fiskverkun. Fyrir- tæki hans, Júpíter og Mars starfaði þar fram undir miðjan áttunda ára- tuginn. Fyrirtækið vann að hrað- frystingu, söltun, herslu svo og niðursuðu á ufsa (sjólaxi) til A- Evrópu og var fyrirtækið lengst af meðan það starfaði eitt framleiðslu- mesta fiskvinnslufyrirtækið hér á landi. Tryggvi átti og gerði jafnan út nokkra togara, eða fjóra - fimm er mest var. Mun hann vera sá ein- staklingur er næst hefur komist Thor Jensen og fyrirtæki hans Kveldúlfi hvað togaraeign varðar. Eftir Vestmannaeyjagosið (1973) keypti ísfélag Vestmannaeyja hús Tryggva á Kirkjusandi. Síðar keypti Sambandið af þeim ísfé- lagsmönnum. Þar eru nú höfuð- stöðvar Samvinnuhreyfingarinnar á íslandi. Fiskverkunin Álfheimar stóð skammt vestan við Sundlaugina í Laugardal, eða á miðjum Hraun- teigi. Útgerðarfélagið Draupnir sem gerði út togara með sama nafni byggði þessa stöð. Fram- kvæmdastjóri hennar var Guð- mundur Sigurðsson fyrrum skútu- og togaraskipstjóri. Ferill hans sem skipstjóra var fjölþættur og viðburðarríkur en hann tók a.m.k. fjögur skipstjórnarpróf. Vann hann sér það m.a. til frægðar að hafa staðið við stjórn á skútu í samfellt 92 kl.st. í fárviðrinu mikla 1906. Hann var um tíma skipstjóri á er- lendum flutningaskipum og hér var hann einnig með flutninga- skipin Stjörnuna og Fracis Hyde. Er Draupnir hætti starfsemi, tók Ingvar Vilhjámsson stöðina á leigu árið 1935. Þar hófst fiskverkunar- saga Ingvars sem stóð í um hálfa öld. Hápunktur hennar var bygg- ing hins glæsilega frystihúss ísbjarnarins við Norðurgarð í Ör- firisey. Það var tekið í notkun árið 1979 og er nú í eigu Granda hf. Fiskverkun lauk í Álfheimastöð-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.