Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1990, Síða 34

Ægir - 01.11.1990, Síða 34
594 ÆGIR 11/90 „Stöðin" í Viðey. Lengst t. v. eru fiskreitirnir. Svarta húsið sem nær út ísjó er „ vaskahúsið". Húsið á miðri myndinni er versl- unar- og skrifstofuhús stöðvarinnar og við hlið þess kolageymsluhús danska flotans. Lengst t.h. er olíubryggjan og fyrir oían hana olíuhúsið. Myndin er tekin 7 925. Ljósm. Óskar & Vignir. (Frá Císla Ólafssyni) 200-300 manns. Togarar félags- ins, Snorri Sturluson, Valur og Freyr lögðu þar upp afla og síðar bættust við aðrir togarar og fiski- skip, innlend og erlend. Árið 1912 gerði félagið út 12 þilskip. Skipa- komur voru þar tíðar: fiskiskip, flutningaskip og dönsk eftirlits- skip. Mikil kolageymsla var byggð, m.a. fyrir skip Sameinaða danska gufuskipafélagsins (DFDS) og dönsku varðskipin. Árin 1910- 1913 voru umsvif mest þar úti. Flest lágu þar við bryggjur 8 skip í einu og skipakomur urðu mestar 368 skip eitt árið. Þá fór mikið magn af vörum um Viðeyjar- bryggjur, eða 50-60.000 tonn á ári er mest var. Framkvæmdastjóri félagsins á blómaskeiði þess var Thor Jensen. Félagið lenti í marg- víslegum erfiðleikum sem ekki er rúm til að rekja ítarlega hér, en þeir stöfuðu einkum af kreppu á fjármagnsmarkaði í Evrópu, erfið- leikum með saltfisksölu og síðast en ekki síst af ósamkomulegi milli eigenda félagsins. Félagið leið undir lok 1914. Erlendir aðilar tóku þá um skeið við rekstri þess. Laust upp úr 1920 kom nýtt félag þar við sögu; Kárafélagið fram- kvæmdastjóri þess var fyrst Páll Ólafsson frá Hjarðarholti og síðan Ólafur Gíslason. Vfirtók það rekstur í eyjunni. Félagið gerði út 3 togara og á þess vegum var rekin útgerð og fiskverkun til ársins 1931. Síðustu íbúar Viðeyjar fluttu í land 1942-43. Sér nú fátt menja þar úti um forna frægð, utan vatnsgeyminn (núv. félagsheimili Viðeyingafé- lagsins), rústir mannvirkja og gamlar grjóthleðslur á austurbakk- anum. Á stórstraumsfjöru hefur til skamms tíma mátt sjá standa upp úr sjó brotna staura undan gömlu hafskipabryggjunum, sem, tímans tönn er að Ijúka við að hylja sjónum þeirra er á þurru landi búa. Þerney Þerney liggur úti af Víðinesi á Kjalarnesi. í eyjunni rak laust undir og um sl. aldamót sá fjöl- hæfi maður Helgi Helgason (f. 1848 - d. 1922) tónskáld, einnig ’ kaupmaður, útgerðarmaður, tré- og skipasmiður, búskap og jafn- framt töluverða fiskverkun um nokkurra ára bil. Helgi smíðaði sjálfur a.m.k. þrjú þilskip. Þeirra stærst og skírt eftir landshöfðingja- frúnni var „Elín", 30 smálestir að stærð. í hinu merka ritverki Gils Guðmundssonar „Skútuöldin" er að finna stutta lýsingu (4. b. bls. 310) Sigurðar Sumarliðason skip- stjóra á lífinu í Þerney um sl. alda- mót. þar segir: „Um vorið 1900 réðst ég stýri- maður á tvímastraða tvístöfnung- inn Stíganda, eign Helga Helga- sonar kaupmanns. Skipstjóri a Stíganda var Guðmundur Sigurðs- son. Helgi Helgason átti þá þrju þilskip: Helgu, Elínu og Stíganda. Helgi smíðaði sjálfur Elínu og Stíg- anda, eða var yfirsmiður við smíði þeirra. Helgi bjó á þessu tímabili i Þerney, en átti verzlun og heimili i Reykjavík. í Þerney lét hann skipin leggja upp afla sinn til verkunar. Áður en við lögðum út á Stig- anda um vorið, vorum við eina viku inni í Þerney að búa skipið/ það er að segja skipstjórinn og eg aðallega, en flestir hásetarnir unnu hjá Helga í landi í Þerney, ýmis konar landbúnaðarstörf. Allit borðuðum við heima hjá Helga 1 gömlu baðstofunni í Þerney. Þegar við áttum að koma heim að borða, kom Helgi út á hlaðið fyrir framan bæinn í Þerney og spilaði þar a horn eitt lag eða part úr marsi, það þýddi, að nú væri maturinn tilbu- inn. Aldrei stóðum við svo upp tra borðum, að Helgi léti okkur ekki áður syngja eitt lag tvíraddað. Ca hann okkur tóninn, byrjaði sjálfur og söng með og sló taktinn. Ofta5t var sungið eitthvað af lögunl Helga Helgasonar, Öxar við ána, Buldi við brestur, Eyjafjörður finnst oss er, Yfir fornum...o.s.frV; Þegar vikan var á enda, og við a Stíganda lögðum af stað út í veiði för, var kórinn orðinn býsna góður, þó að flestir í þessum kor

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.