Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1991, Page 11

Ægir - 01.01.1991, Page 11
ÆGIR 3 1/91 ráðið til, að afli á úthafskarfa færi ekki yfir 66 000 tonn á árinu 1991. Eins og fram kemur í töflu 1 og á mynd 1, þá var aflinn árin 1989 og 1990 mun minni en ráð var fyrir gert þessi ár. Ekki er vitað hver þátttaka verður í veiðunum á þessu ári (1991), því enn er ekki kunnugt um fyrirætlanir Sovétmanna né annarra þjóða í þessum efnum. Eftir samruna þýsku ríkjanna er óvíst um, hver þátttaka Þjóðverja verður í veiðunum, en vesturþýski markaðurinn hafði ekki áhuga á þessum karfa og er líklegt að svo verði áfram og þá væntanlega lítið um veiði af Þjóðverja hálfu. hins vegar bendir margt til þess, að reikna megi með aukinni þátttöku Islendinga og Norðmanna í þessum veiðum. Sérkenni úthafskarfa Að gefnu þessu stutta yfirliti um veiðarnará úthafskarfa, erætlunin að fjalla örlítið nánar um veiðar Islendinga og þær rannsóknir, sem þeim hafa tengst. En fyrst er e.t.v. rétt að rifja upp nokkur atriði, sem Þús.tonn 100 - 80 60 Úthafskarfi 40 20 0 _ menn telja sig vita um þennan karfastofn. 1. Vegna byggingarlags er úthafs- karfi talinn vera sömu teg- undar og djúpkarfi, það er Sebastes mentella. 2. Úthafskarfinn er hins vegar af flestum (þar á meðal höfundi) talinn sérstakur stofn, en ekki aðeins hluti af djúpkarfastofn- inum, eins og einnig hefur verið haldið fram (t.d. af Sovét- mönnum). Ýmislegt skilur þessa stofna að: 1. j úthafinu hefur smákarfi (annað en seiði) ekki fundist. Veiðarnar eru því alfarið úr gotstofninum. 2. Úthafskarfinn heldur sig ofar í sjónum en djúpkarfinn t.d. yfir gottímann og ennþá ofar í æti á haustinn. 3 Úthafskarfi er mun minni en ’ djúpkarfi þegar hann verður kynþroska. 4. Seiði úthafskarfa eru stærn við got en seiði djúpkarfa. Við- koma úthafskarfans hlýtur því að vera minni. Afli 1982 83 84 ■ ? i ' 1 1 1 89 90 Mynd 1. Heildarafli á úthafskarfa frá upphafi veiðanna. Tölur um 1990 eru ekki ábyggilegar, en augljóst er, að storfelldur samdrattur hefur att ser stað 2 síðustu árin. 5. Þá er sníkjukrabbadýrið Sphyrion lumpi mjög áberandi á úthafskarfa. Þótt það sé þekkt á djúpkarfa, er tíðni þess þar aðeins brot af því, sem tíðkast hjá úthafskarfa. 6. Að lokum má geta þess, að dökkir blettir í holdi eru mjög áberandi hjá úthafskarfa, en fyrirfinnast sjaldan hjá djúp- karfa. Veiöar og rannsóknir íslendinga Að þessari upptalningu lokinni er best að snúa sér að íslensku veiðunum og rannsóknum í tengslum við þær. Færðar hafa verið skýrslur um veiðarnar í hverju veiðiskipi svo sem vera ber. Auk þess hafa menn frá Hafrannsóknastofnun farið með í veiðiferðir bæði árin. Þá fór rA Bjarni Sæmundsson í einn stuttan leiðangur í maí. Um borð í honum er aðstaða til að sinna ýmsum rannsóknum, sem ekki eru fyrir hendi um borð í veiðiskipun- um. Einn meginþáttur rannsóknanna um borð í Bjarna Sæmundssyni var að kanna hvort fýsilegt myndi vera að nota bergmálstæki við stofnmælingu, svipað og gert er við rannsóknir á loðnu og síld. Niðurstaðan var sú, að það myndi illframkvæmanlegt á gottímanum, einkum vegna þess hve mikið er um truflanir frá öðrum lífverum á þessum tíma svo og vegna hegð- unar karfans. Vonir standa til, að betra sé að standa að slíkum rann- sóknum nokkru seinna að afloknu goti sem er og reynsla Sovét- manna. Á þessu ári (1991) er því ráðgert að r/s Bjarni Sæmundsson fari í leiðangur í júní þar sem lögð verður áhersla á að reyna frekar bergmálsaðferðina á þeim tíma. Veiöarnar Mörg, ef ekki flest, skipanna veiddu með nýrri vörpu, sem

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.