Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1991, Page 30

Ægir - 01.01.1991, Page 30
22 ÆGIR 1/91 Flutningur aflakvóta milli landshluta og útgerðarstaða árið 1990 í þessari grein verður greint frá flutningi aflakvóta árið 1990. Farið verður yfir flutning aflakvóta milli skipa í eigu sama útgerðar- aðila, flutning aflakvóta milli skipa sem gerð eru út frá sömu verstöð, flutning aflakvóta milli skipa sem grundvallast á jöfnum verðmætum, heildarflutning afla- kvóta, flutning á aflakvóta milli skipa, sem ekki eru gerð út frá sömu verstöð, að fengnum um- sögnum sveitarstjórnar og sjó- mannafélags þess byggðarlags, sem aflinn flyst frá. Megináhersla er lögð á flutning á aflakvóta milli útgerðarstaða og dregið saman eftir landshlutum. Greinin er af svipuðum toga og greinin í 1. tbl. Ægis 1990. Töflur 1-7 hér á eftir sýna flutn- ing aflakvóta milli landshluta á grundvelii flutnings aflakvóta milli einstakra útgerðarstaða. Til og frá Suðurlandi Nokkur aukning varð á flutningi aflakvóta til Suðurlands en þorsk- ígildisaukning á botnfiskkvóta nam 2.287.8 tonn. Mestu kvóta- tilfærslur voru í ýsu eða 1.679.3 tonn. Mest fór af rækju út af svæð- inu eða 1.970.4 tonn. Árið 1989 var minni tilfærsla af botnfiskkvóta til Suðurlands eða 809.8 þorsk- ígildistonn. Til Suðurlands teljast Vestmannaeyjar til og með Por- lákshöfn. Til og frá Reykjanesi Breyting varð á flutningi botn- fiskkvóta svæðisins en árið 1990 jókst hann sem nam 756.9 þorsk- ígildistonnum en árið áður var um að ræða flutning frá svæðinu sem nam 1.860.4 þorskígildis- tonnum. Aðal tilflutningur var í karfa en 1.482.4 tonn fluttust á svæðið umfram það sem fór frá því. Auk þess fluttust 767.0 tonn af þorski á svæðið umfram það sem fór frá svæðinu. Til Reykja- ness telst Grindavík til og með Reykjavík. Til og frá Vesturlandi Helstu breytingar á þessu svæði hvað varðar aflaflutning voru að 1.960 þorskígildistonn af botnfisk- kvóta fóru af svæðinu umfam afla- kvóta sem fluttist á svæðið. Árið 1989 var þessi umframflutningur frá svæðinu miklu minni eða 264.4 þorskígildistonn. Breytingin virðist liggja aðallega í miklu meiri flutning þorskkvóta af svæðinu auk ufsa. Þannig fluttust 1.274.6 tonn af þorskkvóta af svæðinu umfram þann sem fluttist á svæðið og 482.4 tonn af ufsakvóta. Til Vesturlands telst Akranes til og með Stykkishólmi. Til og frá Vestfjörðum Þær breytingar urðu, helstar á þessu svæðiaðl .408.5 þorskígild- istonn af botnfiskkvóta fluttust á svæðið umfram aflakvótaflutning frá svæðinu. Voru það aðallega þorsk- og ufsakvótar. Árið 1989 fluttust hinsvegar 429.7 þorsk- ígildistonn af svæðinu umfram þá aflakvóta sem fluttust á svæðið. Til Vestfjarða telst Barðaströnd til og með Veiðileysu. Til og frá Norðurlandi-vestra Helstu breytingar hér voru að 5.084.5 þorskígildistonn af botn- fiskkvóta fóru af svæðinu umfram þann kvóta sem fluttist á svæðið. Þessi flutningur var mun minni árið 1989 en þá fóru 1.334.4 þorskígildistonn af botnfiskkvóta frá svæðinu umfrani flutning afla- kvóta á svæðið. Töluverð kvóta- flutningur var á rækjukvóta á svæðið eða 410.5 tonn umfram rækjukvóta frá svæðinu. Til Norðurlands-vestra telst Drangs- nes til og með Siglufirði. Til og frá Norðurlandi-eystra Ekki voru miklar breytingar hvað varðar flutning kvóta á svæð- inu en 1.744.7 þorskígildistonn af botnfiskkvóta fluttust á svæðið umfram flutning frá því. Árið 1989 nam þessi umframflutningur botn- fiskkvóta á svæðið 2.126.1 þorsk- ígildistonni. Til Norðurlands-eystra telst Ólafsfjörður til og með Vopnafi rði. Til og frá Austurlandi Ekki urðu verulegar breytingar á flutningi at'lakvóta á svæðinu en 643.7 þorskígildistonn af botnfisk- kvóta fluttust á svæðið umfram kvóta frá því. Til Austfjarða telst Seyðisfjörður til og með Horna- firði. Friðrik Friðriksson.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.