Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1991, Side 38

Ægir - 01.01.1991, Side 38
30 ÆGIR 1/91 Aí neybarsendum og sjálfvirkri tilkynningaskyldu Hálfdán Henrysson: Miklar breytingar hafa orðið á fjarskiptatækni á síðustu árum samfara mikilli og hraðri þróun á ýmisskonar tölvubúnaði. Hefur þessi þróun að sálfsögðu náð til skipa, sem og fram kemur í mjög bættum fjarskipta-, siglinga- og fiskileitarbúnaði. Jafnframt þessari þróun hefur verið unnið að betri og öruggari búnaði til neyðartil- kynninga ásamt búnaði til leitar og björgunar á sjó. Má þar nefna ýmsar tegundir neyðarsenda bæði fyrir skip og til notkunar í björgun- arförum. Það nýjasta í slíkum bún- aði er væntanlega svokallað 406 MHz. neyðarsendidufl sem flýtur sjálfkrafa upp, sökkvi skip. Slík dufl hafa verið í notkun í nokkurn tíma og verið lögleidd um borð í skipum hjá nokkrum þjóðum. Samkvæmt samþykktum Alþjóða siglingamálastofnunarinnar eiga slík dufl að vera komin um borð í flutningaskip stærri en 300 brt. ekki síðar en 1. ágúst 1993. Akvörðun hefur ekki verið tekin um notkun þessara dufla um borð í fiskiskipum en einhver umræða hefur farið fram varðandi fiskiskip og hefur heyrst að þar eigi að miða við skip lengri en 45 metrar. í kröfum Alþjóða siglingamála- stofnunarinnar er átt við lágmarks- kröfur og því ekkert sem hindrar þjóðir í að setja frekari kröfur eins og t.d. um stærð skipa, lengd og þess háttar. Duflið sendir merki um gervihnött til sérstakra jarð- stöðva, þar sem fram kemur sér- stakt númer skips sem á í erfið- leikum ásamt mjög nákvæmri staðsetningu. Fyrir tveimur árum gekkst Slysavarnafélag íslands fyrir tilraun með fyrrgreinda gerð neyð- arsendis. Tilraunin var gerð í Faxaflóa í samvinnu við Landhelg- isgæsluna, Póst og síma, Siglinga- málastofnun og Flugmálastjórn. Tilgangur tilraunar þessarar var að kanna eiginleika dut'lsins við að sökkva því, svo og nákvæmni staðarákvörðunar og þann tíma sem tæki að koma boðum til íslands frá því að neyðarsendingar hæfust. Þetta dufl er hluti kerfis sem rekið er sameiginlega af Bandaríkjamönnum, Sovétmönn- um, Kanadamönnum, Frökkum og fleiri þjóðum og gengur undir nafninu COSPAS/SARSAT. Kerfi þetta er sérstaklega gert til aðstoðar við leit og björgun. Gervihnöttur nemur merki frá neyðarsendi, sem getur verið fljót- andi á sjónum, eða staðsettur á landi svo sem neyðarsendir flug- véla eða borinn af fólki á ferð t.d. jöklafarar. Neyðarsendirinn sendir tvenns konar merki frá sér, annars vegar á tíðninni 121,5 MHz sem er neyðarsenditíðni flugvéla (einnig í gúmmíbjörgunarbátum skipa) og hins vegar á 406 MHz en sú tíðni er ætluð til viðskipta við gervihnöttinn og vel fallin til að

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.