Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1992, Page 18

Ægir - 01.06.1992, Page 18
298 ÆGIR yfir helmingur af afla hjóðverja. Þetta bendir til þess að á fyrstu árum aldarinnar hafi þýsku tog- araskipstjórarnir einkum sóst eftir ýsu og leitaó mest á þær slóðir, þar sem hana var helst að fá, en þaó var m.a. fyrir suðaustur- og suðurströndinni. Þegar svo flotinn stækkaði og þurfti meiri fisk, lá beinast við að sækja í stærri stofna, ekki síst þorsk. Ekki er síður fróðlegt að bera saman sókn þjóðanna tveggja í aðrar tegundir. Bretar sóttust jafn- an mikið eftir hvers kyns flatfiski, ekki síst kola og lúðu, og allt fram um 1910 var flatfiskur þriójungur til fjórðungur af afla þeirra en síð- an fór hlutfallið lækkandi og hlut- fall þorsks jókst.6 Þjóðverjar virð- ast á hinn bóginn aldrei hafa sóst sérlega mikið eftir flatfiski en þeim mun meira eftir ufsa og í þeim lið, sem í töflu I er kallaður „annað", bar jafnan mest á karfa. Atti hann síðar eftir að verða sú tegund, sem Þjóðverjar veiddu hvaó mest af hér við land. Af þessu leiddi einnig að Þjóðverjar sóttu mikið á aðrar slóðir en Bret- ar, en annars endurspeglar aflasamsetningin vel ólíkar þarfir fiskmarkaða í Bretlandi og Þýska- landi. Fáar heimildir eru tiltækar um þýðingu íslandsveiðanna fyrir þýskan sjávarútveg á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöld, en þær sem fyrir liggja, benda eindregið til þess að veiðarnar hér við land hafi orðið Þjóðverjum æ mikils- verðari. Sést það ef til vill best at' því að árið 1902 komu 5% at' öll- um afla, sem landað var í Westermiinde, af Islandsmiðum, en um 50% árið 1913.7 Eins og áður sagói, hurt'u þýskir togarar af miðunum hér við land er t'yrri heimsstyrjöldin braust út árið 1914 og á stríðsárunum lágu veiðar þeirra hér niðri. Að styrj- öldinni lokinni hófu þeir nýja sókn á íslandsmið og verður sagt frá því í næsta kafla. II Aó fyrri heimsstyrjöldinni lok- inni sneru þýskir togarar aftur stöfnum í átt til íslandsmiða. Eins og síðar verður t'rá sagt var þýski togaraflotinn endurnýjaður í upp- hafi 3ja áratugarins, skipin stækk- uðu og urðu hraðskreiðari, veiði- getan efldist og aflinn jókst. Tafla II sýnir heildarafla Þjóðverja og afla þeirra af þorski, ýsu, ufsa og karfa á Islandsmiðum á árunum 1919-1938. Tölurnar gefa góða mynd af aflasamsetningu þýsku togaranna hér við land, stígandanum í sókn- inni og þeim árangri, sem hún skilaði. Fyrsta árið, 1919, er vita- skuld ekki marktækt og næstu fjögur árin virðist sem sóknin hafi verið svipuð og á árunum t'yrir stríð. Þetta var eðlilegt þegar þess er gætt að t'yrstu eftirstríósárin voru gamlir togarar uppistaðan 1 flotanum, en síðan fór nýjum °8 fullkomnari skipum að fjölg3- Árið 1924 var endurnýjunin far,n að skila sér að marki. Þá tvöfald' aðist þorskaflinn, miðað viö ário á undan, og at'li af öðrum tegund' um jókst verulega. Afli Þjóðverja á íslandsmióum hélt svo áfrant að aukast ár frá ári, allt fram til 1930- Þá t'ór heildarat'linn minnkandi og stafaði þaó mest at' minnkandj þorsk- og ýsuafla, sem bendir ti þess aó þá hat'i þessum tveim stofnum verið tekið að hnigna- Frá 1935 jókst heiIdaraflinn að nýju og náði hámarki síðasta ário> 1938, en athyglisvert er að 3 þessu skeiði jókst ufsa- og karta- afli verulega og gerði meira en aö bæta upp, í tonnum talið, sani' dráttinn sem orðinn var í þorsk- og ýsuat'lanum. Getur það bent ti Tafta II Afli Þjóðverja á íslandsmiðum 1919- 1938 (tonn) Ár Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Annað Samtals 1919 1.160 1.002 306 625 795 3.888 1920 18.636 11.507 4.512 3.243 5.172 43.070 1921 16.515 7.156 3.798 4.105 3.742 35.316 1922 17.675 9.174 5.841 7.429 4.811 44.930 1923 12.391 4.737 5.354 5.410 2.416 30.308 1924 26.340 6.481 7.877 8.375 4.675 53.748 1925 24.984 5.684 10.432 10.763 5.030 56.893 1926 30.074 7.613 15.480 8.624 5.032 66.823 1927 32.315 9.853 17.381 7.770 6.270 73.589 1928 48.494 14.113 22.855 8.816 11.997 106.275 1929 53.071 12.338 21.044 11.041 10.577 108.071 1930 67.091 12.156 22.139 13.288 9.228 123.902 1931 66.920 9.224 17.115 15.889 12.540 121.688 1932 63.756 7.017 20.461 13.016 3.900 108.150 1933 57.250 5.954 19.569 12.361 3.664 98.798 1934 32.373 4.339 21.499 10.777 4.825 73.813 1935 37.888 3.500 26.345 18.440 5.078 91.251 1936 33.266 4.062 31.223 32.622 5.052 106.225 1937 30.587 4.460 27.999 30.609 5.208 98.863 1938 35.329 3.972 37.328 47.996 7.539 132.164__ Samtals 706.115 144.342 338.558 271.199 117.551 1.577.768 Heimild Bulletin Statistique 1919-1938.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.