Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1993, Side 24

Ægir - 01.01.1993, Side 24
Mynd 13. Stofnvísitölur helstu fisktegunda (þús. tonn) í stofnmœlingu botnfiska 1985-1992. Mynd 14. Staðalfrávik stofnvísitalna helstu fisktegunda í stofnmœlingum 1985-1992. a) Þorskur Stofnvísitala þorsks áriö 1992 reyndist sú lægsta sem mælst hefur, eða 216 þús. tonn, en var um 290 þús. tonn 1990 og 1991 (13- mynd). Petta er í samræmi við það að stofnstærð í ársbyrjun 1992, skv. niðurstöðum V.P. grein- ingar, var lægri en áður hefur þekkst. llins vegar var stofnstærö 1991 skv. V.P. greiningu um 120 þ.t. lægri en hún var í ársbyrjun 1990. (Sbr. Nytjastofnar sjávar og um- hverfisþættir 1992. Aflahorfur fiskveiðiárið 1992/93- Haf- rannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 29.) Lækkun stofnvístölu úr 513 þús. tonnum 1989 í uffl 216 þús. tonn 1992, eða um tæp 60%, er ekki í samræmi við um 40% minnkun á stofnstærð skv. V.P. greiningu á sama timabili. Þetta misræmi má skýra með minni veið- anleika þorsks á hrygningarslóðinni heldur en á uppeld- isstöðvum, en stóru árgangarnir frá 1983 og 1984 gengu at uppeldisstöðvunum norðan lands og austan til hrygn- ingar á suðursvæði á þessurn árum. (Sbr. Stofnmæling botnfiska á íslandsmiðum 1990. Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 22.) 20 ÆGIR 1. TBL. 1993

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.