Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1993, Blaðsíða 26

Ægir - 01.03.1993, Blaðsíða 26
Hugmynd Kristins að beitningastatívi svo sem lýst er í greininni. Seinna kom í ijós að línurennan ein nœgði til þess að línan rynni úr beitningabjóðum. þessu nokkuð áfram. Ég átti vals, sem lagði upp á raðirnar á efninu, en ég þurfti að leggja allmikla vinnu og efni í vals, sem lagði pípurnar fer- kantaðar og líka smíðaði ég tilheyr- andi lokkvél fyrir rifurnar í botninn og skörðin í pípuefnið að neðan. Ég var ekki búinn með þetta smíði fyrr en í febrúar. 5. mars sigldi það frá Kópaskeri í stórum kassa, ég held með Sterling. Þessu fylgdi reikningur til Fiskifélags íslands, kr. 600.-, 20 pípukransar á kr. 20,- og 2 línurenn- ur á kr. 200.-. Það var víst kontið undir sumar- rnál, þegar ég fékk bréf frá Kristjáni. Segir hann, að þetta hafi allt gengið illa. Hann hafi pantað þetta fyrir tvo skipstjóra á skútum. Hafi þeim ekk- ert litist á þetta, þó muni annar eitt- hvað hafa reynt það, því hann hefði sagt, að beitan hefði viljað slitna af rörunum. Sagðist hann mundi reyna að ná þessu verði seinna en varaði mig við að senda svona reikning á Fiskifélagið, ég ætti enga kröfu á það. Ég skrifaði honurn aftur og sagði honum, að ég hefði aldrei efast um það að hægt væri að skera svo stóra beitu að það þyrfti að troða henni í rörin, væru þau þó mun víðari en þau sem hann hefði séð. Líka sagði ég honum, að ég teldi mig eiga að- ganginn að Fiskifélaginu samkvæmt símskeytinu og mundi geta krafist þess nteð lögum, ef ég nennti. Þessi þræta endst okkur í rnörg ár. Ég man að ég sagði einu sinni í bréfi til hans, að rennan mín væri þegar farin að rnoka milljónum inn í þjóð- arbúið. Ekki bar hann á móti því, en sagði að þetta hefði komið svo seint, að hann hefði tapað tækifæri á að ná þessu hjá þeim, sem báðu urn það, nú væri annar þeirra kontinn á höf- uðið, en hinn dáinn. Ég held að það hafi verið 1934, sem Sæmundur bróðir minn kom sunnan úr Reykjavík. Þá var hann með 250 krónur frá Kristjáni Bergs- syni sem hann sagðist eiga að af- henda mér með því skilyrði, að ég gerði ekki meiri kröfur til Fiskifélags- ins. 1943 var konan mín stödd í Reykjavík. Þá fór hún á fund Krist- jáns Bergssonar og talaði um þetta við hann. Kenndi hann henni það ráð þá, að ég skyldi skrifa sögu þessa máls og finna svo Helga Pálsson á Akureyri. Þetta gjörði ég þá um haustið. Hann flutti þetta mál a fjórðungsfundi Fiskifélagsins þar. Fékk ég bréf frá fundinum, þar seni þeir segjast ekki hafa mikil peninga- ráð, en gjöri sér til gamans að senda mér 200 kr. og segjast munu fylgja því eftir á aðalfundi að þingið veitti mér einhverja viðureknningu. 1944, eftir rétt 20 ár, veitti Alþingi mér 20.000,- kr. Svo fór að önnur af þeim tveim línurennum sem Kristinn sendi til Fiskifélagsins var aldrei notuð, en fyrir nokkru kom í ljós að hún hafði varðveist í sinni upprunalegu mynd hjá félaginu. Var leitað eftir því við Fiskifélag- ið að það afhenti línurennuna til varðveislu á safni og veittu ætt- ingjar Kristins henni móttöku 22. mars sl., eða rúmum 67 árum eftir að höfundur hennar sendi hana frá sér. Henni hefur nú verið komið fyrir hjá Safna- húsinu á Húsavík. 128 ÆGIR 3. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.