Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1993, Blaðsíða 46

Ægir - 01.03.1993, Blaðsíða 46
hröð og myndin sýnir en það verður ekkert lát á henni. Á aö leysa vanda sjávarútvegsins eöa vanda þjóöarinnar? Arlega er fjárfest í nýjum skipum fyrir lánsfé upp á næstum 5 milljarða króna og þessi stöðuga sóknaraukning vegna velgengni útgerðarinnar er meginundirrót efnahags- vanda þjóðarinnar. Þetta virðast þó ráðamenn allra flokka alls ekki geta skilið, heldur ræða í sífellu nauðsyn þess að leysa vanda sjávarútvegsins. En vandamál þjóðarinnar er ástand þorskstofnsins og vanda sjávarútvegsins má alls ekki leysa pví flotann verður að stöðva. Halda menn e.t.v. að þaÖ hafi orðið Fareyingum að falli hve illa ríkisstjórn þeirra studdi við bakið á undirstöðuatvinnuveginumi Hvers vanda á það að leysa að úthluta flotanum á næsta ári 50 þús. tonn- um meira af botnfiski og 20 þús. tonnum stærri síldarkvóta en fiskifræðingar lögðu til sem hámark? Hvaða vanda leysir kvótakerfið þegar úthlutað er nú svo stórum kvótum að formaður LIU telur áhorfsmál að flodnn sé nógu stór til að ná þeim? (Mbl. 31.12.92). Hvað þarf aö gera Aðgerðaleysi dugar samt skammt til að leysa vanda þjóðarinnar. Gjaldþrot einstakra útgerðarmanna valda venjulega aðeins eignatilfærslum innanlands, stöðva sjaldn- ast skipin og leysa lítið vanda þorsks og þjóðar. Stjórnvöld verða að tryggja það að aðeins lítill hluti flotans komist út á sjó a.m.k. á hverjum tíma og það eitt nægir ekki að minnka kvóta allra. Ef þau vilja eða geta ekki stöðvað úthald skip- anna þá stöðvast sóknin sjálfsagt ekki fyrr en í allsherjar þjóðargjaldþroti og eyðileggingu fiskimiðanna, hversu litlir sem aflakvótarnir kunna að verða. Fiskií£i/wfloti lands- manna er nú allt of stór og afkastamikill og enginn getur héðan af bætt úr því. Ástæða er þó til að minna á að stjórn- völd bæði ráða og ráðstafa kvótanum og sé hann bundinn við skip og taki til allra fiskveiða er og verður stærð fisk- veiði&otans algjörlega í þeirra hendi. Án kvóta komast skip- in ekki til veiða og stjórnvöld á hverjunt tíma bera þá ein alla ábyrgð á því ef of stór floti er á veiðum. Þótt kvódnn sé ekki fastbundinn við skip bera stjórnvöld samt ein ábyrgð á því að engum sóknartakmörkunum skuli vera beitt. Lág- markskrafa er að hvert skip fái ekki aðeins aflakvóta heldur einnig takmarkaða veiðarfærastærð og úthaldsdaga til að freista þess að ná þeim kvótum. Sú takmörkun verður að taka mið af því hve umhverfisvænar, atvinnu- og gjaldeyris- skapandi veiðiaðferðirnar eru. Einnig af því að flotinn er nú a.m.k. þrefalt stærri en þarf til að stunda kjörsókn og reyndar er ekki hagkvæmt að stunda fulla kjörsókn í stofna sem þarf að byggja upp. Norsk og íslensk-fœreysk fiskveiðistjórnun Allir þrír síldarstofnarnir við Island hrundu fyrir aldar- fjóðungi síðan vegna brjálæðislegrar ofveiði (sexföld kjör- sókn). Sá stærsti þeirra, norsk-íslenska vorgotssíldin, hefur náð sér að hluta í Noregi en gengur e.t.v. ekki framar á Is- landsmið þar sem þó næga átu er að hafa. fslenska vorgots- síldin virðist útdauð en ég veit ekki til þess að manninum hafi tekist að útrýma endanlega úr heiminum nokkurri annarri sjávarfisktegund. Fyrir glópalán slapp þó lang- minnsti stofninn, sumargotssíldin, og hefur tekist að byggja þann stofn upp með því að viðhalda kjörsókn i hann. En sóknin hefur nú verið stóraukin og veiðarnar 1992 fara meira en 50% fram úr tillögum fiskifræðinga um afla hámark. Norski þorskstofninn var eins og sá íslenski að hrum kominn 1989. Loðnustofninn var hruninn og ljóst var að fæðuskortur var í Barentshafi. Grisjunarsinnar kröfðust aukinnar sóknar og að stóri árgangurinn frá 1983 yrði strax veiddur upp. Tíunduðu þeir í framhaldsgreinum í Sjo- C5000Í Níösterkur vinnuþjarkur sem reynst hefur frábærlega vlö erflöustu aöstæöur. Bjóöum einnlg: festlngar, rafala, lesidælur, rafgeyma, tengla, kapal og annaö efni og þjónustu til raflagna um borö. SÍMI9611122, TAX 9611125, Pfoth.157, 602 AKUREYRI. Fremst á færaveiðum 148 ÆGIR 3. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.